Sveitarstjórn
Oddviti leitar afbrigða
a) 1. fundur sameiginlegrar fræðslunefndar og æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. mars 2015.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
b) Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
c) Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 17. apríl n.k.
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. mars 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. mars 2015 liggur frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 86. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. mars 2015.
Mál nr. 9, 10, 11 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 86. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. mars 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 9: 1503012 - Búrfellsvegur (351-01): Búrfell - Þingvallavegur: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur erindi Vegagerðarinnar, dagsett 24. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum á Búrfellsvegi (nr. 351) frá Sogsvegi áleiðis að Búrfelli. Vegurinn verður að mestu í óbreyttri legu nema á kafla í landi Ásgarðs þar sem vegurinn verður færður á um 400 m kafla. Er það í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.
Mál nr. 10: 1503016 - Hraunsveigur 12-18: Kerhraun E-svæði: Göngustígur: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur erindi Þorvaldar Garðarsson, dagsett 4. mars 2015, f.h. Hrímgrundar ehf., þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Kerhrauns, svæði E, sem felur í sér að göngustígur sem liggur á milli lóðanna Hraunsveigur 14 og 16 verði færður og verði í staðinn á milli lóða nr. 16 og 18 við sömu götu. Er Hrímgrund eigandi að lóðum 12, 14 og 16 en ekki lóð 18. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum lóðar nr. 18 og félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu. Umsækjandi þarf að leggja fram tilheyrandi skipulagsgögn.
Mál nr. 11: 1503017 - Kerhraun C80 og C81: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting
Fyrir liggur erindi Guðnýjar E. Gunnarsdóttur, dagsett 1. mars 2015 þar sem óskað eftir að fá að sameina frístundahúsalóðirnar Kerhraun C80 og C81. Búið er að byggja frístundahús og geymslu á lóð C81 og var lóð C80 eingöngu keypt til að stækka lóðina. Sveitarstjórn hafnar því að sameina lóðirnar enda væri það í ósamræmi við almenna stefnu sveitarfélagsins undanfarin ár um að hvorki heimila skiptingu eða sameiningu lóða innan skipulagðra frístundabyggða þar sem uppbygging er farin af stað.
Mál nr. 13: 1503001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-03
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. mars 2015.
b) Fundargerð 9. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 17. mars 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
3. Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 19. mars 2015 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.
4. Beiðni um styrk frá Sambandi garðyrkjubænda vegna gerðar heimildakvikmyndar um íslenska garðyrkju í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Sambandsins.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Sambandi garðyrkjubænda vegna gerðar heimildakvikmyndar um íslenska garðyrkju í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Sambandsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Gunnar Þorgeirsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
5. Bréf frá Óskari Sigurðssyni hrl., f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps, til Innanríksráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Jóns Péturssonar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 4. mars s.l. var lögmanni sveitarfélagsins falið að svara bréfi Innanríkisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Jóns Péturssonar. Fyrir liggur svarbréf Óskars f.h. sveitarfélagsins, dagsett 24. mars 2015. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi bréf.
6. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna framkominna athugasemda við auglýsta tillögu að Landskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 19. mars 2015 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun hefur tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Umsögnina er að finna á vef landskiplagsstefnu www.landsskiplag.is . Bréfið lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Forsætisráðuneytinu vegna fundar sem ráðuneytið hyggst halda á Gömlu Borg um málefni þjóðlendna.
Fyrir liggur bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 25. mars 2015 þar kynnt er að ráðuneytið hyggst halda fund um málefni þjóðlendna á Gömlu Borg, mánudaginn 18. maí n.k. kl. 9:30. Bréfið lagt fram til kynningar.
8. Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.
9. Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna Íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2014.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 23. mars 2015 vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2014. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2014 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 434. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við íbúaskránna.
10. Sorpmál.
Fyrir liggur minnisblað frá Berki Brynjarssyni, dagsett 30. mars 2015 vegna sameignlegs sorpútboðs uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Í minnisblaðinu er óskað eftir aðkomu umhverfisnefnda sveitarfélaganna og að þær fundi með Tæknisviði Uppsveita og sveitarstjórum sveitarfélaganna. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi ósk.
11. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps.
Samþykkt er að fara í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og er sveitarstjóra / oddvita falið að semja um endurskoðun skipulagssins við Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðing.
12. Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði á óbreyttum tíma, þ.e. miðvikudaginn 15. apríl kl. 9:00 en aukafundur vegna ársreiknings sveitarfélagsins verði miðvikudaginn 22. apríl kl. 9:00.
13. Önnur mál.
a) 1. fundur sameiginlegrar fræðslunefndar og æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. mars 2015.
Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 1. fundargerð sameiginlegrar fræðslunefndar og æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. mars 2015.
Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;
Mál nr. 2: Tillaga til sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd ásamt æskulýðs- og menningarmálanefnd leggur til að sveitarfélagið ráði starfsmann í 50% stöðu eins fljótt og hægt er til að byrja vinnu við skipulag og utanumhald á æskulýðsstarfi barna og unglinga í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur nefndunum að skilgreina helstu verkefni starfsmannsins í samstarfi við sveitarstjóra. Jafnframt er nefndunum falið að gera áhugasviðskönnun meðal barna og unglinga í sveitarfélaginu.
b) Fulltrúi á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 16. apríl n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Gunnar Þorgeirsson til vara.
c) Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 17. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 30. mars 2015 þar sem tilgreint er að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 17. apríl n.k. og óskað eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 163. stjórnarfundar 26.03 2015.
Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dagsett 26. mars 2015 með tillögum sem samþykktar voru á 93. héraðsþingi HSK þann 15. mars s.l.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15