Fara í efni

Sveitarstjórn

416. fundur 06. september 2017 kl. 09:00 - 11:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Hjúkrunarrými á Suðurlandi.

  
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. ágúst 2017. 
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. ágúst 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 138. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 15. ágúst 2017.

Mál nr. 14, 15, 28 og 29 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 138. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 15. ágúst 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 14: 1708025 - Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Sverris Sverrissonar, dags. 21. júlí 2017 um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem nær til lóðanna Kóngsvegur 21A og Farbraut 5. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum Kóngsvegar 21.

Mál nr. 15: 1708015 - Kerengi 23 lnr. 169134: Miðengi: Lögbýli: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Kerengi 23 þar sem óskað er eftir lóðinni verði breytt í lögbýli. Lóðin er 11.386 m2 að stærð og á henni er 81,6 m2 sumarhús. Ekki er hægt að breyta lóðinni í lögbýli nema að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt. Sveitarstjórn hafnar því að lóðinni verði breytt í lögbýli.

Mál nr. 28: 1706005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-58.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. júlí 2017.

Mál nr. 29: 1707002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-59.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2017.

b)     Fundargerð 139. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 31. ágúst 2017.

Mál nr. 15, 16, 18 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 139. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 31. ágúst 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 15: 1708072 - Skáli lnr. 213131: Skáli 2: Stofnun lóðar: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu, dags. 25. ágúst 2017, f.h. landeigenda Skála lnr. 213131, um breytingu á deiliskipulagi landsins. Í breytingunni felst að landinu verði skipt í tvær um 5 ha spildur. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands vegna tengingar inn á landið og einnig samþykki allra landeigenda spildunnar sem verið er að skipta.

Mál nr. 16: 1708079 - Árvegur 4 lnr 199082, 8 lnr 199084 og 10 lnr 210319: Kringla II: Sameining lóða, stofnun lögbýlis: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn eigenda Árvegs 4, 8 og 10 úr landi Kringlu II, dags. 19. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir að lóðirnar þrjár verði sameinaðar í eitt, rúmlega 14.5 ha lögbýli sem fengi heitið Sólakur. Ekki er hægt að breyta lóðum í lögbýli nema að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt. Sveitarstjórn hafnar því að lóðirnar verði sameinaðar og breytt í lögbýli.

Mál nr. 18: 1708001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-60.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2017.

Mál nr. 19: 1708003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-61.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2017.

c)      Fundargerð 26. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 22. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 27. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 16. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 4. fundar starfshóps vegna viðræðna um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu, 23. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Ljósleiðari.
Farið hefur verið yfir tilboð sem bárust í verkið og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að ganga til samninga við Mílu um lagningu ljósleiðara á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

 
4.        Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Hugrúnu Sigurðardóttur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Patrik Örn, Atla Hrafn og Viktor Þór Lárussyni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina.

 
5.        Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Fyrir liggur beiðni frá Sveitarfélaginu Árborg um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Skafta Ragnarsson. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða námsvistina með fyrirvara um samkomulag við Kerhólsskóla um annan viðbótar kostnað.

 
6.        Skipan aðal- og varamanna í fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur að aðalfulltrúar C-lista í fræðslunefnd, Guðný Tómasdóttir og Ása Valdís Árnadóttir vilja skipta á hlutverkum sínum í nefndinni. Samþykkt er að Ása Valdís Árnadóttir verði formaður fræðslunefndar og að Guðný Tómasdóttir verði aðalfulltrúi í fræðslunefnd út kjörtímabilið 2014-2018. Fyrir liggur að varafulltrúi K-lista í fræðslunefnd, Hólmfríður Árnadóttir er flutt úr sveitarfélaginu. Fulltrúar K-lista tilnefna Sigrúnu Jónu Jónsdóttur sem varafulltrúa sinn í fræðslunefnd út kjörtímabilið 2014 – 2018.

 
7.        Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 23. ágúst 2017 þar sem greint er frá því hvar og hvenær Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands verður. Ársþingin verða á Selfossi, dagana 19. og 20. október n.k. Sveitarfélagið á tvo fulltrúa á þinginu en öllum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja þingið. Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps verða Hörður Óli Guðmundsson og Guðmundur Ármann Pétursson.

