Fara í efni

Sveitarstjórn

260. fundur 20. maí 2010 kl. 09:00 - 14:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur I. Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Sverrir Sigurjónsson
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

 Þar sem um er að ræða síðasta fund sveitarstjórnar þetta kjörtímabil þakkar oddviti fulltrúum í sveitarstjórn fyrir ánægjulegt samstarf.

 

Oddviti leitaði afbrigða

a)        Deiliskipulag vegna leikskólalóðar á Borg.

 1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. maí 2010 liggur frammi á fundinum-

 2.   Fundargerðir.

      a)   24. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 18.05.2010.

       Fundargerðin lögð fram.  Farið var yfir mál nr 1, 5, 6, 7, 16,17, og 18 og þau rædd og afgreiðsla nefndarinnar á þessum málum í fundargerðinni staðfest af sveitarstjórn.  Varðandi        lið 5 út af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 11. maí sl. er bent á að skv. lið 9 er Skálabrekka sögð í Grímsnes- og Grafningshreppi en er í Bláskógabyggð.

 

      b)   5. stjórnarfundur byggðasamlags skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 18.05.2010.

            Fundargerðin lögð fram og staðfest

      c)   Fundur oddvitaráðs uppsveita -Laugaráslæknishéraðs 26.02.2010.

            Fundargerðin lögð fram.

       d)   Fundur Hérðsnefnar Árnesinga 8. - 9. apríl 2010.

            Fundargerðin lögð fram.

 

 3.  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Syðri-Brúar.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Syðri-Brúar. Í breytingunni felst að um 2 ha svæði syðst á jörðinni, vestan þjóðvegar, breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna lítið lögbýli á svæðinu. Á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir og þarf að gera breytingar á því samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

 Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga.

 4.  Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí nk.
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 2010 lögð fram og yfirfarin.  Á kjörskrá eru 301 aðili, 165 karlar og 136 konur.   Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá um samþykki sveitarstjórnar.   Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 28. maí nk.

 5.  Yfirlit um endurskoðaðar forsendur vegna fjárhagsáætlanir 2010.
Lagt er fram yfirlit sveitarstjóra um endurskoðaðar forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2010 miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og þær ákvarðanir sem sveitarstjórn hefur samþykkt. 

 6.  Skipurit sveitarfélagsins.
Lagt er fram drög að skipuriti sveitarfélagins eins og það er nú í dag sem unnið var með aðkomu Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.   Sveitarstjórn samþykkir að láta vinna áfram að nýju skipuriti, starfsmannastefnu og starfslýsingum vegna starfsmanna sveitarfélagins.

 7.  Breytingar á varmanni í kjörstjórn.
Kynnt er að kjörstjórn hafi samþykkt að Gísli Hendriksson skuli víkja sem varamaður í kjörstjórn þar sem hann er umboðsmaður framboðslista.  Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Birgi Thomsen sem varamann í kjörstjórn og þakkar jafnframt Gísla fyrir góð störf í kjörstjórn.

 8.  Samningur um byggingu hesthúss í Kerlingu.
Lögð eru fram drög að samningi um byggingu hesthús í Kerlingu milli sveitarfélagins, Bláskógabyggðar og fjallskilanefnda Laugdæla og Grímsnes- og Grafningshrepps.   Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn á grundvelli dragana.

 

 9.  Hitaveita að Þórisstöðum.
Lögð fram drög að samkomulagi við íbúa á Þórisstöðum og Básum um greiðslu á kostnaðarhlutdeild við lagningu á hitaveitu úr Kringluveitu til þessara þriggja aðila auk upplýst er um lagnaleiðir og kostnað.  Áætlaður kostnaður vegna efni og vinnu eru um kr. 5.500.000.   Sveitarstjórn samþykkir að láta leggja hitaveitu að Básum og Þórisstöðum og felur sveitarstjóra að láta fara fram verðkönnum vegna lagningu á veitunni og ganga frá samkomulagi við íbúa um þátttöku í kostnaði við veituna á grundvelli samningsdragana.

