Fara í efni

Sveitarstjórn

255. fundur 18. febrúar 2010 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Tilnefning í starfshóp vegna tilfærslu málefna fatlaðra.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 4. febrúar 2010 liggur frammi á fundinum.

 2.   Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
Á fundinn mætir Ólafur Örn Haraldsson nýráðinn þjóðgarðsvörður þjóðgarðsins á Þingvöllum og Einar Sæmundsson, starfsmaður þjóðgarðsins.   Rædd eru sameiginleg mál þjóðgarðsins og sveitarfélagsins.   Sveitarstjórn þakkar Ólafi Erni og Einari fyrir góðan og uppbyggilegan fund.

 3.   Fundargerðir.

       a)  Fundargerð 121.  fundar Félagsmálanefndar 02.02.2010.

       Fundargerðin lögð fram og staðfest.  Í ljósi aðstæðna er óskað eftir fundi með forstjóra Barnaverndarstofu.

       b)  Fundargerð vinnuhóps vegna húsnæðisþarfa skólana 09.02.2010.

       Fundargerðin lögð fram. 

 4.  Þriggja ára fjárhagsáætlun.
Sjá áður útsend gögn með 1. umræðu.   Sveitarstjórn samþykkir 3. ára fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir árin 2011-2013.

5.  Samkomulag við Símann um ADSL búnað á Borg.
Lagt fram samkomulag við Símann hf um uppsetningu á ADSL búnaði á Borg.   Gera verður ráð fyrir kostnaði vegna þessa í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

 6.  Drög að nýjum samþykktum vegna gatnagerðargjalda.
Lögð fram drög að nýjum samþykktum vegna gatnagerðargjalda í þéttbýlinu á Borg og Ásborgum.   Málinu frestað fram að næsta fundi sveitarstjórnar.

 7.  Tillaga að framtíðarskipulagi velferðarmála á Suðurlandi.
Lögð fram tillaga að valkosti um framtíðarskipulag velferðarmála á Suðurlandi sem unnin var á vegum SASS.  Sveitarstjórn tekur undir þær hugmyndir sem koma fram í tillögunni að Suðurland allt verði sem mest eitt velferðarsvæði.

 8. Beiðni um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiðs á Sólheimum sumarið 2010.
Lagt fram beiðni Sólheima vegna íþrótta- og leikjanámskeiðs á Sólheimum sumarið 2010.   Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna námskeiðanna. 

 9. Beiðni Hollvina Grímsnes um styrk vegna hátíðarinnar Brú til Borgar 2010.
Lögð fram beiðni Hollvina Grímsnes um styk vegna hátíðarinnar Brú til Borgar 2010 sem haldið verður  þann 10. og 11. júlí nk. á Borg.  Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna hátíðinnar auk þess að leggja til án endurgjalds íþróttahús og félagsheimili vegna hátíðarinnar.

 10. Heimild til Lánasjóðs sveitarfélaga að birta upplýsingar um stöðu lána hjá sjóðnum.
Lögð fram beiðni frá Lánasjóði sveitarfélaga að honum verði heimilt að birta upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

11.  Beiðni um stofnun lögbýlis á landspildu við Syðri Brú.
Lögð fram beiðni Guðmundar Snæbjörnssonar Ottesen um honum verði heimilað að stofna til lögbýlis á 2ha landspilu við Syðri-Brú.   Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti að stofnað verði til lögbýlis á spildunni.  Sveitarstjóra falið að undirbúa breytingar á aðalskipulagi og sækja um greiðslur vegna breytingana í Skipulagssjóð, í ljósi nýlegs úrskurðar Umhverfisráðherra.  Hildur Magnúsdóttir vék sæti við afgreiðslu málsins.

 12. Önnur mál.

a)        Tilnefning í starfshóp vegna tilfærslu málefna fatlaðra.

Lagt fram erindi frá SASS um tilnefningu í starfshóp allra aðildarsveitarfélaga vegna tilfærslu á málefnum fatlaðra til að gera tillögu að framtíðarskipulagi þjónustu vegna tilfærslu á málefnum fatlaðra á Suðurlandi.   Sveitarstjórn skipar Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóra í hópinn.

13. Til kynningar.
a) Bréf frá Þjóðskrá um breytingar á kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.
b) Tilkynning Íslandabanka um endurskoðun vaxta á skuldabréfi.
c) Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  185. stjórnarfundar  25.01.2010. 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:10.

Getum við bætt efni síðunnar?