Fara í efni

Sveitarstjórn

399. fundur 09. nóvember 2016 kl. 09:00 - 10:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. október 2016.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. október 2016 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 56. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 120. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. október 2016.

Mál nr. 1, 2, 3 og 12 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 120. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. október 2016. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1602016 - Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag.
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóða á spildu úr landi Bíldsfells, land sem heitir Bíldsfell 6 land 5. Tillagan var auglýst 1. september 2016 með athugasemdafresti til 14. október. Nokkrar athugasemdir bárust sem að meginefni varða vegtengingu við spildur sunnan við deiliskipulagssvæðið. Þá liggur einnig fyrir umsögn umsækjenda um athugasemdirnar. Að mati sveitarstjórnar er ekki hægt að samþykkja deiliskipulagið nema að gert sé ráð fyrir tengingu við núverandi vegslóða að spildum suðaustan deiliskipulagssvæðisins, þrátt fyrir að í eldri landsskiptum sé gert ráð fyrir að aðkomu að spildum á svæðinu meðfram landamerkjum við Bíldsfell. Þá þarf einnig að gera ráð fyrir aðkomu að spildu suðvestan skipulagssvæðisins. Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjenda.

 
 

Mál nr. 2: 1610025 - Hvítárbraut 19c lnr 221345: Aukið byggingarmagn á lóð: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn, dags. 18. október 2016 um heimild til að byggja 8,5 m2 gufubað á lóðinni Hvítárbraut 19c í Vaðnesi. Lóðin er 21.860 m2 á stærð og er frístundahús í byggingu á lóðinni. Með gufubaði fer nýtingarhlutfall lóðarinnar upp í 0.0304. Að mati sveitarstjórnar er um að ræða svo óverulegt frávik að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn gerir því ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

Mál nr. 3: 1610029 - Þórs-, Óðins- og Herjólfsstígur: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til hluta Þórs-, Óðins- og Herjólfsstígs í landi Ásgarðs. Um er að ræða breytingu á hnitsettri afmörkun 6 lóða til samræmis við raunverulega legu þeirra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna breytinguna fyrir eigendum lóða sem breytast skv. 44. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 12: 1610003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-40.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. október 2016.

c)      Fundargerð 39. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 27. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 18. október 2016.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram aðalfundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, 18. október 2016.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun 2017.
Fyrir liggur áætlun næsta fjárhagsárs fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Hlutur Grímsnes- og Grafningshrepps í skólaþjónustunni er áætlaður 2.922.000 kr. fyrir árið 2017 og í velferðarþjónustunni er hlutur sveitarfélagsins áætlaður 1.171.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun og gert verður ráð fyrir þessum fjárhæðum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

e)      Fundargerð 4. fundar ferðamálaráðs uppsveitanna, 20. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 9. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 11. og 12. október 2016.

Mál nr. 9 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð 9. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 11. og 12. október 2016.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Fjárhagsáætlun 2017.
Fyrir liggur áætlun næsta fjárhagsárs fyrir Héraðsnefnd Árnesinga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun og gert verður ráð fyrir hlut sveitarfélagins við gerð fjárhagsáætlunar.

g)      Fundargerð 26. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 4. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 21. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Brennu- og skoteldaleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Hjálparsveitinni Tintron um brennu- og skoteldaleyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu á Borg þann 31. desember n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita brennu- og skoteldaleyfi.

 
4.        Beiðni um rekstrarstyrk vegna rekstrarársins 2017 frá Stígamótum.
Fyrir liggur bréf frá Stígamótum, dagsett 10. október 2016  um fjárstyrk til reksturs samtakanna á árinu 2017.  Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir alþjóðlegt skátamót að Úlfljótsvatni dagana 25. júlí til 4. ágúst 2017.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. október 2016 um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir alþjóðlegt skátamót að Úlfljótsvatni dagana 25. júlí til 4. ágúst 2017. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
6.        Bréf frá Forsætisráðuneyti þar sem tilkynnt er að eignarheimildum á fasteignina „Landsvæði norðan Grímsnesafréttar, landnúmer 223943“ hafi verið þinglýst.
Fyrir liggur bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 28. október 2016 þar sem tilkynnt er að eignarheimildum á fasteignina „Landsvæði norðan Grímsnesafréttar, landnúmer 223943“ hafi verið þinglýst. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Bréf frá Forsætisráðuneyti þar sem tilkynnt er að eignarheimildum á fasteignina „Grímsnesafréttur, landnúmer 224194“ hafi verið þinglýst.
Fyrir liggur bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 28. október 2016 þar sem tilkynnt er að eignarheimildum á fasteignina „Grímsnesafréttur, landnúmer 224194“ hafi verið þinglýst. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undanþágu frá íbúafjölda þjónustusvæðis í málaflokki fatlaðs fólks.
Fyrir liggur umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. október 2016 vegna undanþágu frá íbúafjölda þjónustusvæðis í málaflokki fatlaðs fólks. Umsögnin lögð fram til kynningar.

