Fara í efni

Sveitarstjórn

454. fundur 17. apríl 2019 kl. 09:00 - 12:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. apríl 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. apríl 2019 liggur frammi á fundinum.

 
2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 78. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. apríl 2019.
Mál nr. 1, 3 og 6 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 78. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 11. apríl 2019.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Skóladagatal 2019- 2020.
Skóladagatal 2019 – 2020 lagt fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal 2019-2020 samhljóða.

Mál nr. 3: Dagvistunargjöld.
Fræðslunefnd leggur til nýja dagvistunargjaldskrá fyrir leikskóladeild Kerhólsskóla.
Jafnframt er óskað eftir því að afsláttur milli leikskóla og frístundar sé samræmdur og tengdur saman. Einnig er lagt til að fæðisgjald í frístund verði fellt niður.

Sveitarstjórn þakkar fræðslunefnd fyrir góðar tillögur og mun hafa þær til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Mál nr. 6: Önnur mál.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að í næsta útboði skólaaksturs verði miðað við styttri hámarkstíma í skólabíl. Sveitarstjórn mun hafa þetta til hliðsjónar við næsta útboð.

b)     Fundargerð 175. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 10. apríl 2019.

Mál nr. 15 og 18 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 175. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 10. apríl 2019.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu fundargerðarinnar þar til samþykkt hennar liggur fyrir.

c)      Fundargerð 62. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 27. mars 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)     Fundargerð 63. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 1. apríl 2019.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 63. fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., dags. 1. apríl 2019.

Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Starfsmannamál.
Stjórn UTU samþykkti með fyrirvara um staðfestingu aðildarsveitarfélaganna að formaður stjórnar Björgvin Skafti Bjarnason verði í 40% starfshlutfalli sem framkvæmdarstjóri embættisins, tímabundið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða starfshlutfall formanns.

e)      Fundargerð 64. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 10. apríl 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

f)       Fundargerð 4. fundar stjórnar Laugaráslæknishéraðs, 10. apríl 2019.

Mál nr. 1 og 2 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 4. fundargerð stjórnar Laugaráslæknishéraðs, dags. 10. apríl 2019.

Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Ársreikningur 2018.
Lagður var fram ársreikningur Laugaráslæknishéraðs fyrir árið 2018.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning 2018.

Mál nr. 2: Fjármál.
Oddvitanefnd leggur til við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að greiddar verið út 30.000.000.- úr sjóði Laugaráslæknishéraðs til aðildarsveitarfélaga samkvæmt skiptingu efnahagsreiknings.

Grímsnes- og Grafningshreppur 11,9% - 3.570.000

Bláskógabyggð 33,2% - 9.960.000

Hrunamannahreppur 30.0% - 9.000.000

Skeiða- og Gnúpverjahreppur 24,9% - 7.470.000

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að greiddar verði út 30 millj. úr sjóði Laugaráshéraðsins.

g)      Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), 27. mars 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til Maríu fyrir allt það góða starf sem hún hefur unnið í þágu skóla- og velferðarmála í Árnesþingi.

h)     Fundargerð 6. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 2. apríl 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


3.        Samningur við Pétur H. Jónsson vegna endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggja drög að samningi við Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðing og arkitekt vegna endurskoðunar aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum og senda hann til Skipulagsstofnunar.

 
4.        Lækkun hámarkshraða við Úlfljótsvatn.
Fyrir liggur beiðni Bandalags íslenskra skáta um lækkun á hámarkshraða við Útilífsmiðstöð skáta, Úlfljótsvatni úr 70 km/klst. niður í 50 km/klst.

Sveitarstjórn leggur til að Vegagerðin verði við beiðni Bandalags íslenskra skáta.

 
5.        Tölvupóstur frá Benedikt Kolbeinssyni þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að sérstök vatnsveita fyrir Neðra-Apavatn sé hagkvæmari en tenging við almenna vatnsveitu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Benedikt Kolbeinssyni, dags. 11. apríl 2019 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að sérstök vatnsveita fyrir Neðra-Apavatn sé hagkvæmari en tenging við almenna vatnsveitu.

