Fara í efni

Sveitarstjórn

456. fundur 08. maí 2019 kl. 14:00 - 16:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

 

 

1.        Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mættu Arna G. Tryggvadóttir og Elín Jónsdóttir, endurskoðendur Pwc og fóru yfir reikninginn.  Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.

 
2.        Bréf frá Skipulagsstofnun vegna umsagnar á endurbótum Grafningsvegar efri.
Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 26. apríl 2019 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar á endurbótum Grafningsvegar efri. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps  telur að Vegagerðin hafi með greinargerð VSO um matsskyldufyrirspurn gert nægilega grein fyrir helstu framkvæmda- og rekstrarþáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar, líklegum umhverfisáhrifum og aðgerðum sem stefnt er að til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Jafnframt telur sveitarstjórn að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg og varanleg sjónræn áhrif hverfandi lítil.

Niðurstaða sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps er að framkvæmdin í heild sé ekki þess eðlis að það kalli á mat á umhverfisáhrifum.

 
3.        Fundargerð 79. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 23. apríl 2019.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
Lögð fram 79. fundargerð fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 23. apríl 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Aðgerðir til að fjölga faglærðum starfsmönnum í leik og grunnskóla.
Lagðar fram að nýju tillögur fræðslunefndar í aðgerðum til fjölgunar fagmenntaðra í Kerhólsskóla ásamt stöðluðu umsóknareyðublaði. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að sveitarstjórn endurskoði ákvæði sitt um að allar fyrri umsóknir falli úr gildi í haust. Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 1. maí 2019 og fól oddvita að vinna áfram að málinu og afla nánari upplýsinga. Þær upplýsingar liggja nú fyrir og samþykkir sveitarstjórn samhljóða tillögur fræðslunefndar um aðgerðir til fjölgunar faglærðum í Kerhólsskóla. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fyrri umsóknir falli ekki úr gildi og gildandi umsóknir muni falla undir nýjar aðgerðir.

 
4.        Þjónustusamningar fyrir Bergrisann bs.
Fyrir liggja uppfærðir þjónustusamningar fyrir Bergrisann bs., annar við Sveitarfélagið Árborg og hinn milli sveitarfélaganna sem standa að byggðasamlaginu um Bergrisann. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samningana fyrir sitt leyti.

 
5.        Aðalfundur Límtré Vírnet ehf.
Fyrir liggur bréf frá stjórnarformanni Límtré Vírnets ehf., dagsett 29. apríl 2019 um að aðalfundur félagsins verði haldinn þann 15. maí n.k. í Borgarnesi. Bréfið lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni síðunnar?