Fara í efni

Sveitarstjórn

374. fundur 02. september 2015 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. ágúst 2015.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. ágúst 2015 liggur frammi á fundinum. 

 
2.      Fundargerðir.
a)      95. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. ágúst 2015.

Mál nr. 1, 2, 3, 4 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 95. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. ágúst 2015. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1504002 - Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf skipulagsráðgjafa deiliskipulags Kiðjabergs, dags. 20. ágúst 2015 þar sem farið er yfir hvernig brugðist hefur verið við athugasemdum og ábendingum sem fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 4. ágúst 2015. Jafnframt liggja fyrir lagfærð gögn. Að mestu leyti er um að ræða minniháttar lagfæringar og frekari skýringar nema að nú er gert ráð fyrir að fyrirhugað gistihús við golfskála verði fellt út.

Að mati sveitarstjórnar hafa verið gerðar lagfæringar á gögnum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar og samþykkir sveitarstjórn samhljóða deiliskipulagið að nýju með breytingum, sú helsta að ákvæði um gistihús við golfskála er fellt út.

Mál nr. 2: 1508058 - Klausturhólar lóð 49A og 49B (Heiðarimi 8 og 10): Sameining lóða.
Fyrir liggur umsókn, dags. 17. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að lóðir sem í dag heita Heiðarrimi 49A og 49B verði sameinaðar í eina lóð sem mun heita Heiðarrimi 8 skv. nýju deiliskipulagi.

Þar sem nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð, í samræmi við flestar lóðir við Heiðarrima, að þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða sameininguna.

Mál nr. 3: 1508063 - Nesjavellir lnr. 209139: Stækkun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Eflu Suðurlandi, dags. 17. ágúst 2015, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni Nesjavellir lnr. 209139 úr 14.870,6 m2 í 17.061,5 m2 samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði. Á lóðinni er í dag rekið hótel. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stækkun lóðarinnar.

Mál nr. 4: 1508010 - Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn, dags. 20. ágúst 2015 ásamt endurskoðaðri tillögu að deiliskipulagi Tjarnarvíkur (lnr 222808) þar sem tekið hefur verið tillit til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 19. ágúst s.l. Í tillögunni er gert ráð fyrir 5.000 m2 frístundahúsalóð þar sem byggja má frístundahús og aukahús og má nýtingarhlutfall að hámarki vera 0.03. Gert er ráð fyrir að mænishæð húss frá botnplötu geti verið allt að 6 m. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 15: 1508002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15-12.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2015.

 
b)     Fundargerð 25. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 27. ágúst 2015.
Lögð fram 25. fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., dags. 27. ágúst 2015. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

      1.      Ráðning starfsmanna: starfsmannamál – 150631.
Fyrir liggur minnisblað frá Pétri Inga Haraldssyni, dags. 18. Ágúst 2015 um stöðu starfsmannamála hjá embættinu og ósk um að nýr starfsmaður verði ráðinn í skjalaskráningu og meðhöndlun gagna.

Það skýtur skökku við að óskað sé eftir nýjum starfsmanni á þessum tímapunkti þar sem nú stendur yfir vinna/greining á samlegðaráhrifum skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og tæknisviði uppsveitanna. Þeirri vinnu er ekki lokið og því fráleitt að ráða nýjan starfsmann áður en þeirri vinnu lýkur. Sveitarstjórn hafnar því að ráðinn verði nýr starfsmaður við embættið að svo stöddu.

 
3.    Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.
Fyrir liggja þrjár umsóknir starfsmanna Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknirnar eru í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjóra falið að taka saman áætlaðan kostnað, frestað til næsta fundar.

 
4.    Aðgangur að Gegni, landskerfis bókasafna.
Fyrir liggur að kerfi skólabókasafnsins, er úrelt og ekki lengur hægt að fá uppfærslur á því kerfi. Aðgangur að Gegni, landskerfi bókasafna stendur bókasafninu til boða og er stofnkostnaður þess 200.000 kr. og að auki mánaðargjald sem greitt er skv. íbúafjölda og yrði um 7.500 kr. sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa aðgang að Gegni.

 
5.    N4 – Að sunnan.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sjónvarpsstöðinni N4, dags. 28. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélögin á Suðurlandi til að gera framhald á þættinum „Að sunnan“. Kostnaður sveitarfélagsins yrði 250.000 án vsk. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu.

  
6.    Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Reykjavíkurborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Sindra Má Tinnuson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.

 
7.    Drög að samningi við Hellarannsóknafélag Íslands.
Fyrir liggja drög að samningi við Hellarannsóknarfélag Íslands um faglega ráðgjöf varðandi lokun, verndun og nýtingu dropasteinshraunhella og gosmyndana á afrétti sveitarfélagsins. Málinu frestað.

 
8.    Bréf frá fræðslustjóra Árborgar, Þorsteini Hjartarsyni, vegna þjóðarsáttmála um læsi.
Fyrir liggur bréf frá fræðslustjóra Árborgar, Þorsteini Hjartarsyni, dagsett 21. ágúst 2015 þar tilgreint er hvar undirritun þjóðarsáttmála um læsi fer fram. Mennta- og menningarmálaráðaherra er í hringferð um landið til að undirrita þjóðasáttmála um læsi með fulltrúum sveitarfélaga. Sveitarstjórn felur oddvita að undirrita samkomulagið.

 
9.        Bréf frá formanni Þjónusturáðs Suðurlands, Maríu Kristjánsdóttur vegna úttektar á aðgengi fatlaðs fólks í sveitarfélögum.
Fyrir liggur bréf frá formanni Þjónusturáðs Suðurlands, Maríu Kristjánsdóttur, dagsett 19. ágúst 2015 þar sem greint er frá því að Þjónusturáðið hafi sótt um styrk til Velferðarráðuneytisins um úttekt á aðgengismálum fatlaðs fólks. Kostnaður sveitarfélagins við úttektina er kr. 180.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreint erindi.

 
10.    Fulltrúi á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015.
Tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 23. september n.k. Samþykkt er að Ingibjörg Harðardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 
11.    Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 24. og 25. september n.k. Samþykkt er samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 
12.    Staða fjárhagsáætlunar 2015.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2015.

 
13.    Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði miðvikudaginn 23. september kl. 9:00 þar sem Klausturhólaréttir eru á fundartíma sveitarstjórnar þann 16. september.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:50

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?