Fara í efni

Sveitarstjórn

423. fundur 20. desember 2017 kl. 09:00 - 12:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða

a)      Viðbragðsáætlun Almannavarna.

 
1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. desember 2017.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. desember 2017 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 42. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 7. nóvember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að skila fundargerðum jafnóðum.

b)     Fundargerð 66. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. desember 2017.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 66. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 11. desember 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Kynning á frístund.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagsins kom á fund fræðslunefndar og kynnti starfsemi frístundarheimilisins. Fjöldi barna á frístundarheimilinu er misjafn milli daga en börnin eru fæst 7 og flest 12. Þar eru starfandi tveir starfsmenn sem sinna 35% starfi hvor.  Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í 25% starfi til aðstoðar frá miðjum október og verður fram að jólum. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lagði fram hugmynd um að bjóða upp á íþróttastarf í samstarfi við U.m.f. Hvöt og taldi að með því væri hægt að bjóða líka eldri nemendum. Telur fræðslunefnd að auka þurfi stöðugildi frístundar um 40% miðað við þann barnafjölda sem er í dag og óskar eftir að sveitarstjórn taki jákvætt í það. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við 40% stöðuhlutfalli í frístund og felur fræðslunefnd nánari útfærslu.

c)      Fundargerð 19. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. desember 2017.

Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 19. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 11. desember 2017. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Stækkun á leitarsvæði.
Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn ræði við Bláskógabyggð um smölun og kostnað við smölun í Töglum og suður Miðfellshraun. Sveitarstjóra falið að ræða við oddvita Bláskógabyggðar.

d)     Fundargerð 11. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 27. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 12. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 10. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að skila fundargerðum jafnóðum.

f)       Fundargerð 6. fundar mötuneytisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 31. október 2017.
            Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að skila fundargerðum jafnóðum.

g)      Fundargerð 1. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 2. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 15. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)       Fundargerð 3. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 29. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

j)       Fundargerð 4. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

k)     Fundargerð 5. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 4. apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

l)       Fundargerð 6. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 2. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

m)   Fundargerð 7. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

n)     Fundargerð 8. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að skila fundargerðum jafnóðum.

o)      Fundargerð 146. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 7. desember 2017.

Mál nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 16 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 146. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 23. nóvember 2017. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: 1611010 - Nesjavellir lóðir 3 - 11: Frístundalóðir: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða í landi Nesjavalla við Þingvallavatn. Í breytingunni er verið að breyta afmörkun nokkurra lóða innan skipulagssvæðis auk þess sem í skilmálum er gert ráð fyrir að ekki verði heimilaðar neinar framkvæmdir nema hefðbundið viðhald á núverandi húsum. Tillagan var grenndarkynnt fyrir öllum lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 26. október 2017 með athugasemdafresti til 21. nóvember. Tvær athugasemdir bárust. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggja viðbrögð frá landeiganda, Orkuveitu Reykjavíkur.

Mál nr. 2: 1711069 - Virkjun á Hellisheiði: 10. breyting á deiliskipulagi: Umsagnarbeiðni.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 24. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn um matslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði. Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 3: 1711071 - Nesjar lnr 170915: Réttarháls 11: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Auðar Gunnarsdóttur, dags. 22. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir samþykkt á breytingu á afmörkun lóðar úr landi Nesja (lnr. 170915) auk þess sem heiti hennar breytist í Réttarháls 11. Meðfylgjandi er lóðablað sem sýnir afmörkun lóðarinnar og er hún 1.926 m2. Að auki er bréf Jörgens Más Ágústssonar, dags. 27. nóvember 2017, f.h. lóðarhafa.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 4: 1711070 - Snæfoksstaðir lóð lnr 169649: Nýr bústaður og gestahús í stað eldri bústaðar: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Berglindar Skúladóttur Sigurz, dags. 30. nóvember 2017 um viðbrögð við áformum um byggingu 195 m2 frístundahúss og 40 m2 gestahúss á lóðinni Snæfoksstaðir 1 lnr. 169649 sem er 12.200 m2 skv. skráningu í Þjóðskrá. Jafnframt liggja fyrir drög að útliti fyrirhugaðs húss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við byggingaráform með fyrirvara um að húsið verði a.m.k. 50 m frá ánni og 10 m frá lóðarmörkum.

Mál nr. 5: 1711068 - Krókur lnr 170822: Borun rannsóknarholu: Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn Suðurdals ehf., dags. 21. nóvember 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir borun rannsóknarholu í landi Króks. Einnig liggur fyrir bréf umsækjenda, dags. 16. nóvember með nánari lýsingu auk greinargerðar frá ÍSOR með sömu dagsetningu. Fram kemur að staðurinn sé í 390 m hæð y.s. á lágum hálsi (Folaldahálsi) sem gengur suður úr Kyllisfelli. Aðkoma er eftir ofan í bornum línuvegi frá Hellisheiði á enda hans við mastur á háhálsinum.

Að mati sveitarstjórnar er líklegt að framkvæmdin sé tilkynningarskyld skv. tölulið 2.06 í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Er afgreiðslu málsins frestað þar til niðurstaða úr því ferli liggur fyrir.

