Fara í efni

Sveitarstjórn

408. fundur 05. apríl 2017 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Ungmennaráð.

Á fundinn kom Ungmennaráð Grímsnes- og Grafningshrepps, Kristrún Urður Harðardóttir, Kristberg Ævar Jósepsson, Sveinn Bergsson, Jón Marteinn Ásgrímsson og Aron Þormar Lárusson, ásamt starfsmanni ráðsins, Gerði Dýrfjörð. Farið var yfir tillögur ráðsins varðandi ljósleiðaramál, almenningssamgöngur, tómstundastyrk og uppbyggingu leik- og útivistarsvæðis á Borg. Sveitarstjórn þakkar Ungmennaráði  fyrir mikinn áhuga á málefnum samfélagsins. Oddvita falið að gera minnisblað og boða til fundar með Ungmennaráði.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. mars 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. mars 2017 liggur frammi á fundinum.

 
3.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 13. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. mars 2017.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 13. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 29. mars 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum.      18 umsóknir bárust og sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2017, samtals að fjárhæð kr. 1.800.000. 

Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi                                    25.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði                                                        25.000 kr.

Þrastaungarnir                                                                                                         50.000 kr.

Félag Lóðareigenda í landi Minna Mosfells (FLUMM)                                          50.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa                                                                   50.000 kr.

Vaðlækur-félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg                                             50.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi                                                                       100.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda við 5. Braut                                                              100.000 kr.

Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi                                  100.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Rimamóa                                                                 100.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda Þóroddsstöðum við Stangarlæk                                    100.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð                                                                  100.000 kr.

Bakkabyggð                                                                                                            150.000 kr.

Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda                                                                    150.000 kr.

Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda                                                                      150.000 kr.

Hólaborgir, sumarhúsafélag Hallkelshólum                                                          150.000 kr.

Öndverðanes ehf.                                                                                                   150.000 kr.

Félag sumarhúsaeigenda v/Ásskóga                                                                      200.000 kr.

b)     Fundargerð 21. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. febrúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 130. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 23. mars 2017.

Mál nr. 6, 7, 8, 23 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 130. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. mars 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 6: 1701014 - Kiðjaberg 96 lnr. 198263: Færsla á byggingarreit: Fyrirspurn.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu sem nær til lóðar nr. 96 í Kiðjabergi. Tillagan var kynnt með bréfi, dags. 13. febrúar 2017 með athugasemdafresti til 14. mars 2017. Tvær athugasemdir bárust. Að auki liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við atriðum sem fram koma í athugasemdunum. Sveitarstjórn hafnar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar með vísun í innkomnar athugasemdir.

Mál nr. 7: 1703041 - Minna-Mosfell: Kvennagönguhólar: Hús til útleigu: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Fannborgar fasteignafélags, dags. 9. mars 2017 um hvort að heimilt verði að breyta núgildandi deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Minna-Mosfells sem kallast Kvennagönguhólar í svæði fyrir verslun- og þjónustu og byggja allt að 30 heilsárshús til útleigu. Gert er ráð fyrir að húsin verði á bilinu 50-70 fm. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að svæðinu verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu með fyrirvara um samþykki allra lóðarhafa innan svæðisins. Gera þarf breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

 
Mál nr. 8: 1703045 - Eyvík lnr 168240 og Eyvík II lnr 168241: Eyvík 1: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn eigenda Eyvíkur (lnr. 168240) og Eyvíkur II (lnr. 168241) um stofnun 1.570 m2 lóðar úr óskiptu landi jarðanna. Á lóðinni er íbúðarhús með fastanr. 220-6772 og mhl. 04 0101. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 23: 1702041 - Útleiga á íbúðar- og sumarhúsum: Starfsreglur.
Lögð fram tillaga að starfsreglum varðandi veitingu umsagna um rekstrarleyfi fyrir gistingu í sumar- og íbúðarhúsum á starfssvæði embættisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Mál nr. 24: 1703002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-50.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. mars 2017.

d)     Fundargerð 20. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 15. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 13. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 14. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð aukaaðalfundar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 21. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 29. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga, 10. mars 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
4.        Kauptilboð í Borgarbraut 2.
Fyrir liggur kauptilboð, dagsett 15. mars 2017 í Borgarbraut 2 að fjárhæð kr. 16,1  milljón. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn. Gunnar Þorgeirsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


5.        Tölvupóstur frá Hjálparsveitinni Tintron þar sem sveitarstjórn er boðið í opið hús sveitarinnar vegna 30 ára afmælis.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Steinari Hermannssyni f.h. Hjálparsveitarinnar Tintrons , dags. 31. mars 2017 þar sem sveitarstjórn er boðið opið hús hjá sveitinni í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sveitarstjórn þakkar gott boð.

