Fara í efni

Sveitarstjórn

405. fundur 15. febrúar 2017 kl. 11:00 - 12:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. febrúar 2017.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. febrúar 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 58. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 17. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 127. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 9. febrúar 2017.

Mál nr. 12, 13, 14, 15, 22 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 127. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 9. febrúar 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 12: 1701063 - Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur): Bjarnastaðir 1: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn, dags. 26. janúar 2017 um breytingu á deiliskipulagi svæðis sem kallast Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða. Óskað er eftir að lóðirnar verði skilgreindar sem smábýli í stað þess að vera frístundahúsalóðir en flestar lóðirnar eru um 10 ha og þær minnstu um 2,5 ha. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 300 m2 íbúðarhús, allt að 100 m2 bílageymslu/aðstöðuhús og allt að 200 m2 hesthús. Í gildandi aðalskipulagi kemur fram að hverfi smábýla skuli skilgreina sem íbúðarsvæði og telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingu á aðalskipulagi svæðisins áður en deiliskipulaginu er breytt.

Mál nr. 13: 1610029 - Þórs-, Óðins- og Herjólfsstígur: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Þórsstíg, Herjólfsstíg og Óðinsstíg í landi Ásgarðs. Tillagan var kynnt með bréfi, dags. 28. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 10. janúar 2017. Athugasemdabréf bárust frá eigendum þriggja lóða þar sem því er m.a. mótmælt að verið sé að minnka lóðir án bóta.

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með lögfræðingi sveitarfélagsins.

Mál nr. 14: 1611047 - Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem varðar Kóngsveg 21 og 21a og Farbraut 5 úr landi Norðurkots. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi, dags. 29. desember 2016 með athugasemdafrest til 27. janúar 2017. Athugasemd barst frá eigendum lóðarinnar við Kóngsveg 21. Sveitarstjórn hafnar breytingu á deiliskipulagi í ljósi innkominna athugasemda.

Mál nr. 15: 1701067 - Hagi 2 lnr 168246: Hagi 2 vélageymsla: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Kjartans Helgasonar, dags. 21. janúar 2017 um stofnun 295,7 m2 lóðar utan um véla- og verkfærageymslu úr landi Haga 2 lnr. 168246. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar auk samþykkis meðeigenda. Sveitarstjórn samþykir samhljóða stofnun lóðarinnar og gerir ekki athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Hörður Óli Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 22: 1702011 - Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi Ölfuss: Hveradalir, Raufarhólshellir og Innstidalur Umsagnarbeiðni.
Lagðar fram til kynningar skipulagsáætlanir sem auglýstar hafa verið af Sveitarfélaginu Ölfus nýlega og sendar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættinu til kynningar. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag sem nær yfir land Skíðaskálans í Hveradölum, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag sem nær til svæðis við Raufarhólshelli og að lokum lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna afþreyingar og ferðamannasvæðis í Innstadal. Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 23: 1701005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-47.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2017.

c)      Fundargerð 28. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 20. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Samningur um innheimtu.
Fyrir liggja drög að nýjum samningi um innheimtuþjónustu við innheimtu fyrirtækin Motus ehf. og Lögheimtuna  ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi draga.

 
4.        Ársreikningur Laugarárslæknishéraðs.
Fyrir liggur ársreikningur 2016 fyrir Laugaráslæknishérað. Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. febrúar 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.

 
6.        Bréf frá Ástríði Jóhannesdóttur, sviðsstjóra Þjóðskrár Íslands vegna endurmats á vatnsréttindum við Sogið og jarðhitahlunnindum Nesjavalla.
Fyrir liggur bréf frá Ástríði Jóhannesdóttur sviðsstjóra Þjóðskrár Íslands, dagsett 2. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum vegna beiðni sveitarstjórnar um endurmat á vatnsréttindum við Sogið og jarðhitahlunnindum Nesjavalla. Sveitarstjóra og oddvita falið að afla frekari gagna og senda til Þjóðskrár Íslands.

 
7.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eiganda Hæðarbrúnar þar sem tilkynnt er um afturköllun fyrri ákvörðunar um niðurfellingu Hæðarbrúnarvegar nr. 3804 af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 19. desember 2016 til eigenda Hæðarbrúnar þar sem tilkynnt er um afturköllun á niðurfellingu Hæðarbrúnarvegar nr. 3804 af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Afrit af bréfi frá Vegagerðinni til eigenda Eyvíkur 2 þar sem tilkynnt er um afturköllun fyrri ákvörðunar um niðurfellingu Eyvíkurvegar nr. 3767 af vegaskrá.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Vegagerðinni, dagsett 19. desember 2016 til eigenda Eyvíkur 2 þar sem tilkynnt er um afturköllun á niðurfellingu Eyvíkurvegar nr. 3767 af vegaskrá. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.    Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 24. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett 10. febrúar 2017 þar sem tilgreint er að  aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 24. mars n.k. og óskað eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara.

 
10.    Bréf frá Mennta- og menningarráðuneytinu vegna innleiðingar á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.
Fyrir liggur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 7. febrúar 2017 þar sem áréttað er að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A – D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Þorgeiri Pálssyni framkvæmdastjóra Thorp ehf. þar sem boðin er aðstoð við stefnumótun í ferðaþjónustu.
Fyrir liggur bréf frá Þorgeiri Pálssyni framkvæmdastjóra Thorp ehf. þar sem boðin er aðstoð við stefnumótun í ferðaþjónustu sem byggir á vinnufundum, greiningu, mótun stefnu og mótun aðgerða. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, 128. mál.
Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að umsögn um málið og senda til sveitarstjórnar til staðfestingar.

 
13.    Tölvupóstur frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar við drögum að reglugerð um útlendingamál.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Innanríkisráðuneytinu, dags. 6. febrúar 2017 þar sem óskað er umsagnar við drögum að reglugerð um útlendingamál. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við reglugerðardrögin.

 
14.    Tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfus vegna breytinga á aðalskipulagi Ölfuss.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Ó. Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 2. febrúar 2017 þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem nær yfir land Skíðaskálans í Hveradölum, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem nær til svæðis við Raufarhólshelli og að lokum lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna afþreyingar og ferðamannasvæðis í Innstadal. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingar.

 
15.    Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Málinu frestað til næsta fundar.

 

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 177. stjórnarfundar 03.02 2017.
SASS.  Fundargerð  516. stjórnarfundar 03.02 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 846. stjórnarfundar, 27.01 2017.
Tölvupóstur frá Jóni A. Bergsveinssyni kynningarfulltrúa UMFÍ, dags. 07.02 2017 þar sem kynntur er umsóknarfrestur til að halda 23. Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og 9. Landsmót UMFÍ 50+ 2019.

Getum við bætt efni síðunnar?