Fara í efni

Sveitarstjórn

397. fundur 05. október 2016 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Ljósleiðari í Grímsnes og Grafningshreppi.

 

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. september 2016.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. september 2016 liggur frammi á fundinum.

  
2.      Fundargerðir.

a)      118. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. september 2016.

Mál nr. 6 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 118. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. september 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: 1609026 - Stóra-Borg 168281: Umsókn um byggingarleyfi: Vélageymsla.
Sótt er um leyfi til að rífa mhl 15, 16 og 17 (véla/verkfærageymsla, fjárhús) sem er áfast mhl 08 og byggja vélageymslu á sama stað. Stærð vélageymslu er 15x20m.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna teikningarnar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir hagsmunaaðilum á bæjartorfunni.

Mál nr. 14: 1609003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-38.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. september 2016.

 b)     Fundargerð 9. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 20. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 10. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 28. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 177. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 21. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð fagráðs Listasafns Árnesinga, 19. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn hvetur til þess að fundargerðir berist jafnóðum.

f)       Fundargerð fagráðs Listasafns Árnesinga, 18. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð fagráðs Listasafns Árnesinga, 23. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Staða fjárhagsáætlunar 2016.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2016 eftir fyrstu níu mánuði ársins.

 
4.        Snjómokstur.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar vegna snjómoksturs í samstarfi við Vegagerðina. Sveitarstjórn samþykkir að semja við lægst bjóðendur.

 
5.        Kjörskrá og kjörfundur.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er lögð fram og yfirfarin.  Á kjörskrá eru 328 aðilar, 180 karlar og 148 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 29. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 29. október n.k.         

Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna kosninga til Alþingis þann 29. október n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.   Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

 
6.        Erindi frá sjónvarpsstöðinni N4 vegna þáttanna „Að sunnan“.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmda- og framleiðslustjóra N4, dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 250.000 til framleiðslu á 12 þátta seríu „Að sunnan“. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 

 
7.        Samantekt á frístundastarfi og tómstundastyrk.
Fyrir liggur samantekt á frístundastarfi og tómstundastyrk frá Gerði Dýrfjörð, tómstunda- og félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.

 
8.        Bréf frá stjórn Félags landeigenda í Hesti og Félags sumarhúsaeigenda í Kiðjabergi.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Félags landeigenda í Hesti og Félags sumarhúsaeigenda í Kiðjabergi, dagsett 15. september 2016 um áhyggjur þeirra af því að framkvæmdir séu langt á eftir áætlun. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi og byggingarleyfis fyrir Kerbyggð.
Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. maí 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Kerbyggð í landi Seyðishóla og ákvörðun byggingarfulltrúa sveitarfélagsins frá 18. maí 2016 um að samþykkja sex byggingarleyfi fyrir orlofshús í Kerbyggð. Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kærenda var hafnað. Lagt fram til kynningar.

 
10.    Önnur mál.

a)      Ljósleiðari í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Þriðjudaginn 4. október var haldinn fundur að Aratungu þar sem fulltrúum Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps var kynnt frumhönnun að ljósleiðarakerfi fyrir heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélögunum þremur. Í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES er mikilvægt að kanna, áður en lengra er haldið:  áform fjarskiptafélaga um uppbyggingu á ljósleiðarakerfi á svæðinu á markaðsforsendum næstu árin. Áhuga þeirra á að komu að uppbyggingu slíks kerfis með stuðningi frá opinberum aðilum svo og kalla eftir upplýsingum um fjarskiptainnviði sem nú þegar kunna að vera á svæðinu og gætu nýst til slíkrar uppbyggingar.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir þessum upplýsingum, í samráði við Hrunamannahrepp og Bláskógabyggð, með auglýsingu í fjölmiðli sem er með útbreiðslu um allt land.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  248. stjórnarfundar 28.09 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?