Fara í efni

Sveitarstjórn

413. fundur 21. júní 2017 kl. 09:00 - 10:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. júní 2017.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. júní 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 135. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. júní 2017.

Mál nr. 9, 10, 11, 12 og 20 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 135. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. júní 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1705056 - Kringla 2 168259: Kringla 3: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Bjarnasonar, dags. 15. maí 2017 um stofnun 19,18 ha spildu úr landi Kringlu 2 lnr. 168259 sbr. meðfylgandi lóðablað. Um er að ræða land sem liggur vestan Sólheimavegar á móts við bæjartorfu Kringlu. Er gert ráð fyrir að spildan fái heitið Kringla 3. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Fyrirvari er um að eigendur aðliggjandi lands samþykki afmörkun landsins.

Mál nr. 10: 1705055 - Nesjar lnr. 170894: Hestvíkurvegur 14: Breytt heiti, afmörkun og stærð lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 16. maí 2017 um breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar lnr. 170894. Lóðin er skráð 1.000 m2 í fasteignaskrá en skv. meðfylgjandi lóðablaði verður hún 4.344 m2 auk þess sem hún fær heitið Hestvíkurvegur 14. Fyrir liggur að lóðarhafar aðliggjandi lóða gera ekki athugasemdir við hnitsetningu landamarka. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á afmörkun, stærð og heiti lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 11: 1705059 - Úlfljótsvatn lnr. 170830: Lagning vinnuslóða: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Skógræktarfélags Íslands, dags. 17. maí 2017 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vinnuslóða um land Úlfljótsvatns lnr. 170830 vegna skógræktar. Er gert ráð fyrir að síðar verði slóðarnir nýttir sem göngustígar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn þegar fyrir liggur samþykki allra eigenda jarðarinnar.

Mál nr. 12: 1706002 - Efri-Brú Sökk lóð 5 lnr. 198862: Brúarey 1, 2 og 3: Breyting á heiti lóða.
Fyrir liggur umsókn eigenda landsins Efri-Brú Sökk lóð 5 lnr. 198862, dags. 31. maí 2017 þar sem óskað er eftir að 3 lóðir skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins fái heitið Brúarey 1, 2 og 3. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lóðirnar fái heitið Brúarey.

Mál nr. 20: 1705005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-55.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 22. maí 2017.

b)     Fundargerð 62. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. júní 2017.

Mál nr. 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 62. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 6. júní 2017.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Kennslukvóti.
Fyrir liggur tillaga að kennslukvóta næsta skólaárs. Áætlað er að nemendafjöldi verði 40 börn í grunnskóladeild og 30 börn í leikskóladeild. Stöðugildi skólans verði 24,2 og þar af 6,3 stöðugildi grunnskólakennara. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kennslukvóta.

c)      Fundargerð 24. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 7. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Endurskoðun Aðalskiplags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Farið var yfir ný drög að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem lagt var fram á íbúafundi þann 20. júní 2017.

Vegna erindis frá Katli Sigurjónssyni, dags. 28. apríl 2017 um fyrirhugaðar vindmælingar á Mosfellsheiði þá felur sveitarstjórn oddvita og sveitarstjóra að gera samkomulag um fyrirhugaðar vindmælingar.

 
4.        Erindi frá skólastjórnendum í uppsveitum og Flóahreppi vegna starfsstöðvar náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2017 – 2018.
Fyrir liggur bréf frá skólastjórnendum skólanna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi, dags. 6. júní 2017 þar sem óskað er eftir að starfsaðstaða náms- og starfsráðgjafa skólaárið 2017-2018 verði hjá Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings en ekki í Flóaskóla. Sveitarstjórn hafnar erindinu í samræmi við óstaðfesta fundargerð NOS, dags. 15. júní 2017.


5.        Tölvupóstur frá Ólafi Guðmundssyni f.h. Bíldsfells ehf. þar sem óskað er eftir köldu vatni fyrir sumarhúsabyggð í landi Bíldsfells (Tungu).
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Guðmundssyni, f.h Bíldsfells ehf., dags. 22. maí 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi kalt vatn í sumarhúsabyggðina í landi Bíldsfells (Tungu). Erindið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 7. júní s.l. var afgreiðslu málsins frestað. Lagt er fram minnisblað frá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita bs. þar sem fram kemur hvaða möguleikar eru í stöðunni um vatnsöflun á svæðinu og kostnaðaráætlun sem er um 20 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki sé grundvöllur fyrir að fara í fyrirhugaðar framkvæmdir nema liggi fyrir um 60% kostnaðarþátttaka verkefnisins.

 
6.        Tölvupóstur frá Guðrúnu Ásdísi Sturlaugsdóttur, Þekkingarsetrinu Nýheimum vegna ráðstefnunnar Sjálfbært Suðurland, úrgangsmál og sameiginlegir hagsmunir.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðrúnu Ásdísi Sturlaugsdóttur, Þekkingarsetrinu Nýheimum, dags. 9. júní 2017 þar sem sagt er frá ráðstefnunni „Sjálfbært Suðurland, úrgangsmál og sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna í umhverfismálum“. Ráðstefnan verður haldin á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga þann 7. september n.k. í Flóahreppi. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar. 

 
7.        Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram.

 
8.        Bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar á endurmati fasteignamats á eigninni Tröllahraun 8.
Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 13. júní 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á endurmati fasteignamats á eigninni Tröllhraun 8, Grímsnes- og Grafningshreppi. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.
Lögð fram til fyrri umræðu ný sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Sveitarstjórn vísar samþykktinni til síðari umræðu.

 
Til kynningar
SASS.  Fundargerð  520. stjórnarfundar 31.05 2017.
Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns, gagnaskýrsla fyrir árið 2016 ásamt viðbótargögnum fyrir árið 2015.
Brú lífeyrissjóður, ársskýrsla 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?