Fara í efni

Sveitarstjórn

449. fundur 06. febrúar 2019 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Ásu Valdísar Árnadóttur
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. janúar 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. janúar 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 170. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 30. janúar 2019.

Mál nr. 8, 9, 10 og 15 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 170. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 30. janúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 8: 1901053 - Bjarkarlækur L224049; Byggingar á lóð; Lögbýli; Fyrirspurn.
Lögð er fram fyrirspurn Halls Símonarsonar, dags. 21. janúar 2019 um hvort mögulegt sé að gera Bjarkarlæk L224049, ca. 9 hektarar að stærð, að lögbýli. Hugmynd er um að byggja íbúðarhús, gestahús, hesthús og skemmu á lögbýlinu. Landspildan er í gildandi aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 skilgreind sem landbúnaðarland.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mælist til að fullunnin verði deiliskipulagstillaga fyrir svæðið.

Mál nr. 9: 1901049 - Hólsbraut 16 (L208946); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús með bílgeymslu.
Fyrir liggur umsókn Páls R. Tryggvasonar, dags. 21. janúar 2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með bílgeymslu 181,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 16 (L208946) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Byggingin mun fara örlítið út fyrir merktan byggingarreit í gildandi deiliskipulagi samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílgeymslu, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Ingibjörg Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 10: 1811056 - Frístundasvæði Öldubyggð; Svínavatn; Deiliskipulagsbreyting.
Fyrir liggur beiðni Jóns Ingileifssonar, dags. 26. nóvember 2018 um breytingu á deiliskipulagsskilmálum sumarhúsabyggðar í landi Svínavatns. Óskað er eftir að breyta nýtingarhlutfalli lóða í 0,03. Aukahús/gestahús eða geymsla verði allt að 40m². Þakgerðir og mænisstefnur séu frjálsar. Efnisval húsa sé frjálst. Liður 8. í gildandi greinargerð deiliskipulags fellur út.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 15: 1901003F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 93.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2019.

b)     Fundargerð 58. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 30. janúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 3. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 12. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 4. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu, 31. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 1. fundar framkvæmdarráðs Almannavarna Árnessýslu, 18. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Kvöð um forkaupsrétt.
Fyrir liggur kaupsamningur milli hlutaðeigandi aðila um Heiðarbraut 15 (fastanúmer 234-4024) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í afsali lóðarinnar dags. 1. nóvember 1989 er kveðið á um að Grímsneshreppur eigi forkaupsrétt að lóðinni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti lóðarinnar og veitir sveitarstjóra, Ingibjörgu Harðardóttir fulla heimild til að tilkynna það sýslumanni fyrir hönd sveitarfélagsins.

 
4.        Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXIII. landsþing Sambandsins.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. janúar 2019 þar sem tilkynnt er að XXXIII. landsþing Sambandsins verði haldið þann 29. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

  
5.        Samkomulag um kjarasamningsumboð.
Fyrir liggur samkomulag milli sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar við þau stéttarfélög sem tilgreind eru í samkomulaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita það fyrir hönd sveitarfélagsins.

 
6.        Bréf frá Betzy Ósk Hilmarsdóttur f.h. Sveins Ívarssonar og Önnu S. Guðmundsdóttur vegna skipulags lóða við Skyggnisbraut 2a og 2b.
Fyrir liggur bréf frá Betzy Ósk Hilmarsdóttur, lögmanni f.h. Sveins Ívarssonar og Önnu S. Guðmundsdóttur, dagsett 18. janúar 2019 vegna skipulags lóða þeirra við Skyggnisbraut 2a og 2b. Jafnframt er lagt fram svarbréf lögmanns sveitarfélagsins, Óskars Sigurðssonar hrl.

Fyrirliggjandi bréf lagt fram og staðfestir sveitarstjórn svarbréf Óskars Sigurðssonar hrl.

 
7.        Tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur f.h. úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála þar sem tilkynnt er um kæru vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um skráningu sumarhúss að Kerhraun C103/104.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur f.h. úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, dags. 30. janúar 2019 þar sem tilkynnt er um kæru vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um skráningu sumarhúss að Kerhraun C103/104.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.

 
8.        Bréf frá Steinunni V. Óskarsdóttur og Sigrúnu B. Einarsdóttur f.h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðaherra þar sem kynnt er útgáfa Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.
Fyrir liggur bréf frá Steinunni V. Óskarsdóttur og Sigrúnu B. Einarsdóttur f.h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðaherra, dagsett 25. janúar 2019 þar sem kynnt er útgáfa Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Einnig er lagt fram innbundið eintak af Áfangastaðaáætluninni.

Lagt fram til kynningar.

 
9.        Bréf frá Guðmundi D. Haraldssyni f.h. stjórnar Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði þar sem kynnt er ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.
Fyrir liggur bréf frá Guðmundi D. Haraldssyni f.h. stjórnar Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði þar sem kynnt er ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá Hermanni Sæmundssyni og Ólafi Kr. Hjörleifssyni f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis þar sem því er beint til  sveitarstjórnar að fara eftir ákvæðum sveitarstjórnarstjórnarlaga um bindandi áhrif fjárhagsáætlunar.
Fyrir liggur bréf frá Hermanni Sæmundssyni og Ólafi Kr. Hjörleifssyni f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 21. janúar 2019 þar sem því er beint til  sveitarstjórnar að fara eftir ákvæðum sveitarstjórnarstjórnarlaga um bindandi áhrif fjárhagsáætlunar við fjármálastjórn sveitarfélagsins.

Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Háagerði lóð, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Háagerði lóð, dagsett 17. janúar 2019 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Bréf frá forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur þar sem sveitarfélög er hvött til að kynna sér heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og til að senda fulltrúa á kynningarfund þann 15. febrúar n.k.
Fyrir liggur bréf frá forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, dagsett 28. janúar 2019 þar sem sveitarfélög er hvött til að kynna sér heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og til að senda fulltrúa á kynningarfund þann 15. febrúar n.k.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kjörnir fulltrúar hafi tök á að fara á kynningarfundinn.

 
13.    Tölvupóstur frá Vali R. Halldórssyni sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að taka afstöðu til frumvarps til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Vali R. Halldórssyni sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. febrúar 2019 þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að taka afstöðu til frumvarps til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
14.    Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.+
Fyrir liggur beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 
15.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.


 
16.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að frumvarpi til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að frumvarpi til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.  

Frumvarpið lagt fram til kynningar. 

 



Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 193. stjórnarfundar 23.01 2019.
SASS.  Fundargerð  542. stjórnarfundar 11.01 2019.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 867. stjórnarfundar, 25.01 2019.
Velferðarvaktin. Stöðuskýrsla 2017 – 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?