Fara í efni

Sveitarstjórn

440. fundur 19. september 2018 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári Bergmann Kolbeinsson

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. september 2018.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. september 2018 liggur frammi á fundinum.

 
2.      Fundargerðir.

a)      Fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 19. ágúst 2018.

Mál nr. 3, 4 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 20. fundargerð fjallskilanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 19. ágúst 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Stækkun á leitarsvæði.
Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn haldi áfram viðræðum við Bláskógabyggð um greiðslu fyrir smölun í landi Bláskógabyggðar, Töglum og Miðfellshrauni. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

Mál nr. 4: Skáli í Kerlingu.
Fjallskilanefnd óskar eftir að sveitarstjórn setji 5 milljónir í fjárhagsáætlun ársins 2019 til byggingar nýs skála í Kerlingu. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 eru 4 milljónir áætlaðar í þessa byggingu og þeir fjármunir ekki verið nýttir ennþá. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þessar 4 milljónir verði áfram í fjárhagsáætlun ársins 2019.

Mál nr. 5: Breyting á reglugerð fjallskila í Ingólfshólfi.
Fjallskilanefnd óskar eftir að tímasetningu fyrstu leitar í fjallskilasamþykkt í landnámi Ingólfs verði breytt úr 22. viku sumars í 37. viku árs fyrir haustið 2019. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

b)     Fundargerð 162. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. september 2018.

Mál nr. 21, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 34 og 35 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
            Lögð fram 162. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 13. september 2018. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 21: 1809014 - Farbraut 14 L169390: Norðurkot: Farbraut 14a: Stofnun lóðar: Fyrirspurn.
Lögð fram fyrirspurn Ríkarðs Sigmundssonar f.h. RS Import ehf., dags. 28. ágúst 2018  um hvort heimilað verði að skipta upp lóðinni Farbraut 14 í tvo hluta. (Farbraut 14 og Farbraut 14b) Lóðin Farbraut 14, er nú um 7000-7500m2 að stærð.

Sveitarstjórn hafnar beiðninni því samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki heimilt að skipta upp lóðum í þegar byggðum sumarhúsahverfum.

Mál nr. 22: 1809016 - Björk 1 L211337: Frístundabyggð: Breytt notkun lóðar: Aðalskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn frá Kristjáni Sverrissyni, f.h. Meltuvinnslunnar ehf., dags. 6. september 2018  um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps og einnig gildandi deiliskipulagi 57 lóða sumarhúsabyggðar í landi Bjarkar I, í þá veru að svæðinu verði breytt í íbúðabyggð.

Sveitarstjórn vísar málinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.

Mál nr. 23: 1808038 - Hestur lóð 50 L168559: Frístundabyggð í landi Hests: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Björnssonar f.h. Glóru ehf., dags. 21. ágúst 2018  um að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina Hestur lóð 50. Breytingin felst í að í stað 2,7m veggjahæðar frá gólfi í efri brún sperru sé leyfilegt að fara í 3,4m og að leyfilegt verði að vera með þakhalla í 5 gráðum í stað 15-45 gráðum sem núverandi skilmálar gefi til kynna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á Hestlandssvæðinu í heild sem gefi þakhalla frjálsan eða 0-45 gráðu halla. Einnig að veggjahæð upp á efri brún sperru verði hækkuð úr 2,7m frá gólfi uppí 3,4m á efri brún sperru. skv. gr. 2.3 í greinargerð skipulagsins. Ofangreindar breytingar koma til viðbótar þeim breytingum sem samþykktar voru af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps 15. mars 2007 á skilmálum deiliskipulagsins á gr. 2.3. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 24: 1808044 - Hvítárbraut 13 L169711: Vaðnes: Ný lóð: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Kjartans Hanssonar og Sifjar Hansdóttur, dags. 19. ágúst 2018  um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagsskilmálum í Vaðnesi fyrir lóð 13. Breytingin felst í að lóðin sem er nú 8700 m2 er stækkuð um 1300 m2 og henni skipt upp í 13 og 13b og verða þær því 5000 m2 hvor. Liður 13 í gildandi skilmálum falli út sem segir að hús megi ekki vera meira en 250 m2 að stærð. Í staðinn gildir 0,03 nýtingarhlutfall sem er í gildandi skilmálum.

Sveitarstjórn hafnar beiðninni því samkvæmt aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 er ekki heimilt að skipta upp lóðum í þegar byggðum sumarhúsahverfum.

Mál nr. 25: 1808049 - Bíldsfell III L170818: Lóð fyrir útihús: Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur umsókn Árna Þorvaldssonar, Bíldsfelli III, dags. 21. ágúst 2018  um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Bíldsfell III. Breytingin felur í sér að útbúin er sérstök 3,5 ha lóð utan um byggingarreit fyrir útihús í gildandi deiliskipulagi.

Að mati sveitarstjórnar er breytingin óveruleg og samþykkir hana samhljóða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna þar sem ekki er um að ræða aðra hagsmunaaðila.

