Fara í efni

Sveitarstjórn

254. fundur 04. febrúar 2010 kl. 09:00 - 10:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Afgreiðsla Umhverfisráðherra á aðalskipulagi sveitarfélaga.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 21. janúar 2010 liggur frammi á fundinum.

 2.   Fundargerðir.

      a)   20. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 26.01.2010.

      Fundargerðin lögð fram.  Jafnframt er lagt fram vegna liðar nr. 14 bréf  frá eigenda Tóftarbrautar 2-4 í Vaðnesi þar sem mótmælt er afstöðu nefndarinnar.   Sveitarstjórn telur að            ákveðin stöðuleiki þurfi að ríkja í skipulagsmálum og veigamikil rök þurfi til breytinga á áður samþykktum deiliskipulögum á sumarhúsasvæðum auk þess sem nokkrar                            athugasemdir bárust gegn sameiningu á lóðunum.   Sveitarstjórn staðfestir því fundargerðina óbreytta.

 3.  Þriggja ára fjárhagsáætlun.
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins lögð fram til 1. umræðu.   Málinu vísað til 2. umræðu.

 4.  Ákvörðun um kjörstað vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars nk.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars nk. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.   Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur. 

 5.  Drög að leigusamningi vegna útleigu á skála í Kringlumýri.
Lögð fram drög að leigusamningi milli sveitarfélagsins og Kerhesta ehf um útleigu á skála og annrri aðstöðu í Kringlumýri.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Kerhesta ehf á grundvelli samningsdraganna.

 6.  Ársskýrsla Leikskólans Kátuborgar 2008-2009.
Lögð fram árskýrsla Leikskólans Kátuborgar fyrir skólaárið 2008-2009.   Sveitarstjórn þakkar leikskólastjóra fyrir vandaða og ítarlega skýrslu.

 7. Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 5. mars nk.
Sveitarstjórn felur Ingvari Ingvarssyni, oddvita að fara með atkvæði sveitarfélagins á aukaðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands þann 5.mars nk. og til vara Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóra.

 8. Vatnsbólið á Björk.
Lagt fram erindi frá landeigendum á Björk I varðandi möguleika á að sveitarfélagið kaupi vatnsbólið á Björk og nærsvæði.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við landeiganda.

 9. Hálendisvegir og slóðar.
Lagt fram bréf og upplýsingar frá Landsambandi Hestamannafélaga um hálendisvegi og slóða þar sem fram kemur hvaða vegi  og slóða þeir hafi skilgreint sem æskilega vegi fyrir umferð hesta.  Þá er rædd beiðni Umhverfisráðuneytisins um fund um sama málefni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða til fundar með Umhverfisráðuneytinu til að fara yfir þessi mál.

 10. Grímsævintýri.
Lögð fram fyrirspurn frá Kvenfélagi Grímsneshrepps varðandi Grímsævintýri í ágúst.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Kvenfélagið um að sjá um Grímsnesævintýrið árið 2010.

 11. Aðalfundur Landsamtaka landeiganda á Íslandi 11. feb. nk.
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Landsamtaka landeiganda á Íslandi þann 11. febrúar nk.

 12. Önnur mál.

a)        Afgreiðsla Umhverfisráðherra á aðalskipulagi sveitarfélaga.

Sveitarstjórn átelur vinnubrögð Umhverfisráðherra varðandi afgreiðslu á aðalskipulagi sveitarfélaga.    Ákvörðun ráðherra vegna afgreiðslu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóhrepps vekur furðu og er alvarleg atlaga að sjálfsákvörðunarvaldi sveitarfélaga í skipulagsmálum og heiðri sveitarstjórnarmanna.  Þá er einnig bent á þá lögleysu ráðherra að draga afgreiðslu slíkra mála svo mánuðum skiptir. 

13. Til kynningar.
a) Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.
b) Áramótayfirlit frá Lánasjóði Sveitarsfélaga vegna ársins 2009.
c) Íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepps 1. desember 2009.
d) Bréf frá Ríkissaksóknara um kæru vegna afturköllunar ákvörðunar lögreglustjórans á Selfossi.
e) Bréf frá Ungmennafélagi Íslands vegna Unglingalandsmót 2012.
f) Yfirlit um kostnað vegna starfssemi Félagsmálastjóra fyrir árið 2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 10:35.

 

Getum við bætt efni síðunnar?