 
6.    Erindi frá Magnúsi I. Jónssyni vegna frágangs á eldra námusvæði við Stangarlæk.
Fyrir liggur bréf frá Magnúsi I. Jónssyni, dagsett 31. mars 2017 vegna frágangs á eldra námusvæði við Stangarlæk. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir námuna.

  
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II við Kóngsveg 3a, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 22. mars 2017  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Kóngsvegi 3a, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Hörðuvallabraut 16, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 23. mars 2017  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Hörðuvallabraut 16, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. febrúar 2017  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Skyggnisbraut 2b, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
10.    Bréf frá Orkustofnun þar sem óskað er eftir upplýsingum um mögulega virkjanakosti sem eru minni en 10MW í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Orkustofnun, dagsett 16. mars 2017 þar sem óskað er eftir upplýsingum um mögulega virkjanakosti sem eru minni en 10MW í Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hvatarblaðinu.

 
11.    Bréf frá Orkustofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins við umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita á Nesjavöllum.
Á fundi sveitarstjórnar þann 15. mars s.l. var sveitarstjóra og oddvita falið að afla frekari gagna. Sent var erindi á Orkustofnun þess efnis að skila umsögn eftir fund sveitarstjórnar sem haldinn er í dag 5. apríl. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að eftirlit með orkunýtingu á svæðinu sé ekki í fastari skorðum. Samkvæmt erindinu er verið að sækja um leyfi til nýtingar á jarðhita á svæðinu sem hefur verið í notkun frá 1990. Ekki verður séð að um endurnýjun á leyfi sé að ræða. Sveitarstjórn leggst gegn því að leyfið verði veitt, meðal annars þar sem fram til dagsins í dag hefur verið sleppt út jarðhitavatni  á vatnasvæði Þingvallavatns meira og minna allan vinnslutíma virkjunarinnar og ekki fyrirsjáanlegt að breyting verði á. Sveitarstjórn hvetur til þess að Orka Náttúrunnar leggi fram raunhæfar tillögur að förgun á heitu vatni öðruvísi en að sleppa því út í náttúruna á þessu viðkvæma svæði. 

 

12.    Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg ásamt samningi við KPMG vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dagsett 23. mars 2017 ásamt samningi við KPMG vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga. Samningurinn lagður fram til kynningar.

 
13.    Staða úrgangsmála á Suðurlandi, áfangaskýrsla í mars 2017.
Fyrir liggur skýrsla Environice við greiningu á stöðu úrgangsmála á Suðurlandi. Skýrslan er gerð að beiðni stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 
14.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um umferðarlög (bílastæðalög), 307. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
15.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa ofl.), 236. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 
16.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. mars 2017 um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál.  Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi sem felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár þar sem kveðið er á um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra.

 
17.    Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál.
Fyrir liggur beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars). Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega hugmyndum um afnám lágmarksútsvars. Að auki bendir sveitarstjórn á að ótækt sé að taka slíka ákvörðun án heildarendurskoðunar á Jöfnunarsjóðsframlögum sem tæki mið af slíku fyrirkomulagi útsvars

 
18.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
Frumvarpið lagt fram.

 

 
19.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.
Frumvarpið lagt fram. 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  254. stjórnarfundar 22.03 2017.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 178. stjórnarfundar 17.03 2017.
SASS.  Fundargerð  517. stjórnarfundar 03.03 2017.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 848. stjórnarfundar, 24.03 2017.
Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 28. febrúar 2017.
Fundargerð 180. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 14. mars 2017.
Fundargerð 181. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 21. mars 2017.
Skógræktarfélag Grímsnesinga, ársreikningur og ársskýrsla 2015.
Lánasjóður sveitarfélaga, ársreikningur 2016.

Getum við bætt efni síðunnar?