Fara í efni

Sveitarstjórn

419. fundur 18. október 2017 kl. 09:00 - 10:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Næstu fundir sveitarstjórnar.


1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2017.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. október 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 64. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 2. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 142. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 12. október 2017.

Mál nr. 11, 12, 13, 14, 18 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 142. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 12. október 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 11: 1710005 - Bíldsfell II lnr. 170811: Lóð fyrir veiðihús: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Þorvaldssonar, dags. 24. september 2017 um stofnun 5.000 m2 lóðar utan um 60,9 m2 veiðihús byggt árið 1992 (mhl.220-9430) í landi Bíldsfells II (lnr. 170811). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 12: 1710006 - Villingavatn lnr. 170947 og Villingavatn lnr. 170952: Sameining lóða.
Fyrir liggur umsókn Stefáns Kristjánssonar og Ólafar H. Bjarnadóttur, dags. 24. september 2017 um sameiningu tveggja frístundahúsalóða úr landi Villingavatns. Um er að ræða lóðir með landnúmer 170947 (3.926 m2) og 170952 (3.096 m2). Sveitarstjórn hafnar því að lóðirnar verði sameinaðar þar sem þær liggja ekki saman og á milli þeirra er vegur sem liggur að öðrum lóðum innan hverfisins.

 
Mál nr. 13: 1611010 - Nesjavellir lóðir 3 - 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Málið var áður á dagskrá skipulagsnefndar 10. nóvember 2016 og var afgreiðslu þá frestað þar sem skýra þyrfti betur út hvernig standa megi að endurnýjun húsa á svæðinu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á stærð lóðanna en svo virðist sem að ekki sé heimilt að fara í neinar aðrar framkvæmdir en hefðbundið viðhald á þeim húsum sem fyrir eru á lóðunum þar sem ekki er afmarkaður byggingarreitur í deiliskipulagi. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins.

Mál nr. 14: 1511001 - Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag: Kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagður fram til kynningar úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. september 2017 varðandi kæru á samþykkt Grímsnes- og Grafningshrepps á breyttu deiliskipulagi Kiðjabergs sem kært var með bréfi dags. 24. október 2015.

Mál nr. 18: 1710002 - Kynning á lögum um örnefni og reglugerð um skráningu staðfanga.
Fyrir liggur til kynningar nýsamþykkt reglugerð nr. 577/2017 sem skráningu staðfanga. Jafnframt eru lögð fram lög um örnefni nr. 22/2015 og leiðbeiningar Örnefnanefndar um nafngiftir býla, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra.

Mál nr. 19: 1710001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17-64.        
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 4. október 2017.

c)      Fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),     29. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 183. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 2. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Fyrir liggur aðalfundarboð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings sem haldinn verður föstudaginn 20. október n.k. í Hótel Selfoss. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnar Þorgeirsson verði fulltrúi sveitarfélagsins.

 
4.        Haustfundur Bergrisans bs.
Fyrir liggur aðalfundarboð Bergrisans bs. sem haldinn verður miðvikudaginn 25. október n.k. á Selfossi. Samþykkt er að fulltrúar sveitarfélagsins verði Ingibjörg Harðardóttir og Gunnar Þorgeirsson.

 
5.        Aðalfundur Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins ehf.
Fyrir liggur aðalfundarboð Rangárbakka, þjóðarleikvangs íslenska hestsins sem haldinn verður þriðjudaginn 24. október n.k. á Hellu. Samþykkt er að fulltrúi sveitarfélagsins verði Hörður Óli Guðmundsson og Gunnar Þorgeirsson til vara.

 
6.        Ársfundur Umhverfisstofnunar.
Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 9. október 2017 þar sem sagt er frá ársfundi Umhverfisstofnunar þann 9. nóvember n.k. á Akureyri. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Kjörskrá og kjörfundur.
Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er lögð fram og yfirfarin.  Á kjörskrá eru 342 aðilar, 188 karlar og 154 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskránna. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 28. október n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 28. október n.k.         

Sveitarstjórn samþykkir að kjörfundur vegna kosninga til Alþingis þann 28. október n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.   Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

 
8.        Úrskurður nr. 93/2015 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. september 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir Kiðjaberg. Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kærenda var hafnað. Lagt fram til kynningar.

 
9.        Tölvupóstur frá Jónasi Guðmundssyni, verkefnastjóra slysavarna ferðamanna vegna heimildar til að setja upp snjóflóðafræðsluskilti.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónasi Guðmundssyni verkefnastjóra slysavarna ferðamanna, dags. 9. október 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp snjóflóðafræðsluskilti við Bragabót. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið komið að uppsetningu skiltisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skiltið verði sett upp.

 
10.    Bréf frá forstjóra Þjóðskrár Íslands, Margréti Hauksdóttur þar sem kynnt er skýrsla um fasteignamat 2018.
Fyrir liggur bréf frá forstjóra Þjóðskrár Íslands, Margréti Hauksdóttur, dagsett 10. október 2017 þar sem kynnt er skýrsla um fasteignamat 2018. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla.
Fyrir liggur ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla þar sem félagið lýsir yfir áhyggjum sínum um stöðu barna í leikskólum landsins. Skýrsla OECD sýnir að börn á Íslandi hafa lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári. Viðvera barna hefur aukist síðustu ár og dvelja þau í leikskóla að meðaltali yfir átta klukkustundir á dag. Áhyggjur félagsins beinast að því að börn geti orðið fyrir röskun á geðtengslamyndun sem getur leitt til kvíða og einbeitingarskorts. FSL hvetur foreldra, sveitarstjórnir sem rekstararaðila leikskóla og til atvinnulífsins alls að standa saman að velferð barna og finna leiðir til að bæta aðstöðu þeirra nú og til framtíðar.

 
12.    Bréf frá framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Helgu Árnadóttur um vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja.
Fyrir liggur bréf frá framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Helgu Árnadóttur, dagsett 13. október 2017 um vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
13.    Þjóðskrá Íslands.
Oddviti og sveitarstjóri fóru á fund með forstjóra og lögmanni Þjóðskrár Íslands þar sem farið var yfir reglur stofnunarinnar um skráningu „óstaðsettir í hús“. Fram kom á fundinum að vinnureglan sé sú að einstaklingar séu aðeins skráðir óstaðsettir í hús í því sveitarfélagi sem viðkomandi átti lögheimili í við seinustu skráningu. Sveitarstjórn fer fram á að Þjóðskrá leiðrétti skráningu „óstaðsettir í hús“ í sveitarfélaginu en um er að ræða fimm einstaklinga.

 
14.    Staða fjárhagsáætlunar.
Farið var yfir stöðu bókhalds og borið saman við fjárhagsáætlun ársins 2017 eftir fyrstu níu mánuði ársins.

 
15.    Önnur mál.

a)      Næstu fundir sveitarstjórnar.
Samþykkt er að næstu fundir sveitarstjórnar verði miðvikudagana 8. og 22. nóvember kl. 9:00.

 
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  256. stjórnarfundar 19.06 2017.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  257. stjórnarfundar 31.08 2017.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  258. stjórnarfundar 21.09 2017.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  259. stjórnarfundar 29.09 2017.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársskýrsla 2016.
-liggur frammi á fundinum-.

Getum við bætt efni síðunnar?