Fara í efni

Sveitarstjórn

426. fundur 21. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Björn Kristinn Pálmarsson í fjarveru Gunnars Þorgeirssonar
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. febrúar 2018. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 7. febrúar 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 150. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 8. febrúar 2018.

Mál nr. 2, 3, 4, 5, 6 og 22 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 150. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 8. febrúar 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: 1701063 - Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur): Bjarnastaðir 1: Breytt notkun lóða: Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun deiliskipulags lóða við Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða með vísun í fyrra erindi þar sem óskað var eftir að lóðunum verði breytt í smábýli. Er svæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Mál nr. 3: 1512043 - Kerið í Grímsnesi: Deiliskipulag.
Fyrir liggur erindi Stefáns Arnar Stefánssonar, dags. 30. janúar 2018 þar sem óskað er eftir að tekin verði til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir Kerið. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að núverandi bílastæði verði stækkuð auk þess sem byggð verði aðstaða fyrir starfsfólk, salerni og veitinga- og verslunaraðstöðu, samtals allt að 300 m2. Sveitarstjórn fellst ekki á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem skoðun sveitarstjórnar er enn að færa þurfi vegtengingu og fyrirhugaða uppbyggingu austar en nú er, sbr. fyrri bókun sveitarstjórnar frá 8. nóvember 2017.

Mál nr. 4: 1802001 - Nesjar 170899: Réttarháls 8: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Gunnars Jónssonar, dags. 31. janúar 2018 um breytingu á afmörkun, stærð og heiti lóðar úr landi Nesja með landnúmer 170899. Verður lóðin 2.052 m2 í stað 1.000 m2 og fær heitið Réttarháls 8. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á skráningu lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi gögn og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 5: 1802003 - Álftamýri 2 lnr 200814 og Starmýri 1 lnr 200825: Mýrarkot: Glerhús (kúluhús) til útleigu: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Aurélien Sacha Louis Votat, dags. 26. janúar 2018 um hvort að heimilt verði að byggja tvö 35 m2 kúluhús úr gleri á lóðunum Álftamýri 2 og Starmýri 1 til útleigu. Þar sem lóðirnar eru innan skipulagðrar frístundabyggðar samræmist það ekki ákvæðum reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaðir og skemmtanahald að vera með útleiguhús á umræddum lóðum. Ef byggja á hús sem sérstaklega eru ætluð til útleigu þurfa þau að vera á svæðum sem skipulögð eru fyrir verslun- og þjónustu.

Mál nr. 6: 1802004 - Laugarimi 15 og 17: Klausturhólar: Glerhús (kúluhús) til útleigu: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Aurélien Sacha Louis Votat, dags. 26. janúar 2018 um hvort að heimilt verði að byggja tvö 35 m2 kúluhús úr gleri á lóðunum Laugarimi 15 og 17 til útleigu. Þar sem lóðirnar eru innan skipulagðrar frístundabyggðar samræmist það ekki ákvæðum reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaðir og skemmtanahald að vera með útleiguhús á umræddum lóðum. Ef byggja á hús sem sérstaklega eru ætluð til útleigu þurfa þau að vera á svæðum sem skipulögð eru fyrir verslun- og þjónustu.

Mál nr. 22: 1801007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 72.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2018.

b)     Fundargerð 45. fundar stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs., 31. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 68. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. febrúar 2018.

Mál nr. 4 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 68. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 19. febrúar 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 4: Staðan í leikskóladeildinni - fáliðun.
Farið var yfir viðbragðsáætlun vegna fáliðunar í leikskóladeild Kerhólsskóla. Áætlunin felur í sér að börn verði send heim þegar ekki er nægt starfsfólk. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðbragðsáætlun.

 
3.        Hunda- og kattafangari.
Sveitarstjóri fór stöðu mála varðandi lausagöngu hunda og katta í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 
4.        Ársreikningur Laugarárslæknishéraðs.
Fyrir liggur ársreikningur 2017 fyrir Laugaráslæknishérað. Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn.

 
5.    Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna aðalfundar Lánasjóðsins þann 23. mars n.k.
Fyrir liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem tilgreint er að  aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verði haldinn þann 23. mars n.k. Jafnframt er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Eins og áður hafði verið samþykkt verður Gunnar Þorgeirsson, oddviti fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Ingibjörg Harðardóttir til vara. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
6.        Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 8. febrúar 2018 þar sem kynnt er mat reikningsskila- og eftirlitsnefndar á meðhöndlun uppgjörs við Brú lífeyrissjóð í reikningsskilum sveitarfélaga.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 8. febrúar 2018 þar sem kynnt er mat reikningsskila- og eftirlitsnefndar á meðhöndlun uppgjörs við Brú lífeyrissjóð í reikningsskilum sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dags. 8. febrúar 2018 þar sem kynntur er starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli ásamt beiðni frá starfshópnum um upplýsingar hvar sé brýnasta þörfin fyrir þrífasa rafmagn.
Fyrir liggur bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dags. 8. febrúar 2018 þar sem kynntur er starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli ásamt beiðni frá starfshópnum um upplýsingar hvar sé brýnasta þörfin fyrir þrífasa rafmagn. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat sumarhúss við Hagavík.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda sumarhúss við Hagavík, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
9.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat sumarhúss við Villingavatn.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda sumarhúss við Villingavatn, dagsett 6. febrúar 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
11.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
12.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
13.    Beiðni Umhverfis- og auðlindarráðuneytis um umsögn á drögum að stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, ásamt verkefnaáætlun.
Fyrir liggur beiðni Umhverfis- og auðlindarráðuneytis um umsögn á drögum að stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, ásamt verkefnaáætlun. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Skýrsla ráðstefnunnar „Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál“.
Lögð fram til kynningar skýrsla ráðstefnunnar „Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál“.

 
15.    Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2017.
Fyrir liggur íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. desember 2017. Samkvæmt íbúaskránni þann 1. desember 2017 er íbúafjöldi sveitarfélagsins 479, 208 karlar, 182 konur og 89 börn yngri en 18 ára.

 
16.    Tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna handbókar um íbúasamráð og þátttöku íbúa, ásamt handbókinni.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2018 vegna handbókar um íbúasamráð og þátttöku íbúa, ásamt handbókinni. Lagt fram til kynningar.

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  263. stjórnarfundar 30.01 2018.
SASS.  Fundargerð  529. stjórnarfundar 07.02 2018.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. febrúar 2018 vegna viljayfirlýsingar um aðgerðir geng einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Getum við bætt efni síðunnar?