 
8.        Tölvupóstur frá Vegagerðinni, Svani Bjarnasyni svæðisstjóra Suðurlands vegna tillögu að lengingu kafla á Biskupstungnabraut með leyfilegum hraða 70 km/klst.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Vegagerðinni, Svani Bjarnasyni svæðisstjóra Suðurlands, dags. 27. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á tillögu að lengingu kafla á Biskupstungnabraut með leyfilegum hraða 70 km/klst. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna en sér ekki að lækkun umferðarhraða sé lausn á umferðaröryggismálum. Á það sérstaklega við um umferðaþyngstu gatnamótin svo sem Þingvallaveg, Grafningsveg og  Kerið.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 4. september 2017 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki III í Þrastalundi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
10.    Tölvupóstur frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu vegna ályktunar um stöðu sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Félagi Sauðfjárbænda í Árnessýslu, dags. 21. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki undir ályktun félagsins um stöðu sauðfjárbænda í Árnessýslu: „Annað árið í röð er boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda og gæti hún numið allt að 35% í ár. Boðuð afurðaverðslækkun setur hag sauðfjárbænda í hættu, en ólíklegt er að nokkur atvinnugrein myndi þola slíka tekjuskerðingu.

Víða er sauðfjárræktin hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum, og á það einnig við hér í Árnessýslu þar sem margir hafa sauðfjárrækt að sinni atvinnu. Grípa þarf til aðgerða strax til að leysa þann tímabundna birgðavanda sem upp er kominn.

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu leggur áherslu á að vandinn verði leystur til að tryggja búskap á landinu öllu“.

Sveitarstjórn tekur undir ályktun Félags sauðfjárbænda.

 
11.    Bréf frá Þorvaldi Garðarssyni f.h. samlags um Hólaskarðsveg þar sem óskað er eftir formlegu yfirráði yfir Hólaskarðsvegi.
Fyrir liggur bréf frá Þorvaldi Garðarssyni f.h. samlags um Hólaskarðsveg, dagsett 1. september 2017 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið viðurkenni formlega yfirráð samlagsins á Hólaskarðsveginum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
12.    Bréf frá Einari Baldvin Árnasyni hdl. f.h. Þorsteins Guðjónssonar og Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur vegna álagningar fasteignaskatts fyrir árið 2017.
Fyrir liggur bréf frá Einari Baldvin Árnasyni hdl. f.h. Þorsteins Guðjónssonar og Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur, dagsett 31. ágúst 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við álagningu fasteignaskatts á sumarhús þeirra. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
13.    Tölvupóstur Magneu Magnúsdóttur, umhverfis- og landgræðslustjóra Orku náttúrunnar vegna nýtingarleyfis jarðhita Nesjavallavirkjunar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Magneu Magnúsdóttur umhverfis- og landgræðslustjóra Orku náttúrunnar, dags. 29. ágúst 2017  vegna nýtingarleyfis jarðhita Nesjavallavirkjunar. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Tölvupóstur frá Ólafi Melsted, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólafi Melsted, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 25. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna breytinga á aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi breytingar.

 
15.  Önnur mál.

a)      Hjúkrunarrými á Suðurlandi.
Sveitarstjórn beinir því til Heilbrigðisráðherra að fyrirhugað hjúkrunarheimili á Selfossi, sem nú er í undirbúningsferli, verði hannað miðað við að rúma 60 einstaklinga í hjúkrunarrýmum, en ekki 50 eins og kveðið er á um í samningi aðila. Núverandi áætlun um 50 rými gerir ráð fyrir að rýmum á Suðurlandi fjölgi um 15, þar sem 35 rými sem voru fyrir á Blesastöðum og Kumbaravogi gangi inn í hið nýja heimili. Fjölgunin er engan veginn næg til að mæta þörf fyrir hjúkrunarrými á svæðinu. Þá verður að horfa til þess að brýn þörf er fyrir rými til að nýta til hvíldarinnlagna í Árnessýslu. Íbúum fjölgar mjög hratt í sýslunni og brýnt að horfa til framtíðar hvað fjölda rýma varðar og þeirrar hagkvæmni sem fælist í því að reka fleiri rými í einni og sömu einingunni.

  

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  522. stjórnarfundar 25.08 2017.
Bréf frá Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 24. ágúst 2017 um ritið „Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi“ ásamt ritinu.
-Ritið liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?