Fara í efni

Sveitarstjórn

396. fundur 21. september 2016 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. september 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. september 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 55. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 8. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     117. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. september 2016.

Mál nr. 25, 26, 27, 28, 29 og 30 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 117. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. september 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 25: 1608046 - Arnarbæli 1 168227: Grímsnesi: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Grétars Ottó Róbertssonar, dagsett 23. ágúst 2016 um stofnun lóðar utan um íbúðarhús á jörðinni Arnarbæli 1 lnr. 168227 (fastanr. 220-6666). Lóðin er 2.800 m2 að stærð og mun fá nafnið Arnarbæli 1b. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda Arnarbælis 2 á hnitsetningu lóðarmarka þar sem ekki liggur fyrir hnitsett skipting jarðanna tveggja. Þá þarf á lóðablaðinu að koma fram kvöð varðandi aðkomu að lóðinni. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 26: 1608069 - Kóngsvegur 16a, 16b og 16c: Norðurkot: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur, dagsett 25. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots og varðar lóðirnar Kóngsvegur 16a, 16b og 16c. Samkvæmt fasteignaskrá er þetta ein lóð þó svo að deiliskipulagið geri ráð fyrir að svæðinu verði skipt í 3 lóðir. Í breytingunni er verið að breyta deiliskipulaginu til samræmis við raunverulega skráningu lóðarinnar. Á lóðinni er 26,8 m2 sumarhús.

Þar sem deiliskipulagsbreytingin er gerð til samræmis við raunverulega skráningu lóðarinnar í þjóðskrá gerir sveitarstjórn ekki athugasemd við breytinguna. Er hún að mati sveitarstjórnar óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er verið að breyta byggingarreit eða byggingarmagni svæðisins.

Mál nr. 27: 1608068 - Undirhlíð 10: Gestahús: Nýbygging: Deiliskipulag: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda Undirhlíðar 10, dagsett 30. ágúst 216 um hvort að heimilt verði að byggja 46,1 m2 gestahús en skilmálar gera ráð fyrir að byggja megi 40 m2 gestahús. Búið er að samþykkja byggingu á 174,8 m2 húsi á lóðinni. Sveitarstjórn hafnar erindinu með vísun í ákvæði aðalskipulags um að hámarksstærð aukahúsa á frístundahúsalóðum geti verið 40 m2, eins og skilmálar deiliskipulagsins gera ráð fyrir.

Mál nr. 28: 1608073 - Snæfoksstaðir lóð 169675: Aukahús: Deiliskipulag: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn frá Guðlaugu S. Ásgeirsdóttur um hvort að heimilt verði að byggja um 40 m2 geymslu á lóðinni Þrívörðuhraun 34 í landi Snæfoksstaða fyrir golfbíl og gufubað. Á lóðinni er fyrir 68,2 m2 frístundahús og 14,4 m2 geymsla. Samkvæmt gildandi skilmálum er gert ráð fyrir að á hverri lóð megi reisa eitt hús ásamt útihúsi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að skilmálum svæðisins verði breytt á þann veg að á hverri lóð megi byggja tvö aukahús allt að 40 m2 auk frístundahúss, en eingöngu annað aukahúsið má vera íveruhús. Nýtingarhlutfall svæðisins breytist ekki. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigenda Snæfoksstaða.

Mál nr. 29: 1609007 - Snæfoksstaðir 168278: Loftnetslóð: Stofnun nýrrar lóðar.
Fyrir liggur umsókn Skógræktarfélags Árnesinga, dagsett 30. ágúst 2016 um stofnun 600 m2 lóðar fyrir tengihús. Gert er ráð fyrir að á lóðinni megi byggja lágreist tengihúss auk allt að 25 m masturs. Að mati sveitarstjórnar er forsenda byggingar tækjahúss og allt að 25 masturs að auglýst verði deiliskipulag fyrir svæðið.

Mál nr. 30: 1608005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-37.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 31. ágúst 2016.

c)      Fundargerð 38. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 8. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 16. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 6. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 8. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 7. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 25. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 5. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Skólasel.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. var afgreiðslu málsins frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Fyrir liggur niðurstaða könnunar meðal foreldra en þar kemur fram að á miðvikudögum eru 10 börn sem óska eftir skólaseli og á föstudögum 4 börn.  Á þriðjudögum og fimmtudögum var aðeins ein umsókn.  Samþykkt er að leita leiða til að starfrækja skólasel á miðvikudögum og föstudögum. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni til að sinna verkefninu og koma með kostnaðaráætlun vegna mögulegs auka aksturs.

