Fara í efni

Sveitarstjórn

377. fundur 21. október 2015 kl. 09:00 - 12:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Aðalfundur Bergrisans bs.


1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. október 2015.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. október 2015 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.
a)      Fundargerð 16. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. október 2015.

Mál nr. 2, 4, 5 og 6 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 16. fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. október 2015.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Aðventukvöld fyrir heldri borgara.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir að fá tónlistarmenn eða aðra skemmtikrafta á aðventukvöld í desember n.k. og einnig að sveitarfélagið veiti kaffi og meðlæti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við óskum æskulýðs- og menningarmálanefndar.

Mál nr. 4: Opnunartímar í líkamsræktaraðstöðu.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd skorar á sveitarstjórn að skoða þann möguleika á að breyta opnunartíma fyrir íbúa að líkamsræktaraðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Borg.

Sveitarstjórn vísar málinu til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar Borg.

  
Mál nr. 5: Brettarampur.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd skorar á sveitarstjórn að upplýsa um það hvort og/eða hvenær verði settur upp brettarampur ásamt því að útbúið verði framtíðar leiksvæði fyrir börn á Borg. Sveitarstjórn mun hafa það til hliðsjónar við vinnu endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 6: Sparkvöllur.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd skorar á sveitarstjórn að skipta um gúmmí á sparkvelli sveitarfélagsins að Borg þar sem það gúmmí sem nú er notað á völlinn geti innhaldið krabbameinsvaldandi efni. Á fundi sveitarstjórnar þann 7. október s.l. var ályktun frá stjórn Heimilis og skóla um áðurnefnt erindi vísað til Tæknisviðs Uppsveita til skoðunar. Þeirri skoðun er ekki lokið.

 
b)     Fundargerð 22. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 9. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

 
4.        Staða fjárhagsáætlunar 2015.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2015 eftir fyrstu níu mánuði ársins.

 
5.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2016 frá Stígamótum.
Fyrir liggur bréf frá Stígamótum, dagsett 7. október 2015  um fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2016.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
6.        Beiðni um styrk frá mótsstjórn Landsmóts skáta vegna Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni.
Fyrir liggur bréf frá mótsstjórn Landsmóts skáta, dagsett 9. október 2015  þar sem óskað er eftir styrk vegna Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni. Óskað er eftir að sveitarfélagið veiti styrk að fjárhæð kr. 2 millj. til kynningar á landsmótinu og að boðið verði til kvöldverðar sem áætlað er að muni kosta um 700.000 kr. Jafnframt er óskað eftir að mótsgestir fái frítt í sund á Borg og að sveitarfélagið sjái um reglulegar ferðir milli Borgar og Úlfljótsvatns. Sveitarstjórn hafnar umbeðinni styrkbeiðni en felur Herði Óla, varaoddvita að ræða við mótsstjórn.

 
7.        Beiðni um styrk frá stjórn Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórn heimsmóts skáta vegna World Scout Moot 2017 á Íslandi.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Bandalags íslenskra skáta og mótsstjórn heimsmóts skáta, dagsett 12. október 2015  þar sem óskað er eftir styrk vegna World Scout Moot 2017 á Íslandi. Óskað er eftir að sveitarfélagið veiti styrk að fjárhæð kr. 2 millj. til kynningar á heimsmótinu og að mótsgestir fái frítt í sund á Borg. Jafnfram er óskað eftir að sveitarfélagið bjóði upp á „eina með öllu“ máltíð á mótinu að fjárhæð kr. 500 á þátttakenda. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

  

8.       
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna skuldaviðmiðs sveitarfélagsins 2015.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 28. september 2015 þar sem vísað er í bréf sveitarfélagsins til eftirlitsnefndarinnar frá því í ágúst s.l. vegna ábendinga nefndarinnar um skuldaviðmið sveitarfélagsins. Eftirlitsnefndin hefur yfirfarið upplýsingar sveitarfélagsins og er niðurstaða hennar að óska ekki eftir frekari upplýsingum vegna fyrirspurnarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar, viðauka við hana og samanburðar við niðurstöðu ársreiknings 2014.
Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 9. október 2015 þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna samanburðar á fjárhagsáætlun 2014 við niðurstöðu ársreiknings 2014. Jafnframt óskar nefndin eftir að fá sent yfirlit um samþykkta viðauka við fjárhagsáætlun fjárhagsársins 2014. Sveitarstjóra falið að svara eftirlitsnefndinni.