 10. Unglingavinna sumarið 2010.
Lögð er fram beiðni Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni um á fá til sín ungling úr unglingavinnuni í sumar og beiðni foreldris að 17 ára gamalt barn verði tekið inn í unglingavinnuna í sumar.    Sveitarstjórn samþykkir að styrkja skátana um ígildi eins unglings í unglingavinnu í sumar.   Sveitarstjórn samþykkir í ljósi þess að erfitt kunni að vera fyrir unglinga að fá sumarvinnu að unglingar allt að 18 ára aldri, hafi möguleika á að komast inn í unglingavinnu sveitarfélagins.

 11.  Beiðni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um styrk.
Lögð er fram beiðni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um styrk vegna útgáfu ferðahandbók með völdum 100 örnefnum.   Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 12.  Lögbýlisskrá.
Lögð er fram Lögbýlaskrá fyrirsveitarfélagið.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við hana. 

 13.  Hættumat og áhættugreining Almannavarna Árnessýslu.
Lagt er fram hættumat og áhættugreining sem Almannavarnarnefnd Árnessýslu hefur látið gera fyrir sýsluna

 14.  Beiðni samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna þingsályktunar um fjögra ára samgönguáætlunar.
Lögð fram beiðni samgöngunefndar Alþingis um umsögn vegna þingsályktunar um fjögra ára samgönguáætlunar.   Sveitarstjórn lýsir á nægju að gert sé ráð  fyrir hringtorgi á Borg árið 2012 en hvetur til að skoðað verði að flýta þeim framkvæmdum enda hafa orðið tvö banaslys á gatnamótunum.   Þá telur sveitarstjórn nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir framlögum vegna Grafningsvegar og að klárað verði að leggja varanlegt slitlag á Búrfellsveg (vegur 351). 

15.  Beiðni Félags- og tryggingarmálanefndar Alþingis um umsögn vegna frumvarps til barnaverndurnarlaga
Lögð fram beiðni Félags- og tryggingamálnendar Alþingi um umsögn við frumvarp til barnaverndarlaga.   Sveitarstjórn vísar málinu til Félagsmálanefndar til umsagnar.

 16.  Þjónustusamningur við Markaðsstofu Suðurlands.
Tekin er aftur fyrir beiðni Markaðsstofu Suðurlands að gengið verði frá þjónustusamningi við markaðsstofu en málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 18. mars sl.   Upplýst er að Árborg er nú orðin aðili að Markaðstofunni og einu sveitarfélögin á starfssvæði SASS sem ekki enn aðilar eru Vestmannaeyjar og Ölfus.    Sveitarstjórn samþykkir að vera aðili að Markaðsstofu Suðurlands og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

 17.  Beiðni um styk frá skógræktarfélagi Grímsnes.
Lögð fram beiðni um styrk frá Skógræktarfélagi Grímsnes.   Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu kr. 75.000 í styrk.

 18.  Samkomulag vegna kaupa á hluta lóðar við Borgarbraut 32.
Lagt fram undirritað samkomulag við Íbúðarlánasjóð um kaup á hluta lóðar við Borgarbraut 32 vegna stækkunar á leikskólalóð.

 19.  Sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi.
Lagt fram erindi frá SASS um undirritun á yfirlýsingu um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi.    Sveitarstjórn telur heppilegra að fresta undirskrift á viljayfirlýsingunni þar til ný sveitarstjórn hefur kosin og tekin til starfa.   

20. Önnur mál

a)     Deiliskipulag vegna leikskólalóðar á Borg.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi innan þéttbýlisins á Borg. Í breytingunni felst að lóð undir leikskóla við Borgarbraut 20 stækkar um 300 fm til norðurs sem felur í sér að lóðin Borgarbraut 32 minnkar úr 1600 fm í 1300 fm.

 Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um grenndarkynningar fyrir íbúum Borgarbrautar 30.

 

21. Til kynningar
a) Skýrsla um starfssemi Orlofsnefndar um orlof húsmæðra.
b) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð  292. stjórnarfundar  12.05.2010.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 14:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?