Fara í efni

Sveitarstjórn

395. fundur 07. september 2016 kl. 11:00 - 12:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Samningur um sorphirðu.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. ágúst 2016.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 24. ágúst 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      116. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 25. ágúst 2016.

Mál nr. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 18 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 116. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 25. ágúst 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: 1608018 - Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga. Í breytingunni felst að lóðir nr. 44, 46 og 48 er sameinaðar í eina 17.432 m2 lóð fyrir verslun og þjónustu en lóðir nr. 44 og 46 er í dag íbúðarhúsalóðir. Á sameinaðri lóð er afmarkaður byggingarreitur (A) fyrir stækkun núverandi veitingahúss um 1.200 m2 (er 716,1 m2 í dag), reitur (B) fyrir allt að 600 m2 hótelbyggingu, reitur (C) fyrir allt að 600 m2 hótelbyggingu og reitur (D) fyrir allt að 120 m2 kapellu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem hún verði kynnt fyrir eigendum lóða í hverfinu.

Mál nr. 3: 1602041 - Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn.
Fyrir liggur bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dagsett 7. ágúst 2016 varðandi skilgreiningu á náttúrulaugum og baðstöðum í náttúrunni. Er bréfið m.a. viðbrögð við svörum umsækjenda deiliskipulags baðstaðar í landi Hæðarenda við fyrri umsögn Heilbrigðiseftirlitsins. Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með Umhverfisstofnun um hvernig túlka eigi lög og reglur varðandi náttúrulaugar.

Mál nr. 4: 1608019 - Kerbyggð lóðir nr. 13-23(oddatölur): Veitt byggingarleyfi: Kæra til ÚUA.
Fyrir liggur bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsett 9. ágúst 2016 þar sem kynnt er kæra vegna útgáfu byggingarleyfa fyrir hús í Kerbyggð. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Þá er lögð fram til kynningar greinargerð Óskar Sigurðssonar hrl., dagsett 22. ágúst 2016 um málið sem send var úrskurðarnefnd.

Mál nr. 5: 1607006 - Villingavatn 170831: Villingavatn 3: Stofnun lóðar.
Lögð fram að nýju umsókn dagsett 5. júlí 2016 um stofnun 70.2 ha spildu úr landi Villingavatns. Fyrir liggur samþykki eigenda og ábúenda jarðarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun spildunnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landa. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 6: 1608031 - Búrfell I: Víðibrekka og Lækjarbakki: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Víðibrekka 38, úr landi Búrfells I þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags svæðisins verði breytt á þann veg að þakhalli verði frjáls en ekki   14-60 gráður eins og gildandi skilmálar geri ráð fyrir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að auglýst verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Mælt er með að samhliða verði gerð sambærileg breyting á skilmálum frístundabyggðar úr landi Búrfells I sem nær til lóða við Nón- og Þrastarhóla.

Mál nr. 7: 1608037 - Kerhraun B 137 lnr 208923 og B 138 lnr 208924: Sameining lóða: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eiganda lóða nr. 136, 137 og 138 í Kerhrauni um hvort að sameina megi lóðir nr. 137 (5.629 m2) og 138 (6.571 m2). Sveitarstjórn hafnar erindinu með vísun í afgreiðslu sambærilegra mála undanfarin misseri. Skipulag svæðisins gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda lóða og er ekki talið æskilegt að breyta því m.t.t. lagningu og viðhaldi vega, veitna o.fl.

Mál nr. 8: 1501013 - Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggja lagfærð gögn vegna breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt í byrjun árs 2015 og bárust nokkrar athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði grenndarkynnt að nýju fyrir öllum eigendum lóða á svæðinu með þeirri breytingu að afmarkað verði svæði fyrir heimilissorpsgám.

Mál nr. 18: 1608001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-35.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. ágúst 2016.

Mál nr. 19: 1608003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-36.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. ágúst 2016.

b)     Fundargerð 7. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 23. ágúst 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 20. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 24. ágúst 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.        Starfshlutfall varaoddvita.
Fyrir liggur að starfshlutfall varaoddvita hefur verið 30%. Varaoddviti óskar eftir að starfshlutfall hans verði fellt niður frá og með 1. september 2016. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

 
4.        Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldinn á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 22. og 23. september n.k. Samþykkt er samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 
5.        Skólasel.
Fyrir liggur niðurstaða frá stjórnendum Kerhólsskóla úr könnun sem sveitarstjórn óskaði eftir að yrði gerð. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður er greinileg þörf fyrir skólasel. Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að koma með tillögur að reglum og fyrirkomulagi skólasels fyrir næsta vetur. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir frekari upplýsingum og frestar afgreiðslu málsins.

 
6.        Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 25. ágúst 2015 þar sem greint er frá því hvar og hvenær Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands verður. Ársþingin verða að Hnappavöllum í Öræfum, dagana 20. og 21. október n.k. Sveitarfélagið á tvo fulltrúa á þinginu en öllum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja þingið. Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps verða Gunnar Þorgeirsson og Guðmundur Ármann Pétursson.

 
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 31. ágúst 2016  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Hallkelshólum lóð 168512, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 2. september 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Hallkelshólum lóð 168512, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
9.        Undirskriftarlisti foreldra barna í 1. – 4. bekk Kerhólsskóla um lengingu skólasels.
Fyrir liggur undirskriftarlisti foreldra barna í 1. – 4. bekk Kerhólsskóla um lengingu skólasels. Sveitarstjórn samþykkir að skoða möguleika á lengingu með könnun meðal foreldra eins og getið er í lið 5. Málinu frestað.

 
10.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
11.    Önnur mál.

a)        Samningur um sorphirðu.
Fyrir liggur samningur milli Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar og Gámaþjónustunnar um sorphirðu í sveitarfélögunum frá 2016 til 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 
Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 174. stjórnarfundar 19.08 2016.
Bréf frá Gunnari E. Sigurbjörnssyni, tómstunda- og forvarnarfulltrúa Árborgar og Guðlaugu Ó. Svansdóttur, verkefnisstjóra Háskólafélags Suðurlands, dags. 30. ágúst 2016 vegna
ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi dagana 28.-29. september n.k.
Bréf frá Innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal og Mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni, dags. 26. ágúst 2016 þar sem grunn- og framhaldsskólar landsins eru hvattir til að efla lýðræðisvitund barna og ungmenna.

Getum við bætt efni síðunnar?