Fara í efni

Sveitarstjórn

372. fundur 01. júlí 2015 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      1504019 - Nesjavallavirkjun: Prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal: Framkvæmdaleyfi

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. júní 2015.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. júní 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.
b)     92. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. júní 2015.

Mál nr. 21, 22, 23 og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 92. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. júní 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 21: Lambhagi: Ölfusvatn: Deiliskipulag – 1502099.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 18. júní 2015 varðandi deiliskipulag frístundabyggðarinnar Lambhaga í landi Ölfusvatns. Er m.a. bent á að lóð nr. 9 er utan við svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð auk þess sem fram kemur að byggingarreitur á lóð nr. 8 þurfi að vera í a.m.k. 15 m fjarlægð frá afmörkuðum garði. 

Þá liggur einnig fyrir endurskoðaður uppdráttur þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar auk þess sem fyrir liggur ný umsögn Minjastofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð nr. 8.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag með lagfæringum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar, þ.á.m. að fella út lóð nr. 9.

Mál nr. 22: Neðra-Apavatn lóð 169317: Umsókn um byggingarleyfi: Fyrirspurn um sumarhús og gestahús – 1506041.
Fyrir liggur umsókn um leyfi til að byggja sumarhús, 120,3 m2 og gestahús 23,6 m2 úr timbri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 23: Stóra-Borg 168281: Fyrirspurn um byggingaráform: Ný vélaskemma – 1506051.
Lögð er fram fyrirspurn um að byggja nýja vélaskemmu í staðinn fyrir núverandi vélaskemmur sem standa samtengdar við norðurhlið fjárhússins. Nýtt hús verður samtengt fjárhúsinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi þegar hún kemur fram.

Mál nr. 25: 1506003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-09.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. júní 2015.

 
c)      Fundargerð 10. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 23. júní 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Grafningur og Grímsnes, byggðasaga.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun við prentun á endurbættri bók, Grafningur og Grímsnes byggðasaga, frá Bókaútgáfunni Hólum. Kostnaður við endurprentun ofl. er 2.995.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurprentun bókarinnar.

 
4.    Beiðni um styrk frá Námsefnisbankanum.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Námsefnisbankanum að fjárhæð kr. 100.000 til uppbyggingar á gagnabanka fyrir grunnskóla. Sveitarstjórn óskar eftir umsögn starfsmanna Kerhólsskóla. Málinu frestað.

 
5.        Bréf frá Félagi sumarbústaðaeigenda við 5. braut vegna áforma um breytingar á lóð nr. 6 við  5. braut.
Fyrir liggur bréf frá Félagi sumarbústaðaeigenda við 5. braut, dagsett 14. júní 2015 þar sem mótmælt er áformum um breytingar á lóð nr. 6 við  5. braut. Sveitarstjórn hefur ekki borist formlegt erindi um breytingar á lóð nr. 6 við 5. braut.

 
6.    Bréf frá Félagi lóðareigenda við Kjarrbraut vegna brunavarna í land Vaðness.
Fyrir liggur bréf frá Félagi lóðareigenda við Kjarrbraut, dagsett 23. júní 2015 þar sem skorað er á sveitarstjórn að vinna að auknum brunavörnum í landi Vaðness auk annarra sumarhúsasvæða innan sveitarfélagsins. Verið er að vinna að brunavarnaráætlun fyrir Brunavarnir Árnessýslu. Jafnframt verður tekið tillit til áhættugreiningar í sveitarfélaginu við endurskoðun aðalskipulags sem framkvæmt verður næsta vetur.

 
7.        Bréf frá Minjastofnun Íslands við viðbrögðum á athugasemd Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda í landi Ölfusvatns, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 23. júní 2015 við viðbrögðum á athugasemd Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda í landi Ölfusvatns, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 

8.        Bréf frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2016.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júní 2015 um árlegt endurmat allra fasteigna fyrir árið 2016. Fasteignamat eigna í sveitarfélaginu munu hækka um 2,6% og lóða um 3,0% á árinu 2016. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Endurbætur á Félagsheimilinu Borg.
Fyrir liggja tilboð í viðhald utanhúss á Félagsheimilinu Borg. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 29.890.000 kr. og bárust fimm tilboð í verkið. Frá Borgarhús ehf. að fjárhæð kr. 24.396.000. Faco ehf.  57.755.000 kr., Skrauthús ehf. 43.283.000 kr., Trésmiðja Sæmundar ehf. 35.000.000 kr. og Þaktækni ehf. 45.295.000 kr. Sveitarstjórn hafnar öllum tilboðum.


10.    Önnur mál.
a)          1504019 - Nesjavallavirkjun: Prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal: Framkvæmdaleyfi.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. maí sl. var afgreiðslu umsóknar um framkvæmdaleyfi Orku Náttúrunnar um  prófun á niðurdælingu upphitað vatns frá Nesjavöllum í holurnar NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal frestað þar til umsagnir Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar og Jarðskjálftavaktar Veðurstofu Íslands lægju fyrir. Er málið nú lagt fyrir að nýju þar sem allar umsagnir hafa borist.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaniðurdælingu með fyrirvara um að áður berist lagfærð gögn þar sem komið verði til móts við athugasemdir í umsögn Veðurstofu Íslands. Þá er einnig tekið undir ábendingar Umhverfisstofnunar um að ON ætti að leita allra leiða til þess að nýta þetta vatn þannig að orkunni verði ekki sóað þegar eftirspurn eftir neysluvatni minnkar.

 

Til kynningar
Vinnumálastofnun, ársskýrsla 2014.
-liggur frammi á fundinum-.
Skógrækt ríkisins, ársrit 2014.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:45

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?