Mál nr. 6: 1712002 - Stangarlækur 1 lnr 206256: Aukin sandtaka í landi Stangarlækjar: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Stangarlækjar 1 ehf. dags., 30. nóvember 2017 um breytingu á aðalskipulagi þannig að heimilt verði að taka allt að 20.000 m3 af fyllingarefni úr ás í landi Stangarlækjar 1. Náman hefur til þessa verið nýtt til einkanota en nú er fyrirhuguð nýting umfram það. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir afmörkun námunnar auk bréfs móttekið 30. nóvember 2017 með nánari lýsingu á framkvæmdinni. Einnig liggur fyrir að skipulagsfulltrúi óskaði eftir stöðvun framkvæmda vegna efnistöku úr námunni þann 1. desember s.l. sbr. meðfylgjandi tölvupósta. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ákvörðun skipulagsfulltrúa um stöðvun framkvæmda. Sveitarstjórn vísar breytingu á aðalskipulagi til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr. 7: 1712003 - Nesjar lnr 170910: Réttarháls 14: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 19. nóvember 2017 um breytingu á afmörkun, stærð og heiti lóðar úr landi Nesja, lnr. 170910. Heiti lóðarinnar verður Réttarháls 12 og verður 3.580 m2 skv. hnitsettri afmörkun. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki eigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 8: 1712006 - Farbraut 16 lnr 169479 og Farbraut 16A lnr. 172955: Farbraut 16: Sameining lóða.
Fyrir liggur erindi Maríu Hauksdóttur, dags. 15. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir að lóðirnar Farbraut 16 (2.500 m2) og 16A (2.540 m2) verði sameinaðar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki kemur nákvæmlega fram hvar lóð nr. 16A er staðsett.

Mál nr. 16: 1712010 - Skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Til kynningar.
Fyrir liggur skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 17: 1711006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 17- 68.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2017.

p)     Fundargerð 25. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 5. desember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

q)     Fundargerð 28. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 19. september 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

r)      Fundargerð 29. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 19. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

s)      Fundargerð 30. fundar stjórnar byggðarsamlagsins Bergrisans bs., 20. nóvember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

t)       Fundargerð 186. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 4. desember 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.    Kauptilboð í Borgarbraut 8.
Fyrir liggur kauptilboð og gagntilboð, dagsett 12. desember 2017 í Borgarbraut 8 að fjárhæð kr. 30  milljónir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

 
4.        Nemendastyrkir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um nemendastyrki og jafnframt að styrkurinn verði 40.000 kr. á önn.

 
5.        Ljósleiðari.
Fyrir liggur að Fjarskiptasjóður hefur staðfest framalag til lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu að fjárhæð 39,9 millj. Fyrirhugaðar framkvæmdir verða á árinu 2018 og  þá gert ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu í einum áfanga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka við styrk Fjarskiptasjóðs og felur oddvita / sveitarstjóra að undirrita samninginn.


6.        Næsti fundur sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann            3. janúar n.k.  Næsti fundur sveitarstjórnar verður þann 24. janúar 2018, kl. 9:00.

 
7.        Bréf frá Hestamannafélaginu Trausta þar sem óskað er eftir styrk til reiðvegagerðar.
Fyrir liggur bréf frá Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Trausta, dagsett í desember 2017 þar sem óskað er eftir styrk til uppbyggingar og endurbóta á reiðvegi frá Sólheimavegi í vestri að Reykjanesvegi í austri. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 2,7 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 1.200.000.

 
8.        Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2017, Undirhlíð 36, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 11. desember s.l. í máli nr. 9/2017 vegna kæru eigenda Undirhlíðar 36, Grímsnes- og  Grafningshreppi um álagningu fasteignaskatta. Jafnframt liggur fyrir minnisblað lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl. um heimagistingu og fasteignaskatt. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda og felur lögmanni sveitarfélagsins að gæta hagsmuna þess.

 
9.        Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru til nefndarinnar í máli nr. 13/2017, Ásabraut 2-4.
Fyrir liggur bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dagsett 5. desember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kæru eigenda Ásabrautar 2-4 á álagningu fasteignaskatts. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Borgarleyni 13, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 5. september 2016 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Borgarleyni 13, Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem umsagnarfrestur sveitarfélagsins er liðinn er ekki tekin afstaða til erindisins.

 
11.    Skýrsla Rannsóknarseturs Háskóla Íslands „Kortlagning víðerna á miðhálendi Íslands“.
Fyrir liggur skýrsla Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um kortlagningu víðerna á miðhálendi Íslands. Skýrslan lögð fram til kynningar.

 
12.    Skýrsla RR Ráðgjafar um úttekt á rekstri og skipulagi Bergrisans bs.
Fyrir liggur skýrsla RR Ráðgjafar um úttekt á rekstri og skipulagi Bergrisans bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina því til stjórnar Bergrisans bs að samningar við sjálfstæða þjónustuaðila verði betur skilgreindir um hvaða þjónustu er verið að greiða fyrir og hvaða þjónustu er verið að veita þjónustuþegum. Sveitarstjórn gerir þá kröfu að þessi mál verði skýrð sem fyrst.

 
13.    Önnur mál.

a)      Viðbragðsáætlun Almannavarna.
Fyrir liggur viðbragðsáætlun Almannavarna vegna samfélagslegra áfalla, langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

  

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 183. stjórnarfundar 15.12 2017.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð félagafundar 15.12 2017.
Tölvupóstur frá Siv Friðleifsdóttur, formanni Velferðarvaktarinnar, dags. 11. desember 2017 um tillögur Velferðarvaktarinnar um aðgerðir til að auka hlutfall nemenda sem ljúka
framhaldsskólanámi.

Getum við bætt efni síðunnar?