Fara í efni

Sveitarstjórn

430. fundur 18. apríl 2018 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Sigrún Jóna Jónsdóttir
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. apríl 2018. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. apríl 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 70. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 9. apríl 2018.

Mál nr. 1, 2 og 6c þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 70. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 9. apríl 2018. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Vinnufundur.
Fyrir liggur tillaga fræðslunefndar þar sem óskað er eftir að dagvistunargjöld í leikskóladeild Kerhólsskóla verði felld niður, fyrir þau börn sem ekki koma í skólann, þá daga sem grunnskólinn er lokaður. Dagarnir sem umræðir eru jólafrí, páskafrí og vetrarfrí. Litið er á að þetta geti verið hvatning til foreldra að vera meira með börnum sínum. Að mati sveitarstjórnar er dagvistunargjald mánaðargjald og felst því ekki á tillöguna en horft verði til nýrrar fjölskyldustefnu.

Mál nr. 2: Skóladagatal.
Fyrir liggur skóladagatal næsta skólaárs, 2018-2019 fyrir Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skóladagatal en felst ekki á lokun leikskóladeildar milli jóla og nýjárs.

Mál nr. 6c: Fjölskyldustefna.
Fyrir liggur áskorun fræðslunefndar til sveitarstjórnar um að gerð verði fjölskyldustefna fyrir sveitarfélagið sem stuðlar að meiri samveru fjölskyldunnar. Sveitarstjórn felur tómstunda- og félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins að undirbúa gerð fjölskyldustefnu á haustdögum.

b)     Fundargerð 154. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. apríl 2018.

Mál nr. 18, 19, 20, 21, 22 og 28 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 154. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. apríl 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 18: 1804004 - Þóroddsstaðir lnr 168295: Frístundabyggð við Stangalæk: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Bjarna Þorkelssonar, dags. 21. mars 2018 um deiliskipulag frístundabyggðar í landi Þóroddsstaða. Um er að ræða um 28 ha svæði í framhaldi af núverandi frístundabyggð og er gert ráð fyrir 40 nýjum frístundahúsalóðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Leita þarf nýrrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Mál nr. 19: 1804008 - Írafoss- og Ljósafossvirkjanir lnr 168922 og 168926: Sogið: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Landsvirkjunar, dags. 26. mars 2018 þar sem tilkynnt er um að fyrirhugað sé að vinna deiliskipulag fyrir virkjarnir í Soginu, Írafoss- og Ljósafossstöð. Fylgir með uppdráttur sem sýnir fyrirhugað deiliskipulagssvæði. Sveitarstjórn fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæði virkjana í Soginu og um leið sé unnið að lagfæringu á skráningu lóða innan svæðisins.

Mál nr. 20: 20. 1804009 - Steingrímsstöð lnr 170935: Sogið: Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn Landsvirkjunar, dags. 26. mars 2018 þar sem tilkynnt er um að fyrirhugað sé að vinna deiliskipulag fyrir virkjarnir í Soginu, m.a. Steingrímsstöð. Fylgir með uppdráttur sem sýnir fyrirhugað deiliskipulagssvæði. Sveitarstjórn fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæði virkjana í Soginu og um leið sé unnið að lagfæringu á skráningu lóða innan svæðisins.

Mál nr. 21: 1804010 - Minni-Borg lnr 169145: Leiðrétt stærð lóðar.
Fyrir liggur lóðablað yfir landeignina Minni-Borg lnr. 169145. Er landið skráð 10.000 fm í fasteignaskrá en er skv. afmörkun á meðfylgjandi lóðablaði 13.363 fm. Á lóðinni er í dag 764,7 m2 iðnaðarhús. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytta stærð og afmörkun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 22: 1804011 - Minni-Borg 168263: Minni-Borg 2: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur lóðablað sem sýnir afmörkun 29,2 ha lóðar úr landi Minni-Borgar lnr. 168263 og gert ráð fyrir að hún fái heitið Minni-Borg 2. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem spildan skarast á við landið Minni-Borg, golfvöllur lnr. 208755.

Mál nr. 28: 1804001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 18- 76.       
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. apríl 2018.

c)      Fundargerð 21. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 23. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 27. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga, 10. apríl 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Torfastaðir, lóð undir veiðihús.
Erindi vegna afsals frá Steindóri Guðmundssyni, dags. 13. apríl 2018 vegna lóðar undir sameiginlegt veiðihús á Torfastöðum 1 og 2. Sveitarstjórn fellur frá fyrri bókun sinni frá fundi sínum þann 9. september 2011. Sveitarstjórn lítur svo á að lóðin undir veiðihúsinu sé sameiginleg eign Torfastaða 1 og 2 og felur sveitarstjórnar / oddvita að undirrita afsal lóðarinnar.

 
4.        Bréf frá Hermanni Sigurðssyni vegna deiliskipulags frístundarbyggðar í landi Ásgarðs.
Fyrir liggur bréf frá Hermanni Sigurðssyni, dagsett 14. apríl 2018 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leiðréttti mistök sem gerð voru við breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
5.        Kauptilboð í Baulurima 39, Klausturhólum.
Fyrir liggur kauptilboð í sumarhúslóð sveitarfélagsins við Baulurima 39 í Klausturhólalandi að fjárhæð kr. 2.000.000. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi  kauptilboð gegn staðgreiðslu.  Oddvita / sveitarstjóra falið að skrifa undir kaupsamninginn.


6.        Tölvupóstur frá Gunnari Gunnarssyni, íþrótta- og heilsufræðingi þar sem kannað er hvort sveitarfélagið hafi hug á að sækja um þátttöku í verkefninu „Heilsueflandi samfélag“.
Á fundi sveitarstjórnar þann 7. mars 2018 var oddvita falið að afla frekari gagna. Erindinu hafnað.

 
7.        Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvernig hafi verið staðið að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsett 26. mars 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um hvernig hafi verið staðið að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Sveitarstjóra / oddvita falið að svara ráðuneytinu.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selholti, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. mars 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Selholti, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en óskar jafnframt eftir afriti af rekstarleyfi þegar það er gefið út.

 
9.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna í Illagili 6, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna í Illagili 6, dagsett 9. apríl 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 

 
10.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna í Tjarnarlaut 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna í Tjarnarlaut 11, dagsett 3. apríl 2018 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Aðalskipulag Bláskógabyggðar, afmörkun sveitarfélagsmarka Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, dags. 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um afmörkun sveitarfélagsmarka Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps á svæði sem nær frá Þrasaborgum í Lyngdalsheiði að Skjaldbreið. Í aðalskipulagi Bláskógabyggðar eru sveitarfélagamörkin afmörkuð í samræmi við opinber gögn frá Landmælingum Íslands. Óvissa er í gögnum Landmælinga um sveitarfélagamörk en ekki er ágreiningur milli sveitarfélagana um mörkin. Nauðsynlegt er að niðurstaða fáist sem fyrst. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsuppdrátt Bláskógabyggðar.

 
12.    Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-136/2017, Grímsnes- og Grafningshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.
Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-136/2017, Grímsnes- og Grafningshrepps gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

  

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  531. stjórnarfundar 06.04 2018.
Bréf frá Ungmennaráði UMFÍ þar sem greint er frá ályktun af Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Hótel Borealis í Grímsnes- og Grafningshreppi,
dagana 21.-23. mars 2018.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2017.

Getum við bætt efni síðunnar?