Fara í efni

Sveitarstjórn

406. fundur 01. mars 2017 kl. 11:00 - 16:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Samantekt frá fundi um aðgerðir gegn ofbeldi.

Á fundinn kom Íris Anna Steinarrsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kerhólsskóla og fór yfir samantekt frá fundi sem haldinn var til að leggja áherslu á að koma á svæðisbundnu samráði. Fram kom að  meðal annars er ætlað að bæta verklag við fyrirbyggjandi aðgerðir og rannsóknir ofbeldismála með sérstakri áherslu á ofbeldi gegn börnum og fötluðu fólki. Samstarfið er víðtækt og felur í sér samráð milli félagsmálayfirvalda, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu- og ákæruvalds með þátttöku félagasamtaka.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. febrúar 2017.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. febrúar 2017 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 20. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 30. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 128. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. febrúar 2017.

Mál nr. 20, 21, 22, 23, 24, 25 og 26 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 128. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. febrúar 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 20: 1702027 - Neðan Sogsvegar 14 lnr. 169341: Breyting á afmörkun og stærð lóðar.
Fyrir liggur umsókn Herdísar Kristjánsdóttur, dags. 12. febrúar 2017 um að afmörkun og stærð lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 14 lnr. 169341 verði breytt til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt. Hnitsetning var gerð af Mælingu ehf. eftir upplýsingum í afsali dags. 23. maí 1963. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við hnitsetta afmörkun spildunnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á landamörkum sem þá varða.

Mál nr. 21: 1702028 - Undirhlíð 51 lnr. 221454: Stækkun gestahúss: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Freys Gunnarssonar, dags. 31. janúar 2017 um hvort að heimilt verði að byggja 41 m2 gestahús á lóðinni Undirhlíð 51. Að mati sveitarstjórnar samræmist það ekki skilmálum deiliskipulagsins að byggja 41 m2 aukahús á lóðinni.

Mál nr. 22: 1702031 - Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Sumarvarmalosun á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Orku Náttúrunnar, dags. 15. febrúar 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælingu á holum HK – 35 og HK – 36 frá 1. apríl til 1. nóvember 2017. Á fundinn komu fulltrúar Orku Náttúrunnar, Heiða Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Kjartansson og Einar Gunnlaugsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefið verði út framkvæmdaleyfi með skilyrði um að boruð verði mælingarhola í rennslisstefnu sem fram kemur í skýrslunni í samráði við Vatnaskil. Nauðsynlegt er að skýrslum verði skilað með jöfnu millibili svo sveitarstjórn hafi upplýsingar meðan  á framkvæmdatímanum stendur. Jafnframt er gerður fyrirvari um umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Mál nr. 23: 1607005 - Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn hótels: Deiliskipulag.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðar ION hótels á Nesjavöllum með lnr. 209139. Fyrirhugað er að byggja við núverandi hótel og bæta við um 22 herbergjum þannig að þau verði um 64 talsins. Núverandi hótel er um 2.300 m2 að stærð en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 3.830 m2. Jafnframt liggja fyrir umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um matslýsingu deiliskipulagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.m gr. 41. gr. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu. Til viðbótar við fyrirliggjandi umsagnir þarf að senda tillöguna til Náttúrufræðistofnunar í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar.

Mál nr. 24: 1702035 - Nesjavellir-Orkuver: Orkuvinnslusvæði: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. febrúar 2017 um breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið næst lóð hótels ION minnkar um 0.5 ha til samræmis við stækkun hótellóðarinnar. Þá minnkar einnig hverfisverndarsvæði um 0.2 ha. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir samhljóða að auglýsa hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.

Mál nr. 25: 1702041 - Útleiga á íbúðar- og sumarhúsum: Starfsreglur.
Farið yfir hugmyndir að samræmdum reglum varðandi útleigu á íbúðar- og sumarhúsum. Í ljósi nýrrar reglugerðar er að mati skipulagsnefndar ekki forsenda til að gefa út starfsleyfi fyrir útleigu á íbúðar- og sumarhúsasvæðum umfram 90 daga þar sem hús á slíkum svæðum hafa til þessa ekki verið samþykkt eða skráð sem atvinnuhúsnæði. Samþykkt að útbúa samræmdar starfsreglur fyrir aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins byggt á þessari túlkun.

Mál nr. 26: 1702002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-48.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2017.

 
4.        Kauptilboð í Borgarbraut 4.
Fyrir liggur kauptilboð og gagntilboð, dagsett 23. febrúar 2017 í Borgarbraut 4 að fjárhæð kr. 16,1  milljón. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

 
5.        Bréf frá Landgræðslu ríkisins vegna afgreiðslu umsóknar Grímsnes- og Grafningshrepps til Landbótasjóðs 2017.
Fyrir liggur bréf frá Landgræðslu ríkisins, dagsett 15. febrúar 2017 þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið úthlutað styrk að fjárhæð kr. 310.000 úr Landbótasjóði Landgræðslunnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
6.        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXI. landsþing Sambandsins.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. ferbrúar 2017 þar sem tilkynnt er að XXXI. landsþing Sambandsins verði haldið þann 24. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.

 
7.        Bréf frá Jóni Sigurðssyni, formanni Meistarafélags húsasmiða vegna inntaksgjalda í Kiðjabergi.
Fyrir liggur bréf frá Jóni Sigurðssyni formanni Meistarafélags húsasmiða, dagsett 8. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir 50% afslætti á inntaksgjöldum hitaveitunnar í íbúðarhúsið og golfskálann að Kiðjabergi. Sveitarstjórn hafnar beiðninni.

 
8.        Bréf frá Sigurði Ástgeirssyni, verkefnastjóra Orkulausna vegna uppsetningar og tenginga við Ísorku.
Fyrir liggur bréf frá Sigurði Ástgeirssyni verkefnastjóra Orkulausna þar sem minnt er á að setja upp rafhleðslustöð Orkusölunnar ehf. og jafnframt að bjóða upp á að tengja stöðina við Ísorku sem er rekstrar- og upplýsingakerfi, jafnt fyrir rafbílaeigendur og rekstraraðila stöðvanna. Oddvita falið að skoða málið.

 
9.        Beiðni um styrk frá Jakobi Þór Schram, f.h. Team Spark þróunarverkefni.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jakobi Þór Schram, f.h. Team Spark þróunarverkefni, dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir styrk til liðsins vegna þátttöku þeirra Formula Student Italy  og Formula Student Austria. Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um að þróa, hanna og smíða eins manns rafmagnsknúinn kappakstursbíl frá grunni. Styrkbeiðnin er að fjárhæð kr. 10.000 – 50.000 kr. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 
10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. febrúar 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til samræmdar reglur um útleigu gististaða taka gildi.

 
11.    Bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er aðstoðar sveitarfélagsins við mat fráveituframkvæmda.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 21. febrúar 2017 þar sem óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við mat fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vísar málinu til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

 
12.    Bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna Íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2016.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 13. febrúar 2017 vegna íbúaskrár Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2016. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2016 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 466, 199 karlar, 184 konur og 83 börn yngri en 18 ára. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

 
13.    Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinn komu Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson skipulagshönnuðir. Farið var yfir stöðu mála á endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

  

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  253. stjórnarfundar 15.02 2017.
Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur og ársskýrsla 2016.
SÍBS blaðið, 1. tbl. 32. árg. 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?