Fara í efni

Sveitarstjórn

398. fundur 19. október 2016 kl. 09:00 - 10:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. október 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. október 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 35. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 36. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. júní 2016.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 36. Fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 14. júní 2016.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Borg í sveit – samantekt..
Fyrir liggur að umfang viðburðarins „Borg í sveit“ hefur aukist verulega milli ára. Atvinnumálanefnd falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi undirbúnings að „Borg í sveit 2017“.

c)      119. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. október 2016.

Mál nr. 1, 2, 3 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 119. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 13. október 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1610003 - Minni-Borg land 199953: 2 nýjar lóðir: Stofnun lóða.
Fyrir liggur umsókn Arion banka hf., dags. 26. september 2016 um stofnun tveggja lóða úr landi Minni-Borgar lnr. 199953. Eru lóðirnar merktar G og E á meðfylgjandi uppdrætti. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna þegar lagfærð gögn hafa borist. Bent er á að ekki verður hægt að byggja á lóðunum nema að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 2: 1610006 - Brjánsstaðir 168223: Leyndarholt: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Bergs Guðmundssonar, dags. 6. október 2016 um stofnun 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða lnr. 168233 og óskað eftir að hún fái heitið Leyndarholt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 3: 1609050 - Borgarbraut 20: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn um leyfi til að byggja við íbúðarhús 56,6 m2 og 322,2 m3. Heildarstærð eftir stækkun er 236 m2 og 914,2 m3. Samkvæmt afstöðumynd fer viðbygging út fyrir byggingarreit skv. deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar eru um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarð eða innsýn. Sveitarstjórn gerir því ekki athugasemdir við fyrirhugaða umsókn og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Mál nr. 14: 1610001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-39.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. október 2016.

d)     Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),   11. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Bréf frá Guðjóni Kjartanssyni og Aniku Baecker þar sem óskað er eftir að veittur verði systkinaafsláttur í skólaseli.
Fyrir liggur bréf frá Guðjóni Kjartanssyni og Aniku Baecker, dagsett 14. október 2016 þar sem óskað er eftir að veittur verði systkinaafsláttur í skólaseli. Unnið er að útfærslu skólasels fyrir komandi ár og er það í höndum fræðslunefndar. Varðandi gjaldtöku skólasels þetta skólaár verður ekki um systkinaafslátt að ræða.

 
4.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Eyvíkurvegar af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 6. október 2016 til eigenda að Eyvík 2 þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Eyvíkurvegar af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
5.        Bréf frá Innanríkisráðuneyti um form og efni viðauka við fjárhagsáætlanir.
Fyrir liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 3. október 2016 þar sem tilefni bréfsins er að skerpa á verklagi sveitarfélaga við gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
6.        Beiðni um styrk frá Reykjavíkur Akademíunni vegna málþingsins „Fjölmiðlun í almannaþágu“.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Reykjavíkur Akademíunni að fjárhæð kr. 10.000 – 15.000 til þess að greiða fyrir kostnað við upptöku og textun fyrirlestrana á málþinginu „Fjölmiðlun í almannaþágu“. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
7.        Beiðni um styrk við Snorraverkefnið sumarið 2017.
Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóð um styrk til Snorraverkefnisins sumarið 2017 þar sem markmið verkefnisins er að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður – Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni. Sveitarstjórn hafnar erindinu

 
8.        Næstu fundir sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næstu tveir fundir frestist um viku þar sem fimm miðvikudagar eru í nóvember. Næsti fundur sveitarstjórnar verður því miðvikudaginn 9. nóvember og þar næsti fundur miðvikudaginn 23. nóvember. Báðir fundirnir hefjast kl. 9:00.

  

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 175. stjórnarfundar 30.09 2016.
SASS.  Fundargerð  512. stjórnarfundar 30.09 2016.
Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 06.10 2016 um útgáfu landsskipulagstefnu ásamt prentuðu eintaki af landsskipulagsstefnunni.
-liggur frammi á fundinum-.
SÍBS blaðið, 3. tbl. 32. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?