  
Mál nr. 26: 1808050 - Vesturhlíð L192153: Vesturhlíð 1: Stofnun lóðar.
Fyrir liggur umsókn Árna Þorvaldssonar, dags. 21. ágúst 2018 um stofnun nýrrar 35 ha lóðar út úr landspildunni Vesturhlíð L192153. Nafnið á nýrri spildu verður Vesturhlíð 1. Aðkoma að lóðinni er frá Grafningsvegi og eru tvær tillögur að aðkomunni sýndar á tveimur lóðablöðum. Samhliða er óskað eftir vegtengingu inn á upprunalandið Vesturhlíð L192153 frá Grafningsvegi skv. lóðablaði, þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðkoma að landinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu að nýrri lóð. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við vegtengingu að upprunalandinu með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar.

Mál nr. 27: 1808053 - Nesjar L170897: Tjarnarlaut 4: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 23. ágúst 2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170897. Heiti lóðarinnar verði Tjarnarlaut 4 í stað Nesjar. Stærð lóðar breytist úr 1.000 m2 í 2.800 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Jafnframt liggur fyrir samþykki landeigenda upprunalandsins, lóðarhafa Tjarnarlautar 4 og lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á skráningu lóðar miðað við fyrirliggjandi gögn og ekki eru gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 28: 1808052 - Nesjar lóð L170912: Uglukot: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 23. ágúst 2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170912. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Uglukot. Stærð lóðar breytist úr 4.300 m2 í 4.625 m2. skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Jafnframt liggur fyrir samþykki landeigenda og lóðarhafa lóðarinnar á hnitsettri afmörkun ásamt áður samþykktum hnitsettum lóðablöðum fyrir aðliggjandi lóðir.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir rökstuðningi fyrir heiti lóðarinnar.

Mál nr. 29: 1808054 - Nesjar L170909: Tjarnarlaut 3: Breytt afmörkun, stærð og heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 23. ágúst 2018 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð og heiti lóðarinnar Nesjar L170909. Heiti lóðarinnar verður Tjarnarlaut 3 í stað Nesjar. Stærð lóðar breytist úr 2.500 m2 í 2.755 m2 skv. nákvæmari mælingu. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Jafnframt liggur fyrir samþykki landeigenda upprunalandsins og lóðarhafa Tjarnarlautar 3 ásamt umsókn landeigenda og lóðarhafa L170897 (Tjarnarlaut 4) um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar með hnitsettu lóðarblaði.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðarmarka. Ekki eru gerðar athugasemdir við landsskipti skv. 13. jarðalaga.

Mál nr. 30: 1808043 - Björk 2 (L201555): Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma.
Fyrir liggur umsókn frá Ingibjörgu Harðardóttur og Birni Snorrasyni, dags. 22. ágúst 2018 um byggingarleyfi til að byggja reiðskemmu, 480,0 m2, á jörðinni Björk 2 (L201555) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir reiðskemmu á jörðinni Björk 2. Jafnframt liggur fyrir undirritun nágranna að Björk 1 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við áætlaða framkvæmd.

Mál nr. 34: 1808001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 84.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 8. ágúst 2018.

Mál nr. 35: 1808004F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18 – 85.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2018.

c)      Fundargerð 28. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 4. september 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð stjórnar Laugaráslæknishéraðs, 13. september 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Tónlistarskóli Árnesinga, viðbótar framlag.
Lögð fram fyrirspurn Helgu Sighvatsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta fyrir 2-3 nemendur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við 1,5-2,5 klst. í tónlistarnám.

 
4.        Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna.
Kynnt er að fjármálaráðstefna sveitarfélaganna verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 11. og 12. október n.k. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fimm fulltrúar úr sveitarstjórn eigi kost á að fara á ráðstefnuna.

 
5.        Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vegna Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dagsett 13. september 2018 þar sem greint er frá því hvar og hvenær Ársþings SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands verður. Ársþingin verða í Hvergerði, dagana 18. og 19. október n.k. Sveitarfélagið á tvo fulltrúa á þinginu en öllum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja þingið. Fulltrúar Grímsnes- og Grafningshrepps verða Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.

 
6.        Félagsmiðstöðin Zetor, samantekt á starfi veturinn 2017-2018.
Fyrir liggur samantekt á starfi Félagsmiðstöðvarinnar Zetor fyrir veturinn 2017-2018. Samantektin lögð fram til kynningar.

 
7.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 13, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. september 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 13, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 
8.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 15, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. september 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 15, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 
9.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 17, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 10. september 2018 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Kerbyggð 17, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.


 
10.    Bréf frá Íbúðalánasjóði vegna þátttöku í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
Fyrir liggur bréf til Íbúðalánasjóði, dags. 11. september 2018 þar sem leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Maríu Rúnarsdóttur, formanni Félagsráðgjafafélags Íslands vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991.
Fyrir liggur bréf frá Maríu Rúnarsdóttur, formanni Félagsráðgjafafélags Íslands, dags. 6. september 2018 þar sem vakin er athygli á breytingum á lögum um félagsþjónustu nr. 40/1991, 18. gr. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Tölvupóstur frá Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði þar sem óskað er eftir umsögn og athugasemdum sveitarfélagsins við endurskoðaðri stefnumörkun þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði, dags. 7. september 2018 þar sem óskað er eftir umsögn og athugasemdum sveitarfélagsins við endurskoðaðri stefnumörkun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  268. stjórnarfundar 22.08 2018.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  269. stjórnarfundar 13.09 2018.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 862. stjórnarfundar, 31.08 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?