Fara í efni

Sveitarstjórn

450. fundur 20. febrúar 2019 kl. 09:00 - 12:35 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. febrúar 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. febrúar 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 76. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. febrúar 2019.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 76. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 5. febrúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Skóladagatal 2019-2020, fyrsta umræða.
Fræðslunefnd óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar til jólalokunar leikskóladeildar og skólaslita grunnskóladeildar skólaárið 2019-2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leikskóladeild Kerhólsskóla skuli vera opin alla virka daga um jól, páska og vetrarfrí. Leikskólagjöld verða felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs og í dymbilviku vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma enda hafa foreldrar sótt um niðurfellingu, á þar til gerðu eyðublaði eigi síðar en 1. desember 2019 og 13. mars 2020. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að heimilt verði að hafa tvo vetrarfrídaga í grunnskóladeild fyrir áramót 2019-2020 og þar með verða ekki skólaslit fyrr en í byrjun júní.

b)     Fundargerð 12. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. febrúar 2019.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 12. fundargerð ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 18. febrúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 2: Beiðni um styrk vegna dagskrár í vetrarfríi grunnskólans.
Ungmennaráð mun taka þátt í skipulagningu og framkvæmd dagskrár í vetrarfríi grunnskóladeildar Kerhólsskóla í samvinnu við tómstunda- og félagsmálafulltrúa. Verið er að skipuleggja ferð í Bláfjöll líkt og gert hefur verið undanfarin ár, til vara (ef lokað er í Bláfjöllum)  er verður farið á skauta í Reykjavík. Áætlað er að farið verði með rútu og óskar ungmennaráð eftir styrk frá sveitarfélagi til greiðslu á rútunni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að rútan verði greidd. 

c)      Fundargerð 171. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 13. febrúar 2019.

Mál nr. 13, 14, 15, 16, 17, 18 og 23 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 171. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 13. febrúar 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 13: 1902012 - Freyjustígur 13 L206226; Ásgarður; Skilmálum varðandi byggingarefni húsa innan svæðis breytt; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram fyrirspurn Söndru Yunhong She um hvort heimilt verði að gera breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags frístundabyggðar Búgarðs í landi Ásgarðs Hluti III, Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir gerð verði breyting á lið 3. í greinargerð/skilmálum undir grein um "Húsagerðir og byggingarlag", að í stað kröfu um að byggingarefni húsa sé timburhús, verði byggingarefni húsa gefin frjálst.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 14: 1902008 - Mýrarkot lóð L169228; Bræðraborg; Breytt heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Bjarkar Baldursdóttur, dags. 4. febrúar 2019 um breytingu á heiti landeignarinnar Mýrarkot lóð L169228 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að landið fái heitið Bræðraborg. Skv. landeiganda þá voru fyrri eigendur bræður og nefndu landeignina þessu nafni.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda þar sem við skoðun málsins kom í ljós að mannvirki innan skipulagssvæðis er ekki í samræmi við núgildandi deiliskipulag.

Mál nr. 15: 1701063 - Tjarnholtsmýri 1-15 (oddatölur); Bjarnastaðir 1; Breytt notkun lóða; Deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagstillaga að endurskoðun deiliskipulags lóða við Tjarnholtsmýri úr landi Bjarnastaða með vísun í fyrra erindi þar sem óskað var eftir að lóðunum verði breytt í smábýli. Er svæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst í mars 2018, en auglýst að nýju frá 19. desember 2018 til 30 janúar 2019, eftir að Vegagerðin hafði farið fram á að vegtengingum inn á svæðið yrði fækkað. Lóðarhafar Tjarnholtsmýri 7 og 9 hafa gert athugasemdir við tillögunar og einnig lóðarhafi á lóð nr. 5.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og mælist til að hönnuður og skipulagsfulltrúi óski eftir fundi með Vegagerðinni til að leita lausna á vegtengingum inn á Tjarnarholtsmýrarlóðirnar.