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn þar sem vatnsveita sveitarfélagsins nær ekki til Neðra-Apavatns.

 
6.        Samningur um yfirtöku á götulýsingarkerfi Rarik í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur samningur frá Rarik um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingarkerfi Rarik í sveitarfélaginu.

       Sveitarstjóra falið að ganga samningi.

 
7.        Ísland 2020 – atvinnuhættir og menning.
Fyrir liggur beiðni um þátttöku í útgáfu bókarinnar Ísland 2020, atvinnuhættir og menning.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu.

  
8.        Tölvupóstur frá Kjartani Þorkelssyni lögreglustjóra þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um almannavarnir og skipulagsmál sem haldin verður á Hótel Selfossi 17. maí.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Kjartani Þorkelssyni lögreglustjóra, dags. 9. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um almannavarnir og skipulagsmál sem haldin verður á Hótel Selfossi 17. maí. Lagt fram til kynningar.

 
9.        Tölvupóstur frá Sigurði Sigursveinssyni þar sem vakin er athygli á Aðalfundi Háskólafélagsins og málþingi þann 9. maí næstkomandi.*
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigurði Sigursveinssyni, dags. 9. apríl 2019 þar sem vakin er athygli á Aðalfundi Háskólafélagsins og málþingi þann 9. maí næstkomandi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

 
10.    Bréf frá Forsætisráðuneytinu þar sem boðað er til fundar 3. júní um málefni þjóðlendna.
Fyrir liggur bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 2. apríl 2019, þar sem boðað er til fundar 3. júní um málefni þjóðlendna á Gömlu Borg. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
11.    Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019.
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 4. apríl 2019 um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019. Bréfið lagt fram til kynningar.

 
12.    Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru helstu mál vorþings sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 2019.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. apríl 2019 þar sem kynnt eru helstu mál vorþings sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 2019. Lagt fram til kynningar.

 
13.    Tölvupóstur frá Þroskahjálp þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna þann 2. maí.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Þroskahjálp, dags. 11. apríl 2019 þar sem vakin er athygli á ráðstefnu um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna þann 2. maí. Lagt fram til kynningar.

 
14.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
15.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
16.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. Mál
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

17.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
18.    Beiðni Utanríkismálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu ESB-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. Viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps leggst gegn innleiðingu þriðja orkupakkans og hvetur þingmenn til að standa vörð um sjálfákvörðunarrétt þjóðarinnar í orkumálum. Sveitarstjórn hugnast ekki að Evrópusambandið geti gert tilkall til þess að setja okkur reglur um orkunotkun, rekstur og viðhald raforkukerfisins þar sem Ísland er ótengt raforkumarkaði Evrópusambandsins. Ekkert bendir til að innleiðing þriðja orkupakkans lækki raforkuverð til heimila og fyrirtækja í landinu. Þvert á móti eru líkur á að raforkuverð hækki komi til lagningar sæstrengs í framtíðinni. Ráðherra fullyrðir að það sé ekkert sem skuldbindi Íslendinga til að taka á móti sæstreng frá Evrópu þrátt fyrir að hafa gerst aðili að sameiginlegum orkumarkaði í gegnum þriðja orkupakkann.

Því spyr sveitarstjórn: Er Íslandi jafn stætt á því að banna lagningu sæstrengs innan sameiginlegs orkumarkaðar og að banna innflutning á sýklalyfjaónæmu kjöti?

 
19.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
       Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
20.    Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla, 801. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
21.    Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
       Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
22.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 
23.    Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

 

 

Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 279. stjórnarfundar 09.04.2019.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 195. stjórnarfundar 10.04.2019.
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2018.
Ársreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga 2018.
Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.
Skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Getum við bætt efni síðunnar?