Fara í efni

Sveitarstjórn

371. fundur 16. júní 2015 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2015.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júní 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.
a)      Fundargerð 46. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. júní 2015.

Mál nr. 1, 2 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 46. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. júní 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Skóladagatalið og kennslukvótinn.
Fyrir liggur skóladagatal grunnskóladeildar fyrir skólaárið 2015/2016 og verða kenndir 179 dagar. Jafnframt liggur fyrir kennslukvóti næsta skólaárs og er hann 173,2 með viðbótarkvóta vegna leikskóladeildar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal og að kennslukvóti skólaársins 2015/2016 verði 173,2 stundir.

Mál nr. 2: Efling menntastig innan Kerhólsskóla.
Fyrir liggur tillaga frá fræðslunefnd um eflingu menntastigs innan Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Mál nr. 5: Skólaakstur.
Fræðslunefnd leggur til að sveitarstjórn skoði hvaða úrræði eru í boði vegna aksturs leikskólabarna til og frá leikskóla. Sveitarstjórn getur ekki fallist á að taka þátt í akstri leikskólabarna þar sem það er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga.

 
b)     Fundargerð 12. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 13. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. janúar 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

d)     Fundargerð 14. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. apríl 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
e)      Fundargerð 15. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. júní 2015.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 15. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. júní 2015.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Leiktæki og leikaðstaða.
Fyrir liggur beiðni frá æskulýðs- og menningarmálanefnd um að sveitarfélagið setji upp brettaramp fyrir börn. Áætlaður kostnaður er tæpar fjórar milljónir. Sveitarstjóra falið að kanna málið í samstarfi við Ungmennafélagið Hvöt.

f)       Fundargerð 16. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. apríl 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 17. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. apríl 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 18. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. maí 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

i)       Fundargerð 19. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. maí 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)       Fundargerð 20. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. maí 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k)     Fundargerð 21. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 26. maí 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

l)       Fundargerð 22. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. júní 2015.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 22. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. júní 2015.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Borg í sveit – samantekt.
Sveitarstjórn vill þakka atvinnumálanefnd fyrir vel unnin störf í aðdraganda  Borg í sveit og vel heppnaðan dag.

Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að viðburðurinn Borg í sveit verði endurtekinn að ári, laugardaginn 28. maí 2016. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að svo verði og felur nefndinni að vinna að undirbúningi dagsins..

m)   Fundargerð 10. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. júní 2015.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 10. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 12. júní 2015.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Úthlutun styrkja til vegabóta á sumarhúsasvæðum í sveitarfélaginu..
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum.      17 umsóknir bárust og samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2015, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000.

 
Félag lóðareigenda í landi Minna-Mosfells                                                                75.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi FSNN                                            250.000 kr.

Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi                                               100.000 kr.

Félag sumarhúsabyggðar við Ásabraut                                                                      75.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut                                                                   50.000 kr.

Hólaborgir, sumarhúsafélag                                                                                     175.000 kr.

Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi                                       75.000 kr.     

Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi                                                                           75.000 kr.     

Félag sumarhúsalóða Syðri-Brú                                                                              125.000 kr.     

Selhóll, félag sumarhúsaeigenda                                                                              175.000 kr.     

Öndverðanes ehf.                                                                                                       250.000 kr.     

Félag lóðareigenda í Miðborgum                                                                               75.000 kr.     

Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda                                                                      100.000 kr.

Félag sumarhúsalóðaeiganda við Þórsstíg                                                               50.000 kr.

Búrfell II ehf.                                                                                                           100.000 kr.

Heiðartjörn, félag í frístundabyggð                                                                            25.000 kr.

Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi                                       25.000 kr.

 
n)     91. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 11. júní 2015.

Mál nr. 3, 4 og 13 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 91. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 11. júní 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: 1506024 - Lækjarbakki 12 og 33: Búrfell 1: Deiliskipulagsbreyting
Fyrir liggur umsókn um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Búrfells 1. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir gönguleið milli lóðanna Lækjarbakki 12 og 33. Lóð nr. 12 minnkar úr 6.988 fm í 6.719 fm og lóð nr. 33 úr 7.179 fm í 6.988.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um samþykki eigenda lóða nr. 33 og 12.

Mál nr. 4: 1502033 - Illagil 21: Kvörtun: jarðvegsmön
Með bréfi byggingarfulltrúa dags. 9. apríl 2015 var óskað eftir viðbrögðum eigenda lóðarinnar Illagils 21 í landi Nesja um ákvörðun skipulagsnefndar um að fjarlægja þurfi jarðvegsmön á lóðinni vegna áhrifa hennar á ásýnd og umhverfi. Fyrir liggur svarbréf Sveins Guðmundssonar hrl. dags. 14. maí 2015, f.h. lóðarhafa.

Sveitarstjórn fellst ekki á rökstuðning þann sem fram kemur í bréfinu og telur ekki að hægt sé að líta svo á að þáverandi byggingarfulltrúi hafi heimilað að gengið yrði frá uppgreftri hússins með þeim hætti sem gert var þó svo að hann hafi mælst til þess uppgröfturinn yrði nýttur innan lóðar. Sveitarstjórn samþykktir að fjarlægja beri mönina þar sem hún hefur áhrif á ásýnd og umhverfi frá aðliggjandi lóðum. Skv. X kafla laga um mannvirki nr. 160/2010 er lóðarhafa gert að fjarlægja mönina fyrir 1. ágúst 2015 að viðurlögðum dagsektum kr. 100.000 fyrir hvern dag sem verkið dregst fram yfir þann tíma.

Mál nr. 13: 1506001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-08.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. júní 2015.
 

  • o)      Fundargerð 24. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 11. júní 2015.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Samstarfssamningur við Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi ehf.
Í gildi er samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi ehf. um sölu og verðmat eigna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áður nefndum samningi verði sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum.

 
4.    Bréf frá Vegagerðinni vegna úthlutunar úr styrkvegasjóði.
Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni, dagsett 31. maí 2015 þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið hafi fengið styrk úr styrkvegasjóði að fjárhæð kr. 500.000 til viðhalds á vegslóðanum með Skefilfjöllum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leggja fram mótframlag að fjárhæð kr.  200.000 til viðhalds á vegslóðanum.

  
5.        Erindi frá Suðurlandi FM – Útvarp Suðurlands.
Fyrir liggur erindi frá Suðurlandi FM – Útvarp Suðurlands þar sem boðið er upp á samstarf við sveitarfélagið um fréttir og fróðleik frá sveitarfélaginu. Með samstarfi gefst tækifæri til að fjalla um og kynna hverskyns viðburði, stóra sem smáa, með vikulegu innslagi þar sem farið er yfir það sem er að frétta úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir liggjandi samstarf og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
6.        Bréf frá Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs. vegna endurskoðunar aðalskipulags Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur bréf frá Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs., dagsett 27. maí 2015 þar  sem tilkynnt er að hafin sé vinna við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins – Höfuðborgarsvæði 2040.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 8. júní 2015 þar sem tilkynnt er að nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins – Höfuðborgarsvæði 2040 hafi tekið gildi. Lagt fram til kynningar.

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  495. stjórnarfundar 05.06 2015.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 828. stjórnarfundar, 29.05 2015.
SÍBS blaðið, 2. tbl. 31. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:05

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?