Fara í efni

Sveitarstjórn

390. fundur 18. maí 2016 kl. 09:00 - 10:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ása Valdís Árnadóttir í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Sigrúnar Jónu Jónsdóttur
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Gunnar Þorgeirsson

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. maí  2016.

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. maí 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 33. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 53. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 3.apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram , liður 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar þar sem lagt er til að fjöldi skóladaga næsta skólaár verði 179. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjölda skóladaga skólaárið 2016 til 2017.

c)      110. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. maí 2016.

Mál nr. 11, 12,  og 27 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 110. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. maí 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 1512045 – Álfabyggð Miðengi: Deiliskipulag.
Lögð fram að nýju tillaga að deiluskipulagi sem frestað var á fundi sveitarstjórnar þann 4. maí síðastliðinn. Skipulagsnefnd telur að fyrirliggjandi athugsemdir gefi ekki tilefni til breytingar á deiliskipulaginu og mælir með að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagið.

Mál nr. 12: 1604055 – Snæfoksstaðir lóð 103a.
Lögð fram umsókn Sólfríðar Guðmundsdóttur dags. 22. Apríl 2016 þar sem óskað er eftir að frístundahúsalóðinni Snæfoksstaðir lóð 103a verði breytt í íbúðarhúsalóð. Að mati nefndarinnar er ekki hægt að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð þar sem svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem frístundabyggð því leggur nefndin til að erindinu verði hafnað. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar samhljóða.

Mál nr. 14: 1604005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-29 fundur.
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2016.

 
3.        Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarp til laga um grunnskóla 675. mál.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir skyldu sveitarfélaga til að reka frístundaheimili. Í 5. grein frumvarpsins er þetta sett í lög að reka skuli frístundaheimili nauðsynlegt er að tekjur verði tryggðar til sveitarfélaganna svo þetta verkefni geti orðið að veruleika.

4.        Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Frumvarpið lagt fram.

5.        Beiðni Umhverfis og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð 673. mál.
Frumvarpið lagt fram.

6.       
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II frá Litla Hálsi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir að leyfi verði veitt en beinir því til Sýslumannsembættisins að afrit af leyfinu verði sent til sveitarfélagsins þegar það verður veitt.

7.        Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2 maí 2016.
Fyrirhugað er að skipuleggja uppbyggingu innviða og greining. Sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps verður tengiliður í þessu verkefni.

 
8.        Vorfundur Bergrisans.
Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra Árborgar fyrir hönd Bergrisans bs. um vorfund þann 31. maí næstkomandi kl. 13.30 í Ráðhúsi Árborgar. Sveitarstjórnarmenn hvattir til að sækja fundinn.

 
Til kynningar
Fundur 508 fundar stjórnar SASS.
Ársskýrsla Orlofs húsmæðra.
Minnisblað frá fundi vísindaráðs almannavarna.
Fundargerð 838. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ársyfirlit Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands.

Getum við bætt efni síðunnar?