Fara í efni

Sveitarstjórn

453. fundur 03. apríl 2019 kl. 09:00 - 12:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

1.    Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.

Á fundinn komu Hrafnhildur Karlsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og fóru yfir stöðu mála í leikskóladeild Kerhólsskóla vegna úttektar sem sveitarstjórn óskaði eftir.

 
2.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. mars 2019.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 20. mars 2019 liggur frammi á fundinum.

 
3.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 77. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 20. mars 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)     Fundargerð 14. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 18. febrúar 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c)      Fundargerð 174. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 27. mars 2019.

Mál nr. 9, 10, 11, 12, 13 og 16 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 174. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 27. mars 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 9: 1902056 - Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095; Endurbygging á lóð;Deiliskipulag.
Fyrir liggur umsókn frá Íslenska bænum í Austur Meðalholtum, dags. 7. febrúar 2019 um heimild til að deiliskipuleggja Öndverðarnes lóð 2 (Laxabakki) L170095, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirhuguðu deiliskipulagi verða sett ákvæði sem heimila endurbyggingu bátaskýlis og sumarhúss með viðbótum til að mæta nútíma kröfum um frístundahús. Jafnframt verða sett ákvæði um aðkomu og lagnaleiðir á lóð.

Sveitarstjórn hafnar umsókn um heimild til að deiliskipuleggja Öndverðanes lóð 2 þar sem staðsetning lóðar er á svæði hverfisverndar og ekki liggja fyrir staðfest lóðarmörk.

Mál nr. 10: 1901008 - Öndverðarnes lóð 2 L170095; Laxabakki; Staðfest afmörkun og breytt heiti lóðar.
Fyrir liggur umsókn Hannesar Lárussonar f.h. Íslenska Bæjarins, dags. 7. febrúar 2019 um staðfestingu á afmörkun landeignarinnar Öndverðarnes lóð 2 L170095. Skv. hnitsettri afmörkun er lóðin 10.000m2 og er í samræmi við skráða stærð í fasteignaskrá. Einnig er óskað eftir að landið fái heitið Laxabakki og liggur fyrir útskýring á hvaðan heitið er fengið.

Sveitarstjórn frestar staðfestingu á afmörkun lóðarinnar þar til fyrir liggur samþykki eigenda Öndverðanes 2.

Mál nr. 11: 1903035 - Ásabraut 45 L202475; Breytt notkun lóðar úr frístundalóð í þjónustulóð og tilfærsla lóðamarka; Fyrirspurn.
Lögð er fram fyrirspurn Róberts G. Gunnarssonar, dags. 12. mars 2019 um breytta notkun lóðar úr frístundalóð í þjónustulóð og tilfærslu lóðamarka.

Sveitarstjórn hafnar breyttri notkun lóðar úr frístundalóð í verslunar- og þjónustulóð en felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda vegna óska um tilfærslu á lóðamörkum.

Mál nr. 12: 1903034 - Vatnsbrekka 1 L199296; Breytt stærð lóðar.
Fyrir liggur umsókn Gunnars Jónassonar, dags. 12. mars 2019 um breytingu á stærð lóðarinnar Vatnsbrekku 1, L199296, í landi Nesja. Lóðin er skv. skráningu 74.000m2 en skv. mælingum Péturs H. Jónssonar, sbr. lóðablað dags. 8. mars 2019 er rétt stærð lóðar 87.000 m2. Einnig er lagt fram undirritað fylgiskjal eigenda jarðarinnar Nesja ásamt eigenda aðliggjandi landeignar sem samþykki fyrir landamörkum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar og ekki eru gerðar athugasemdir við 13. grein jarðalaga.

Mál nr. 13: 1903024 - Vesturkantur 6 (L169407); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús auk stækkunar.
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar B. Ragnarsdóttur og Lárusar Ragnarssonar, dags. 1. mars 2019 um byggingarleyfi til að endurbyggja sumarhús auk stækkunar um 15 m2 á sumarhúsalóðinni Vesturkantur 6 (L169407) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Árið 2015 er þetta hús skráð rifið og tekið út úr fasteignaskrá. Umsækjandi hefur í stað þess að rífa húsið endurbyggt það auk þess að stækka án tilskilinna leyfa. Staðsetning hússins er á upprunalegum stað sbr. deiliskipulagsuppdrátt en enginn byggingarreitur er á lóð 6. Lóð 6 og 6A skv. deiliskipulagi er í fasteignaskrá ein lóð alls 10.000 m2. Lóð 6A hefur ekki verið stofnuð.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina með fyrirvara um að gerð verði deiliskipulagsbreyting vegna lóðanna Vesturkantur 6 og 6A.