  
9.        Bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur f.h. ráðgjafateymis Uppbyggingarsjóðs Suðurlands þar sem úthlutunarreglur sjóðsins eru kynntar og óskað eftir að þær verði sérstaklega kynntar ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Fyrir liggur bréf frá Guðlaugu Ósk Svansdóttur f.h. ráðgjafateymis Uppbyggingarsjóðs Suðurlands, dagsett 26. október 2016 þar sem þar sem úthlutunarreglur sjóðsins eru kynntar og óskað eftir að þær verði sérstaklega kynntar ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni þar sem óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016.
Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni, dags. 2. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá forstjóra Þjóðskrár Íslands, Margréti Hauksdóttur þar sem kynnt er skýrsla um fasteignamat 2017.
Fyrir liggur bréf frá forstjóra Þjóðskrár Íslands, Margréti Hauksdóttur, dagsett 26. október 2016 þar sem kynnt er skýrsla um fasteignamat 2017. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Beiðni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um umsögn á drögum að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Birt hafa verið inn á heimasíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins drög að nýrri reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Reglugerðin lögð fram til kynningar.

 
13.    Héraðsdómur Suðurlands, dómur nr. E202/2016, Edda Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Birgisson, Úlfhildur Stefánsdóttir, Leifur Þór Ragnarsson, Ingólfur Andrason, Sigurður Gíslason og Lovísa María Erlendsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi og Velferðarþjónustu Árnesþings.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Suðurlands frá 3. nóvember s.l. í máli nr. E202/2016, Edda Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Birgisson, Úlfhildur Stefánsdóttir, Leifur Þór Ragnarsson, Ingólfur Andrason, Sigurður Gíslason og Lovísa María Erlendsdóttir gegn Grímsnes- og Grafningshreppi og Velferðarþjónustu Árnesþings. Dómkröfur stefnenda eru að felldar verði úr gildi stjórnvalsákvarðanir stefndu um að hver stefnandi fyrir sig fengi allt að 120 ferðir á mánuði með ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að óheimilt hafi verið að synja beiðnum um ferðaþjónustu innan byggðahverfisins Sólheima. Þann 20. mars 2013 samþykkti sveitarstjórn samhljóða samræmdar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks fyrir Velferðarþjónustu Árnesþings. Kröfum stefnenda var vísað frá dómi og felldar úr gildi stjórnvaldsákvarðanir stefndu. Að auki er stefndu gert að greiða hverjum stefnenda 500.000 kr. í miskabætur og 100.000 kr. í málskostnað. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til Hæstaréttar. Guðmundur Ármann Pétursson vék sæti við afgreiðslu málsins.

 
14.    Ferðaskýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna námsferðar til Svíþjóðar dagana 29. ágúst til 1. september 2016.
Fyrir liggur ferðaskýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna námsferðar sambandsins til Svíþjóðar dagana 29. ágúst til 1. september 2016. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  249. stjórnarfundar 19.10 2016.
SASS.  Fundargerð  513. stjórnarfundar 19.10 2016.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 843. stjórnarfundar, 28.10 2016.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð 1. stjórnarfundar, 02.05 2016.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð 2. stjórnarfundar, 05.09 2016.
Markaðsstofa Suðurlands. Fundargerð 3. stjórnarfundar, 03.10 2016.
Uppeldi & forvarnir, tímarit Foreldrahúss/Vímulausrar æsku, 1. tbl. október, 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?