Fara í efni

Sveitarstjórn

386. fundur 16. mars 2016 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. mars 2016.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. mars 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 8. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 16. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 9. fundar húsnefndar Félagsheimilisins Borgar, 26. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      106. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. mars 2016.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 106. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. mars 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1:1511009 - Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur bréf Áslaugar Briem og Tómasar Jónssonar, dags. 22. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir endurupptöku á ákvörðun skipulagsnefndar frá 11. febrúar s.l. um að gera ekki athugasemd við stofnun nýrrar 24.400 m2 lóðar úr landi Villingavatns 170831, Þverás 1. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 2:1603005 - Neðan-Sogsvegar 45 lnr. 169336: Norðurkot: Skipting lóðar: Deiliskipulagsbreyting.
Á fundi skipulagsnefndar 29. september 2014 var tekið fyrir erindi eigenda lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 45 lnr. 169336 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Var þá samþykkt að skipta lóðinni í tvo hluta, afmarka byggingarreiti og gera ráð fyrir aðkomu að aðliggjandi lóð. Málið fór síðan í bið en nú hefur verið unnin tillaga byggð á afgreiðslu nefndarinnar með ósk um samþykki. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Mál nr. 3: 1603007 - Ásabraut 26 lnr. 194480 og 28 lnr. 208485: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda Ásabrautar 26 og 28 í landi Ásgarðs þar sem óskað er eftir breytingu á innbyrðis lóðarmörkum lóðanna. Þar sem í vinnslu er vinna við endurskoðun deiliskipulags hverfisins í heild er ekki samþykkt að svo stöddu að fara í ofangreindar breytingar. Lóðarhöfum er bent á að hafa samband við stjórn sumarhúsafélagsins varðandi framhald málsins.

Mál nr. 4:1603010 - Nesjar 170902 (Réttarháls 1): Staðfesting á afmörkun og breyting á stærð lóðar.
Fyrir liggur beiðni eigenda og umráðenda lóðarinnar Nesjar 170902 (Réttarháls 1), dags. 20. janúar 2016 um breytta afmörkun og stærð lóðarinnar til samræmis við meðfylgjandi lóðablað. Lóðin er í dag skráð 1.200 m2 en verður 3.660 m2 eftir breytingu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á afmörkun og stærð ofangreindrar lóðar með fyrirvara um samþykki skráðra eigenda/umráðenda.

Mál nr. 5:1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi á jörðinni Hæðarenda sem nær til svæðis umhverfis núverandi fjárhús, vestan við bæjartorfu jarðarinnar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir baðlóni og að breyta notkun núverandi fjárhúsa í þjónustubyggingu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 15: 1603001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-25.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 2. mars 2016.

d)     Fundargerð 34. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.,  10. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 17. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 3. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Ferðaþjónusta fatlaðra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá útboði á akstri sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 3. febrúar s.l. Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða að sveitarfélagið sjái um framkvæmd akstursins á meðan umfang þjónustunnar er metið og í framhaldi á því verði skoðað hvaða forsendur eru útboðs.

Guðmundur Ármann Pétursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
4.        Erindi frá oddvita, Gunnari Þorgeirssyni vegna orlofsdvalar eldriborgara ár hvert.
Fyrir liggur bréf frá oddvita, Gunnari Þorgeirssyni, dagsett 11. mars 2016 þar sem lagt er til að orlofsdvöl eldri borgara sem sveitafélagið býður upp á ár hvert á Hótel Örk verði einnig boðið upp á dvöl á unaðsdögum í Stykkishólmi sem valkost á árinu 2017.

 
5.        Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni Styrktarsjóðs Sólheima um styrk vegna endurbyggingar á gamla mötuneytishúsinu að Sólheimum. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

Guðmundur Ármann Pétursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 
6.        Námsferð til Svíþjóðar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. mars 2016 þar sem sveitarstjórnarmönnum er boðið að taka þátt í námsferð til Svíþjóðar dagana 29. ágúst til 1.  september n.k. Tilgangur ferðarinnar er að kynna sér íbúalýðræði hjá sænskum sveitarfélögum en þau standa framarlega á því sviði. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson og Sigrún Jóna Jónsdóttir fari sem fulltrúar sveitarfélagsins.

 
7.        Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2015.
Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 7. mars s.l. í máli nr. 189/2015 vegna stjórnsýslukæru Björgvins Magnússonar um álagningu fasteignaskatta á Kiðjaberg 77, Grímsnes- og Grafningshreppi. Úrskurður nefndarinnar er að álögð fasteignagjöld á sumarhús að Kiðjabergi 77 eru staðfest í flokki C en fasteignagjöld á gestahús á sömu lóð skulu vera í fasteignaskattsflokki A þar sem ekki er rekstrarleyfi á gestahúsinu. Lagt fram til kynningar.

 
8.        Bréf frá Björgvini Magnússyni þar sem tilgreindar eru fjöldi áætlaðra gistinátta árið 2016 í Kiðjabergi 77.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar s.l. var afgreiðslu málsins frestað þar til úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar lægi fyrir. Þar sem úrskurður nefndarinnar staðfestir álagningu sveitarfélagsins um  fasteignskatt í flokki C fyrir allt árið á sumarhúsið að Kiðjabergi 77 verður álagning ársins 2016 í samræmi við úrskurðinn. Samþykkt samhljóða.

 
9.        Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
10.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
11.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
12.    Trúnaðarmál.
Málið er fært til bókar í trúnaðarmálabók.

  
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 170. stjórnarfundar 04.03 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 835. stjórnarfundar, 29.01 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 836. stjórnarfundar, 26.02 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?