Fara í efni

Sveitarstjórn

388. fundur 20. apríl 2016 kl. 09:00 - 12:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða við áður útsenda dagskrá

a)      Ráðning stjórnenda Kerhólsskóla. 


1.   
 Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2015 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Ólafur Gestsson, endurskoðandi Pwc og fór yfir reikninginn.  Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. apríl 2016.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. apríl 2016 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 12. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. apríl 2016.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 12. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 13. apríl 2016. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum.      16 umsóknir bárust og sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2016, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000.

 
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi FSNN                                            275.000 kr.

Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis)                                                     150.000 kr.

Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi                                     150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi                                                                         100.000 kr.

Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda                                                                      150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði                                                          50.000 kr.

Furuborgir,félag í frístundabyggð                                                                              75.000 kr.

Sumarhúsafélagið Víðihlíð                                                                                       150.000 kr.

Þristurinn-félag landeigenda við Klausturgötu A,B og C                                        150.000 kr.

Vaðlækur-félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg                                             225.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa                                                                     75.000 kr.

Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda                                                                         150.000 kr.

Frístundabyggð í Vatnsholti, efri byggð                                                                   100.000 kr.

b)     108. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 7. apríl 2016.

Mál nr. 1, 2, 3 og 11 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 108. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 7. apríl 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1603038 - Sólheimar 168279:Umsókn um byggingarleyfi: Farsímaloftnet.
Fyrir liggur umsókn um leyfi til að reisa farsímaloftnet á stálsúlu sem verður staðsett á klöpp milli Sólheimabyggðar og Sólheimavegar (354). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir farsímaloftnet á Sólheimum.

Mál nr. 2: 1508010 - Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 23. mars 2016 þar sem gerð er athugasemd við deiliskipulag frístundahúsalóðar á spildunni Tjarnarvík þar sem afmörkun skipulagssvæðisins nær ekki til allra fyrirhugaðra framkvæmda. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið með þeirri breytingu að skipulagssvæðið stækkar þannig að það nái yfir allar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í deiliskipulaginu.

Mál nr. 3: 1604002 - Minni-Bær 168264: Efnistaka í námu: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Minnibæjar lnr. 168264. Samkvæmt greinargerð sem unnin er af Landark ehf., dags. 15. mars 2016 hefur náman verið í notkun í 48 ár og búið að vinna úr henni 125.000 m3 á um 4.5 ha svæði. Er núna sótt um að taka allt að 100.000 m3 í viðbót þannig að heildarefnistaka verði 225.000 m3 á 7 ha svæði. Þar sem efnistakan er í samræmi við gildandi aðalskipulag gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við fyrirhugaða efnistök með fyrirvara um niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi ákvörðun um matsskyldu. Afgreiðslu framkvæmdaleyfis frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Mál nr. 11: 1603006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-27.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 31. mars 2016.

c)      Fundargerð 14. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 6. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


4.    Samstarfssamningur við Leikfélagið Borg.
Fyrir liggur samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og Leikfélagsins Borgar þar sem leikfélagið mun sjá um leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu ásamt því að standa fyrir leiksýningum annað hvert ár. Fjárhæð samningsins er kr. 400.000 á ári. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 
5.    Ársreikningur Laugarárslæknishéraðs.
Fyrir liggur ársreikningur 2015 fyrir Laugaráslæknishérað. Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn.

 
6.    Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Jónasi Hallgrímssyni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Ástu Sachi Jónasdóttur vegna skólaársins 2015-2016. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.

 
7.        Bréf frá Skipulagsstofnun um kostnaðarframlag vegna aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 12. apríl 2016 um kostnaðarframlag Skipulagsstofnunar vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. framlag Skipulagsstofnunar er 4.207.500 kr. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Tölvupóstur frá Guðrúnu Tryggvadóttur framkvæmdastjóra náttúrunnar.is vegna endurvinnslukorts fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra náttúrunnar.is, dags. 24. mars 2016 þar sem óskað er eftir umræðum um Endurvinnslukort fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp. Á fundinn mætti Einar Bergmundur Arnbjörnsson til að kynna endurvinnslukortið og lagði fram tilboð um aðkomu sveitarfélagsins að endurvinnslukortinu. Sveitarstjórn hafnar tilboðinu.