 
4.        Undirskriftarlisti foreldra barna í 1. – 4. bekk Kerhólsskóla um lengingu skólasels.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. september s.l. var afgreiðslu málsins frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Unnið er að lausn málsins sbr. lið 3.

 
5.        Fulltrúi á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 2016.
Fyrir liggur að tilnefna þurfi fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í dag, 21. september. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 
6.        Fulltrúi á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016.
Fyrir liggur að tilnefna þurfi fulltrúa sveitarfélagsins á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður í dag, 21. september. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. september 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 4, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 20, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. september 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Þóroddsstöðum lóð 20, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
9.        Greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl., í Héraðsdómsmáli nr.  /2016, Lárus Helgason gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl., í Héraðsdómsmáli nr.  /2016, Lárus Helgason gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Greinargerðin lögð fram til kynningar.

 
10.    Hliðmál á Sogsbökkum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. ágúst 2014 var eftirfarandi bókun gerð:

„Fyrir liggur bréf frá Jónasi Erni Jónassyni hdl. f.h. félags landeigenda á Sogsbökkum, dagsett 26. júlí 2014, þar sem óskað er eftir endurupptöku á samþykkt sveitarstjórnar, dags. 2. september 2013 þar sem heimilt er að setja niður hlið við aðkomu að Fljótsbakka. Þar sem fyrir liggur að ekki er samkomulag milli landeigenda á svæðinu felst sveitarfélagið ekki á að neitt hlið sé á svæðinu þar til samkomulag allra landeigenda hefur náðst um staðsetningu hliðs“.

Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar frá 2014 hefur verið ítrekuð beiðni lóðarhafa um að hliðið verði fjarlægt og komið upp einu sameiginlegu hliði. Afstaða sveitarstjórnar er að þar sem ágreiningur er um hlið á svæðinu, bæði um uppsetningu og staðsetningu. Ekkert er getið um læst hlið eða aðgengi í skipulagsskilmálum svæðisins, ekki frekar en í öðrum frístundahverfum. Þá telst vegur inn í hverfið vera einkavegur í skilningi 11. gr. vegalaga nr. 80, 2007. Eigendur viðkomandi vegar hafa því veghald hans samkvæmt 2. mgr. 13. gr. sömu laga.

Frístundahverfin að Sogsbakka og Fljótsbakka falla undir ákvæði laga nr. 75, 2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Samkvæmt III. kafla laganna er eigendum og umráðamönnum lóða skylt að hafa með sér félagsskap um sameiginlega hagsmuni með svipuðum hætti og gildir um fjöleignarhús. Félagið á að fjalla um sameiginlega hagsmuni, svo sem lagningu og viðhald akvega og göngustíga að og innan svæðis, gerð og rekstur á sameiginlegum svæðum í frístundabyggðinni, svo sem leiksvæðum og bílastæðum, o.fl., sbr. 19. gr. laganna. Undir þetta falla einnig málefni varðandi aðgang að svæðinu.

Það heyrir því undir eigendur og umráðamenn viðkomandi lóða að taka ákvörðun um aðgengi að frístundasvæðunum. Sé aðgengi sameiginlegt að tveimur eða fleiri svæðum þurfa viðkomandi félög um ná saman um það. Sé uppi ágreiningur milli viðkomandi félaga eða einstakra lóðareigenda eða umráðamanna um staðsetningu á hliði eða hliðum hefur sveitarstjórn engar heimildir að lögum til afskipta, enda er sveitarfélagið ekki veghaldari og skipulagsskilmálar kveða ekki á um hlið eða læst aðgengi. Þá er það ekki hlutverk sveitarstjórnar að taka efnislega afstöðu í slíkum ágreiningi. Hlutaðeigendur verða einfaldlega að leysa slíkan ágreining til lykta sín í millum eftir þeim leiðum sem færar eru í slíkum einkaréttarlegum ágreiningi og þá eftir atvikum fyrir dómstólum.

  

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  247. stjórnarfundar 06.09 2016.
SASS.  Fundargerð  511. stjórnarfundar 02.09 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 842. stjórnarfundar, 02.09 2016.
Vottunarstofan Tún. Fundargerð aðalfundar, 26.09 2016.
Vottunarstofan Tún ehf., ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Vottunarstofan Tún ehf., ársreikningur 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Þjóðskrá Íslands, ársskýrsla 2015.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?