Mál nr. 16: 1902018 - Vindmastur á Mosfellsheiði; Tímabundin uppsetning; Framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggur umsókn frá Katli Sigurjónssyni f.h. Zephyr Iceland ehf. um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á 80m háu vindmælingarmastri í þjóðlendu, nánar tiltekið á Mosfellsheiði, Grímsnes-og Grafningshreppi. Óskað er eftir að framkvæmdaleyfið sé gefið út til eins árs vegna tilraunavindmælinga á heiðinni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að byggingarfulltrúi skuli gefa út byggingarleyfi fyrir vindmælingarmastri í samræmi við 2. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 í stað framkvæmdaleyfis. Það virðist vera skýrari afstaða tekin til byggingu mastra í mannvirkjalögum fremur en í reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningarblað þar sem möstur eru sérstaklega tilgreind sem byggingarleyfisskyld framkvæmd. Byggingarleyfi skal gefið út til 12-15 mánaða og miðast við að tilraunaverkefnið standi ekki lengur.

Mál nr. 17: 1902024 - Jónslaut 1 L202405; Nesjar L170824; Afmörkun og breytt stærð lóðar.
Fyrir liggur umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 19. janúar 2019 um staðfestingu á afmörkun og breytingu á stærð lóðarinnar Jónslaut 1 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Stærð lóðar breytist úr 10.000 m2 sem er skv. samþykktu deiliskipulagi í 10.989 m2 skv. nákvæmari mælingu á nýjum tölvugrunni. Þá er óskað eftir að ekki verði gerð athugasemd við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga. Fyrir liggur samþykki landeigenda upprunalandsins, lóðarhafa Jónslautar 1, ásamt samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á hnitsetningu lóðamarka á þegar samþykktum lóðablöðum fyrir Nesjar Uglukot L170912 og Hestvíkurveg 2 L170891.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun og breytingu á skráningu lóðarinnar miðað við fyrirliggjandi gögn og ekki eru gerðar athugasemdir við landsskiptin skv. 13. gr. jarðalaga.

Mál nr. 18: 1812034 - Kattargil 8 (L170908); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging.
Fyrir liggur umsókn Liv Bergþórsdóttur og Sverris Viðars Haukssonar um stækkun á núverandi sumarhúsi í landi Nesja á lóðinni Kattargil 8. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Áform eru um að sumarhúsið verði á tveimur hæðum.

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda þar sem svæðið er á aðalskipulagi sem landbúnaðarland og ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.

Mál nr. 23: 1902001F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 94.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2019.

d)     Fundargerð 3. fundar stjórnar Laugaráslæknishéraðs, 11. desember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð opins fundar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 30. janúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 15. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs., 11. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

g)      Fundargerð 191. fundar fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga, 11. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

h)     Fundargerð 34. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 16. nóvember 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

i)       Fundargerð 35. stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, 1. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 
3.        Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 136/2017 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar um synjum  á  sameiningu tveggja lóða úr landi Villingavatns, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 136/2017 þar sem kærð var ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. október 2017 um að hafna sameiningu tveggja lóða úr landi Villingavatns. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kærenda var hafnað. Lagt fram til kynningar.

 
4.        Bréf frá fulltrúa Þjóðskrár Íslands, Birtu A. Bjarnadóttur þar sem óskað er afstöðu sveitarstjórnar á misræmi skráninga í fasteignaskrá/húsaskrá.
Lögð fram að nýju bréf frá Birtu Austmann Bjarnadóttur f.h. Þjóðskrár Íslands, dagsett 25. október 2018 og 30. október 2018 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki afstöðu á misræmi skráninga í fasteignaskrá/húsaskrá. Afgreiðslu málanna var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. og oddvita/sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu. Haft hefur verið samband við þá sem málið snertir og fundin lausn fyrir hvern og einn. Oddvita/sveitarstjóra falið að senda umræddar upplýsingar til skráningar hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita bs.

 
5.        Bréf frá Hannesi Lárussyni f.h. íslenska bæjarins ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu og nýtingu eignarlóðar að Laxabakka við Sogið.
Fyrir liggur bréf frá Hannesi Lárussyni  f.h. íslenska bæjarins ehf., dagsett 14. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir stuðningi við uppbyggingu og nýtingu eignarlóðar að Laxabakka við Sogið. Afgreiðslu málsins frestað og oddvita falið að vinna málið áfram.

