Fara í efni

Sveitarstjórn

404. fundur 01. febrúar 2017 kl. 09:00 - 12:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Jón Örn Ingileifsson í fjarveru Guðmundar Ármanns Péturssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Næsti fundur sveitarstjórnar.

 

 
1.    Hellarannsóknafélag Íslands.
Á fundinn komu Árni B. Stefánsson og Guðmundur Þorsteinsson frá Hellarannsóknafélagi Íslands og sögðu frá lokun hellisins TJO 17 á afréttarlandi í Grímsnes- og Grafningshrepps.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. janúar 2017.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. janúar 2017 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 126. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. janúar 2017.

Mál nr. 8, 9, 10, 11 og 21 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 126. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 26. janúar 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: 1701032 - Nesjar lnr. 170901: Réttarháls 2: Breytt stærð og skráning lóðar.
Fyrir liggur umsókn eigenda jarðarinnar Nesjar, dags. 16. janúar 2017 um breytingu á stærð lóðarinnar Nesjar 170901. Lóðin er í fasteignaskrá skráð 1.000 m2 en er skv. meðfylgjandi lóðablaði 2.582 m2. Lóðin mun þá einnig fá heitið Réttarháls 2. Þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við breytta afmörkun og stærð lóðarinnar.

  

Mál nr. 9: 1701054 - Árvegur 44 lnr 224430: Breytt staðsetning á byggingarreit: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Árvegur 44 úr landi Kringlu um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að byggingarreitur lóðarinnar breytist þannig að hann verði 100 m frá Brúará. Er beiðnin í samræmi við sambærilega breytingu sem gerð var á lóðum við sama veg. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir samhljóða breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Mál nr. 10: 1701052 - Árvegur 44 lnr 224430: Breyting á þakhalla: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda lóðarinnar Árvegur 44, dags. 19. janúar 2017 um að heimilt verði að byggja hús á lóðinni með minni þakhalla (7 gráður) en gildandi skipulag gerir ráð fyrir, þ.e. 14-60 gráður. Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir samhljóða að þakhalli verði á bilinu 0-60 gráður skv. 2. mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir öðrum lóðarhöfum á svæðinu.

Mál nr. 11: 1701041 - Kerið 1 lnr 172724: Stækkun bílastæðasvæðis: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Kerfélagsins ehf., dags. 17. janúar 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæðis við Kerið í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Sveitarstjórn telur að áður en farið er í frekari framkvæmdir á svæðinu þurfi að liggja fyrir heildarskipulag af svæðinu. Fyrir liggur að framkvæmdir við stækkun bílastæðisins eru hafnar án leyfis þó svo að forsendur fyrir slíkri framkvæmd sé umsögn Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.

Mál nr. 21: 1701003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 16-46.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. janúar 2017.

b)     Fundargerð 12. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 17. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 2. fundar starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, 16. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.        Bréf frá leikskóladeild Kerhólsskóla þar sem sveitarstjórn er boðið í heimsókn þann 6. febrúar n.k. á degi leikskólans.
Fyrir liggur bréf frá forsvarsmönnum leikskóladeildar Kerhólsskóla, dagsett 24. janúar 2017 þar sem sveitarstjórn er boðið í heimsókn þann 6. febrúar n.k. á degi leikskólans. Boðsbréfið lagt fram til kynningar.


5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 25. janúar 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn mælir ekki með að rekstur minniháttar gistiheimila sé starfrækt í skipulagðri frístundabyggð.

  
6.        Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir athugasemdum og/eða umsögn við drögum að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dagsett 19. janúar 2017 þar sem óskað er eftir athugasemdum og/eða umsögn við drögum að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við reglugerðardrögin.

 
7.        Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með áætlun um að kurluðu dekkjagúmmí verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Vali Rafni Halldórssyni sérfræðingi á rekstrar- og útgáfusviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. janúar 2017 þar sem sagt er frá því að Umhverfis- og auðlindarráðuneytið hafi gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmí verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Jafnframt er lögð fram áætlunin og tillaga og skilagrein starfshóps sem vann að áætluninni. Lagt fram til kynningar.

 
8.        Afrit af bréfi Björns Jónssonar hrl. til Creditinfo ehf. vegna fyrirhugaðrar skráningar á vanskilaskrá vegna fasteignagjalda á Undirhlíð 36, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Birni Jónssyni hrl. til Creditinfo ehf., dagsett 20. janúar 2017 vegna fyrirhugaðrar skráningar á vanskilaskrá vegna fasteignagjalda á Undirhlíð 36, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.    Snjómokstur.
Sveitarstjórn beinir því til Vegagerðarinnar að verktakar fari eftir útboðsreglum við snjómokstur á Biskupstungnabraut og Sólheimahring. Í ljósi umferðaröryggis er nauðsynlegt að þessu sé vel sinnt.

 
10.    Laun sveitarstjórnar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember s.l. samþykkti sveitarstjórn samhljóða að laun sveitarstjórnar yrðu óbreytt, þ.e. frá 1. júní 2016 þar til Alþingi Íslands hefur fjallað um úrskurð Kjararáðs. Ljóst er að Alþingi muni ekki breyta niðurstöðu Kjararáðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun sveitarstjórnar verði 65.000 kr. á mánuði og að launin verði tengd launavísitölu Hagstofu Íslands til hækkunar um hver áramót.

 
11.    Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn kom Pétur H. Jónsson, skipulagsarkitekt og fór yfir stöðu mála á endurskoðun aðalskipulagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vinnufundur sveitarstjórnar vegna endurskoðunar aðalskipulags verði miðvikudaginn 15. febrúar n.k. kl. 13:00.

 
12.    Önnur mál.

a)      Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar þann 15. febrúar n.k. hefjist kl. 11:00 í stað 9:00. 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  252. stjórnarfundar 19.01 2017.
Fundargerð 179. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 24. janúar 2017.
U.M.F. Hvöt, ársreikningur 2015.
Íþróttafélagið Gnýr, ársskýrsla um leikjanámskeið sumarið 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?