Mál nr. 24: 1903006F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 97.    
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. mars 2019.

d)     Fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, 27. mars 2019.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram fundargerð oddvitanefndar vegna reksturs Seyrustaða á Flúðum, dags. 27. mars 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Verð í vinnu við undirstöður vegna aðstöðuhúss á Seyrustöðum að Flatholt 2, Flúðum.
Fyrir liggur tilboð Landsstólpa ehf. í undirstöður undir aðstöðuhúsið á Seyrustöðum upp á rúmar 49 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tilboð.

Mál nr. 2: Byggingarstjórn vegna vinnu við aðstöðuhús og undirstöður.
Fyrir liggur tilboð í byggingarstjórn vegna byggingar hússins að Seyrustöðum frá Berki Brynjarssyni upp á 3,6 millj. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tilboð.

 
4.        Borg í sveit.
Viðburðurinn Borg í sveit verður haldinn laugardaginn 1. júní 2019 í umsjón atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsjónaraðili fái greitt samkvæmt tímaskráningu.

 
5.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Ásabraut 26, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 29. mars 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Ásabraut 26, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er skipulögð sem frístundabyggð en ekki viðskipta- og þjónustulóð.

 
6.        Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir tímabundið áfengisleyfi í Félagsheimilinu Borg, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. mars 2019 um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir tímabundið áfengisleyfi í Félagsheimilinu Borg, dagana 24. og 25. apríl 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 
7.        Bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem kynnt er verklag nefndarinnar með fjárfestingum og eftirlit með framvindu fjárfestinga á árinu 2019.
Fyrir liggur bréf frá Þóri Ólafssyni og Eiríki Benónýssyni f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 18. mars 2019 þar sem kynnt er verklag nefndarinnar með fjárfestingum og eftirlit með framvindu fjárfestinga á árinu 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
8.        Bréf frá Arnfríði Aðalsteinsdóttur sérfræðingi hjá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir afhendingu á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.
Fyrir liggur bréf frá Arnfríði Aðalsteinsdóttur sérfræðingi hjá Jafnréttisstofu dagsett 19. mars 2019 þar sem óskað er eftir afhendingu á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra / oddvita að senda jafnréttisáætlunina á Jafnréttisstofu.

 
9.        Afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er breytt fasteignamat eigna að Hestvíkurvegi 8, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur afrit af bréfi frá Þjóðskrá Íslands til eiganda eigna að Hestvíkurvegi 8, dagsett 18. mars 2019 þar sem kynnt er breytt fasteignamat eignarinnar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
10.    Bréf frá Jónu Garðarsdóttur f.h. Þjóðskrár Íslands þar sem sveitarfélaginu er boðið rafrænt eintak fasteignaskrár 2019.
Fyrir liggur bréf frá Jónu Garðarsdóttur f.h. Þjóðskrár Íslands þar sem sveitarfélaginu er boðið rafrænt eintak fasteignaskrár 2019. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að keypt verði eintak.

 
11.    Bréf frá Ugga Ævarssyni f.h. Minjastofnunar Íslands vegna friðlýsingaráforma Gamla-Þingvallavegarins.
Fyrir liggur bréf frá Ugga Ævarssyni, f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsett 22. mars 2019 þar sem verið er að kynna friðlýsingaráform Gamla – Þingvallavegarins. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er samfellt þjónustukort fyrir allt landið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. mars 2019 þar sem kynnt er samfellt þjónustukort fyrir allt landið og óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og felur oddvita að skrifa undir og veita upplýsingar sem þarf.

 
13.    Tölvupóstur frá Ester Önnu Ármannsdóttur, sviðsstjóra hjá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á að lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu er til kynningar.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Ester Önnu Ármannsdóttur, dags. 20. mars 2019 þar sem vakin er athygli á að lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu er til kynningar. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
Til kynningar
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 869. stjórnarfundar, 15.03 2019.
Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?