Fara í efni

Sveitarstjórn

369. fundur 20. maí 2015 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson varamaður Ingibjargar Harðardóttur
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Karl Þorkelsson varamaður Guðmundar Ármanns Péturssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gunnar Þorgeirsson

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2015.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð vorfundar þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks á suðurlandi.
Lögð fram fundargerð vorfundar þjónustusvæðis vegna fatlaðs fólks á suðurlandi haldinn í  Félagsheimilinu Borg, dags. 30. apríl 2015.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: fjárhagsáætlun vegna 2015.
Áætlun gerir ráð fyrir 144.570.000 rekstrarhalla á árinu en það sundurliðast þannig:

  • Áætlaður rekstrarkostnaður er                      1.116.351.000-
  • Áætlaðar greiðslur jöfnunarsjóðs                  836.781.000-
  • Áætlaðar greiðslur í rekstrarsjóð v/ útsv.     135.000.000- 

            Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina, en hvetur til þess að leitað verði allra leiða í samskiptum við ríkisvaldið að ekki þurfi að koma til viðbótargreiðslur sveitarfélaganna             vegna rekstrar á þessu ári.

 
b)     89. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. maí  2015.

Mál nr. 1,2,3,4,5,6,14 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 89. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 13. maí 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

 

Mál nr. 1: 1504022 - Nesjavallavirkjun: Prófun á holu HK-20 á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi
Lagt fram að nýju erindi Orku Náttúrunnar þar sem óskað er eftir heimild til að gera tilraun með að farga upphituðu grunnvatni í 176 m tilraunaborholu HK-20 sem er staðsett austan til á Hellisheiði. Jafnframt liggur fyrir minnisblað unnið af Vatnskil í mars 2015 um mat á áhrifum niðurdælingar. Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun skipulagsnefndar um að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreinda tilraun við að farga upphituðu grunnvatni til ársloka 2016. Sveitarstjórn óskar eftir að fá afrit af öllum niðurstöðum rannsókna sem gerðar verða í tengslum við tilraunina.

Mál nr. 2: 1504019 - Nesjavallavirkjun: Prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal: Framkvæmdaleyfi
Lagt fram að nýju umsókn Orku Náttúrunnar dags. 25. mars 2015 um framkvæmdaleyfi vegna prófunar á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal á Nesjavöllum. Fram kemur að send verði fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi það hvort framkvæmdin falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum auk þess sem hún verður kynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Jarðskjálftavakt Veðurstofu Íslands. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsagnir áðurnefndra stofnanna liggja fyrir.

Mál nr. 3: 1502099 – Ölfusvatn: Deiliskipulag.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Lambhaga úr landi Ölfusvatns við Þingvallavatn, Grímsnes og Grafningshreppi. Tillagan var auglýst 2. Október 2014 með athugasemdafresti til 14. nóvember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tillagan er nú lögð fram með minniháttar breytingum til að koma til móts við umsagnir þ.e. fornminjar hafa verið merktar inn og nánar er fjallað um kröfur til fráveitu í greinargerð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið.

Mál nr. 4: 1505025 – Vaðholt 2 og 2a. Ormsstaðir. Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðholts úr landi Ormsstaða í Grímsnes og Grafningshreppi. Breytingin nær til lóðanna Vaðholt 2 og 2a og felst í að þær eru sameinaðar og breytt í lögbýli þar sem reisa má allt að 300 fm íbúðarhús og allt að 400 fm. Útihús. Tillagan var auglýst til 2. Október 2014 með athugsemdarfresti til 14. Nóvember. Engar athugasemdir bárust. Tillagan er nú lögð fram með þeirri breytingu að byggingarreitur íbúðarhúss verði 5 m frá lóðarmörkum en ekki 10 m eins og auglýstri tillögu auk þess sem upplýsingar um þegar byggt hús hafa verið lagfærðar í greinargerð.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið.

  
Mál nr. 5: 1505022 – Sturluholt fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn dags. 30. apríl 2015 þar sem óskað er eftir að landnotkun  aðalskipulags sem nær til jarðarinnar Sturluholt  (lnr. 189339) í Grímsnes og Grafningshreppi verði breytt í blandaða landnotkun frístundabyggðar og landbúnaðarsvæðis í stað frístundabyggðar. Jafnframt er óskað eftir að breytingum á deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á þann veg að í stað frístundahúsalóðarinnar Stekkjadalur verði byggingarreitur fyrir íbúðarhús og vélageymslu jarðarinnar. Í staðinn verði 2 óbyggðar frístundalóðir annarsstaðar en þær eru núna. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu og vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.

 
Mál nr. 6:1502062 - Kerbyggð: Klausturhólar deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir Kerbyggð úr landi Klausturhóla í Grímsnes og Grafningshreppi.Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dag. 15. Apríl 2015 og ný umsögn Minjastofnunar dags. 30 apríl. Til að koma til móts við athugasemdir í umsögn Minjastofnunar er lagður fram lagfærður uppdráttur þar sem sett eru ákveðin skilyrði á tvær lóðir. Fyrir liggur tölvuskeyti frá Minjastofnun þar sem ekki er gerð athugsemd við þessa útfærslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið.

Mál nr. 14: 1503070 – Skotlandsferð skipulagsnefndarinnar.
Fyrir liggja drög af skýrslu ferðar nefndarinnar til Skotlands en endanleg útgáfa mun vera lögð fyrir sveitarstjórn.

Mál nr. 29: 1504002F – Afgreiðsla byggingarfulltrúa.
Fyrir liggur afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2015.

 
C) Fundargerð 7. fundar nefndar oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi frá 30. Apríl 2015.
            Lögð fram fundargerð frá fundi oddvita og sveitarstjóra í Árnesþingi frá 30. Apríl haldinn .

Í lið 3 er farið fram á að starfsemi skólaþjónustunnar verði sameinað á einni starfsstöð í Hveragerði, fyrir liggur drög að leigusamningi um húsnæði að Sunnumörk 2.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða flutning í sameiginlega starfsstöð.

 
3. Erindi dagsett 12. maí 2015 vegna girðingar við Búrfell.
 Fyrir liggur erindi eigenda Búrfells um aðkomu að framkvæmdum við girðingarframkvæmdir á jörðinni Búrfelli. Farið er fram á að sveitarfélagið girði að hluta túngirðingu vegna vatnsbóls sem sveitarfélagið hefur til afnota. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í framkvæmdinni að gefnu skilyrði að útvíkkun á vatnssamningi nái yfir vatnsbólið austan við núverandi vatnsból og vatnstökusvæðið girt af .

 
4. Seinni umræða siðarreglna Grímsnes og Grafningshrepps.
Tekin til seinni umræðu siðarreglur Grímsnes og Grafningshrepps. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi siðarreglur samhljóða.

 
5. Bréf Umhverfisstofnunar vegna malarnáms á Nesjavöllum dagsett 12. maí 2015. Fyrir liggur erindi Umhverfisstofnunar þar sem ekki er gerðar athugsemdir við efnistöku úr malarnámu við Stangarháls.

 
6. Ársreikningur og ársskýrsla orlofssjóðs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu fyrir árið 2014.
Fyrir liggur ársreikningur og ársskýrsla orlofssjóðs húsmæðra fyrir árið 2014.

 
7. Erindi Minjastofnunar dagsett 30. apríl 2015 vegna Kerbyggðar. Tekið hefur verið tillit til athugasemda Minjastofnunar sjá lið 6 undir fundargerð skipulagsnefndar.

 
Til kynningar:

  • Ársskýrsla þjónusturáðs suðurlands liggur fram á fundinum.
  • Ársreikningur skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.

 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?