 
10.    Tölvupóstur frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2015.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsettur 12. október 2015 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sendi nefndinni útkomuspá vegna ársins 2015. Sveitarstjóra falið að senda eftirlitsnefndinni umbeðin gögn.

 
11.    Beiðni frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við drögum að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd, dagsettur 16. október 2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við drögum að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Erindið lagt fram.

 
12.    Bréf frá Þorvaldi Garðarssyni vegna deiliskiplags í Kerbyggð.
Fyrir liggur bréf frá Þorvaldi Garðarssyni, dagsett 18. október 2015 þar sem gerð er athugasemd við áður auglýst deiliskipulag og óskað eftir að það verði auglýst að nýju vegna breyttra forsenda. Sveitarstjórn hafnar erindinu þar sem allir frestir eru liðnir.

 
13.    Bréf frá forstjóra Íbúðarlánasjóðs, Hermanni Jónassyni, þar sem sveitarfélaginu er boðið til viðræna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í sveitarfélaginu.
Fyrir liggur bréf frá forstjóra Íbúðarlánasjóðs, Hermanni Jónassyni, dagsett 8. október 2015 þar sem sveitarfélaginu er boðið til viðræna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í sveitarfélaginu. Íbúðalánasjóður á þrjár eignir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn hafnar erindinu. 

 
14.    Bréf frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Fyrir liggur bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett 12. október 2015 þar sem óskað er eftir afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun. Sveitarstjóra falið að afhenda umbeðin gögn.

 
15.    Bréf frá deildarstjóra öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, Gunnari Geir Gunnarssyni, vegna ástands gróðurs og umferðaröryggis.
Fyrir liggur bréf frá deildarstjóra öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, Gunnari Geir Gunnarssyni, dagsett 28. september 2015 vegna ástands gróðurs og umferðaröryggis. Bréfið lagt fram.

 
16.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna útgáfu á skýrslu um fasteignamat 2016.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 1. október 2015 þar sem tilkynnt er um útgáfu skýrslu um fasteignamat 2016. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
17.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingar á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
18.    Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2016 – 2030.
Fyrir liggur verklýsing, dagsett október 2015 að endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verklýsingu.

 
19.    Hæstaréttardómur nr. 22/2015, Þjóðskrá Íslands og Fljótsdalshérað gegn Landsvirkjun sf.
Fyrir liggur dómur Hæstaréttar í máli nr. 22/2015, Þjóðskrá Íslands og Fljótsdalshérað gegn Landsvirkjun sf. Dómurinn lagður fram til kynningar.

 
20.    Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu.
Fyrir liggur Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu sem samþykkt hefur verið af Héraðsnefnd Árnesinga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun.

 
21.    Önnur mál.
a)      Aðalfund Bergrisans bs.
Fyrir liggur aðalfundarboð Bergrisans bs. sem haldinn verður föstudaginn 30. október n.k. í Vík í Mýrdal. Samþykkt er að fulltrúar sveitarfélagsins verði Ingibjörg Harðardóttir og Guðmundur Ármann Pétursson.

 

  
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  498. stjórnarfundar, 02.10 2015.
Bréf frá Mennta- og menningarráðuneyti, dagsett 7. október 2015 um dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
SÍBS blaðið, 3. tbl. 31. árg. 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
 

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:40

Getum við bætt efni síðunnar?