 
9.        Bréf frá framkvæmdarstjóra Landskerfis bókasafna hf. vegna aðalfundar félagsins þann 10. maí n.k.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Landskerfis bókasafna hf., dagsett 14. apríl 2016 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 10. maí n.k. að Katrínartúni 2 í Reykjavík. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá framkvæmdarstjóra Límtré Vírnet ehf. vegna aðalfundar félagsins þann 28. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Límtré Vírnet ehf., dagsett 14. apríl 2016 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 28. apríl n.k. í verksmiðju félagsins að Flúðum. Samþykkt er að Hörður Óli Guðmundsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. 


11.   
Bréf frá formanni Klausturhóls, félags sumarhúsaeigenda vegna aðalfundar félagsins þann 25. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá formanni Klausturhóls, félags sumarhúsaeigenda., dagsett 7. apríl 2016 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 25. apríl n.k. í Dalsmára 5 Kópavogi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Tölvupóstur frá formanni Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf. vegna aðalfundar félagsins þann 20. apríl n.k.
Fyrir liggur tölvupóstur frá formanni Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf., dags. 11. apríl 2016 um að aðalfundur félagsins verði haldinn í kvöld, miðvikudaginn 20. apríl á Kanslaranum á Hellu. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
13.    Bréf frá framkvæmdarstjóra Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. vegna aðalfundar félagsins þann 28. apríl n.k.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdarstjóra Eignarhaldsfélags Suðurlands hf., dagsett 13. apríl 2016 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 28. apríl n.k. á Hótel Selfossi. Fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinn er Ingibjörg Harðardóttir. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
14.    Tölvupóstur frá Jóni Tryggvasyni vegna bátasiglinga á suðaustur hluta Þingvallavatns.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóni Tryggvasyni, dags. 7. apríl 2016 þar sem kynntar eru fyrirhugaðar bátasiglingar á suðaustur hluta Þingvallavatns. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða starfsemi.

 
15.    Samþykktir fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs.
Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktirnar.

 
16.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsagnar á tækifærisleyfi frá Skátamót ehf.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. apríl 2016  þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á tækifærisleyfi vegna Landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
17.    Bréf frá Matvælastofnun vegna staðfestingar á landbótaáætlun fyrir Grímsnesafrétt.
Fyrir liggur bréf frá Matvælastofnun, dagsett 6. apríl 2016  þar tilkynnt er um staðfestingu á landbótaáætlun fyrir Grímsnesafrétt. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
18.    Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum á námu E22a við Stangarlæk.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 11. apríl 2016  þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum á námu E22a við Stangarlæk. Sveitarstjórn telur að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum en telur nauðsynlegt að fram komi tímasett framkvæmdaáætlun um frágang á eldra námusvæði. Þegar að niðurstaða liggur fyrir skal sótt um framkvæmdaleyfi hjá Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Uppsveita bs.

 
Fundarhlé var tekið vegna hádegisverðar kl. 12:05 – 12:25.

 
19.    Bréf frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 31. mars 2016 um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Erindið lagt fram.

 
20.    Tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á stefnu starfshóps sambandsins í úrgangsmálum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2016 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á stefnu starfshóps sambandsins í úrgangsmálum. Jafnframt liggur frammi skýrsla starfshópsins. Erindið lagt fram.

 
21.    Önnur mál.

a)             Ráðning stjórnenda Kerhólsskóla.
10 einstaklingar sóttu um stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Jóna Björg Jónsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra Kerhólsskóla og Íris Anna Steinarrsdóttir verði ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningum.

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  507. stjórnarfundar 01.04 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?