 
6.        Bréf frá Einari Þ. Eyjólfssyni, verkefnisstjóra Íbúðalánasjóðs þar sem minnt er á að húsnæðisáætlunum sveitarfélaga skuli vera skilað eigi síðar en 1. mars.
Fyrir liggur bréf frá Einari Þ. Eyjólfssyni, verkefnisstjóra Íbúðalánasjóðs þar sem minnt er á að húsnæðisáætlunum sveitarfélaga skuli vera skilað eigi síðar en 1. mars. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
7.        Annáll ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
Fyrir liggur annáll frá ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur um störf sín á árinu 2018. Annállinn lagður fram til kynningar.

 
8.        Tölvupóstur frá Þórði F. Sigurðssyni, sviðsstjóra þróunarsviðs SASS þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Þórði F. Sigurðssyni, sviðsstjóra þróunarsviðs SASS, dags. 15. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson, Steinar Sigurjónsson og Smári Bergmann Kolbeinsson að verði fulltrúar sveitarfélagsins.

 
9.        Tölvupóstur frá Óttari Guðjónssyni f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Óttari Guðjónssyni f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2019 þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
10.    Tölvupóstur frá Birni Inga Jónssyni, verkefnisstjóra Almannavarna á Suðurlandi þar sem farið er yfir með hvaða hætti sveitarfélagið getur nýtt sér æfingu almannavarna í lok febrúar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Birni Inga Jónssyni, verkefnisstjóra Almannavarna á Suðurlandi, dags. 12. febrúar 2019 þar sem farið er yfir með hvaða hætti sveitarfélagið getur nýtt sér æfingu almannavarna í lok febrúar. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands þar sem óskað er eftir upplýsingum um notendaráð fatlaðs fólks.
Fyrir liggur bréf frá Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalags Íslands, dagsett 12. febrúar 2019 þar sem óskað eftir upplýsingum um notendaráð fatlaðs fólks.

Á þjónustusvæði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi – Bergrisanum er starfrækt notendaráð sem í sitja  6 einstaklingar allir með þroskahömlun.  Þeir sem sitja í notendaráðinu fóru á námskeið hjá Fræðslunetinu og heldur starfsmaður hjá fræðslunetinu utan um starf  notendaráðs.  Notendaráðið gefur álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði. Á þjónustusvæðinu er einnig starfræktur samstarfshópur sem í sitja þrír sveitastjórnarmenn sem kosnir voru á aðalfundi Bergrisans og aðilar frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á Suðurlandi.  Óskað hefur verið eftir tilnefningu  hagsmunaaðila í samstarfshópinn en þær hafa ekki enn borist.

 
12.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða. Drögin lögð fram til kynningar.

 
13.     Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti drög að stefnu í almenningssamgöngum. Stefnan lögð fram til kynningar.

 
14.    Birt frá Forsætisráðuneyti stefna um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.
Fyrir liggur að birt er frá Forsætisráðuneytinu stefna um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum. Stefnan lögð fram til kynningar.

 
15.    Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.
Fyrir liggur beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps styður ekki við frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).

Sveitarstjórn telur ekki rétt að aðskilja kosningarétt og kjörgengi og telur því að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri og kosningaaldur verði því áfram 18 ár við sveitarstjórnarkosningar eins og verið hefur. Vissulega vill sveitarstjórn styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólk og telur að slíkt þurfi að byrja með aukinni fræðslu í elstu deildum grunnskóla þar sem að ungmennum er veitt fræðsla meðal annars um stjórnsýsluna. Einnig þarf að gera Ungmennaráð að fastanefndum hjá öllum sveitarfélögum og hvetja til þess að ungmenni séu einnig höfð í huga þegar valið er í aðrar fastanefndir sveitarfélaga þannig að rödd ungs fólks heyrist þegar verið er að fjalla um málefni samfélagsins. Með slíkum breytingum er ungu fólki veitt aukið tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur.

 
16.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóður aldraðra), 306. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
17.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 
18.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 

 

Til kynningar
SASS.  Fundargerð  543. stjórnarfundar 01.02 2019.
Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2018.
Umboðsmaður barna, niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um vinnuskóla fyrir ungmenni.

Getum við bætt efni síðunnar?