Fara í efni

Sveitarstjórn

235. fundur 05. febrúar 2009 kl. 09:00 - 11:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. janúar 2009 liggur frammi á fundinum.

2.   Húsnæðismál sveitarfélagsins.
Rædd eru húsnæðismál sveitarfélagins.  Á fundinn mætir Páll Tryggvason, húsasmíðameistari vegna þeirrar greiningarvinnu sem þarf að fara fram á húsnæðiskosti sveitarfélagsins.   Sveitarstjórn samþykkir að fá Pál tímabundið til að fara yfir og gera tillögur um mögulega nýtingu og framtíðaruppbyggingu á húsakosti sveitarfélagins.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.

3.   Fundargerðir.
      a)   Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 28.01.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
      b)   Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs, dags. 28.01.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
      c)   Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 15.01.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

4.  Skipulagsmál.
      a)   Aðalskipulag
Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar við endurskoðað aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 og minnisblað skipulagsráðgjafa vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.  Athugasemdir Skipulagsstofnunar gefa ekki tilefni til mikilla breytinga frá áður endurskoðuðu aðalskipulagi en sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsráðgjöfum að gera þær lagfæringar sem þeir leggja til í minnisblaði sínu til að koma á móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og auglýsa skipulagið í kjölfarið.

5.  Stuðningur ríkisins við stofnlagnir kaldavatnsveitna.
Ræddur er stuðningur ríkisins við stofnlagnir í kaldavatnsveitum.  Í ljósi þess að ríkið hefur stutt lagningu á stofnlögn kaldavatnsveitu til Vestmannaeyja í fjáraukalögum krefst sveitarstjórn þess að sveitarfélagið sitji við sama borð vegna framkvæmda við stofnlagnir á kaldavatnsveitum í sveitarfélaginu og  njóti sambærilegs stuðnings. 

6.  Grímsævintýri.
Lagt fram erindi frá kvenfélaginu vegna fyrirkomulags Grímsævintýris.  Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir samningum við kvenfélagið um að taka að sér framkvæmd Grímsævintýris og lýsir ánægju með samstarfið síðustu ár. 

7.  Beiðni um greiðslu á leikskólaplássi utan lögheimilissveitarfélags.
Lögð fram beiðni um greiðslu á leikskólaplássi utan lögheimilissveitarfélags vegna skólagöngu foreldris.  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

8.  Stjórnsýslukæra vegna ferðaþjónustu fatlaðara.
Lögð fram stjórnsýslukæra vegna ferðaþjónustu fatlaðra.   Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagins að svara erindinu.

9.  Beiðni um styrk frá Sólheimum vegna leikjanámskeiðs.
Lögð fram beiðni frá Sólheimum um styrk vegn íþrótta- og leikjanámskeiðs á Sólheimum sumarið 2009.  Sveitarfélagið samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 321.000.

10.  Fulltrúaráð skólasamstarfs við Bláskógabyggð.
Lagt fram erindi frá Bláskógabyggð þar sem óskað er eftir að fulltrúaráð skólasamtarfs við sveitarfélagana haldi árlegan fund um skólamál.  Sveitarsjórn samþykkir að fundinn verði hentugur fundartími hið fyrsta með sveitarstjórn Bláskógabyggðar. 

11.  Reiðvöllur á Laugarvatni.
Lögð fram beiðni frá Hestamannafélaginu Trausta um styrk vegna uppbyggingar á reiðvelli á Laugarvatni.  Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna verkefnisins.

12.  Beiðni um makaskipti á hluta úr landi Bjarkar 1 og landi sveitarfélagsins á Lyngdalsheiði.
Lagt fram erindi frá landeigendum Bjarkar 1 um að athugað verði með skipti á hluta lands Bjarkar 1, þar sem m.a. er vatnsból, og landi sveitarfélagsins á Lyngdalsheiði.   Sveitarstjóra falið að eiga fund með landeigendum vegna málsins.

 13.  Beiðni um skil á lóðinni Hraunbraut 41-43 á Borg.
Lögð er fram beiðni frá Borgarhúsum ehf um skil á lóð nr. 41-43 við Hraunbraut á Borg.  Þessari lóð var úthlutað og lóðaleigusamningur undirritaðir á árinu 2006.  Var það gert fyrir gildistöku núgildandi laga um um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.  Um endurgreiðslu gatnagerðargjalda gilda því reglur skv. 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 06.02.2004 sem vísað er til í viðkomandi lóðaleigusamningum og sett skv. eldri lögum nr. 17/1996.     Sveitarstjórn samþykkir því í samræmi 6. gr. gjaldskrárinnar að endurgreiða viðkomandi aðila höfuðstól greiddra gatnagerðagjalda eigi síðar en 6. mánuðum eftir móttöku beiðni um skil á lóðinni.   Skal greiðslan vera óverðbætt og án vaxta eins og skýrt er kveðið á um í 6. gr. gjaldskrár sveitarfélagsins.

 14.  Áherslur í úrgangsmálum.
Lögð fram drög að megináherslum Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum ásamt aðgerðaráætlun.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við hana.

15. Til kynningar
a)   Bréf frá Dóms- og Kirkjumálaráðuneytinu um lögreglusamþykktir.
b)   Tölvupóstur frá OR vegna draga að matsáætlun vegna nýtingu á jarðhita við Gráuhjúka.
c)   Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag um uppgjör framlaga vegna 2008.
d)   Bréf frá Bændasamtökunum um bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.
e)   Upplýsingar um kostnað við starfsemi Félagsmálastjóra uppsveita Árnessýslu og Flóa.
f)   Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 165. stjórnarfundar, 09.01.2009.
g)   Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 166. stjórnarfundar, 15.01.2009.
h)   Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð 167. stjórnarfundar, 27.01.2009.
i)    Fundargerð 28. Aukaaðalfunds AÞS 19.12.2009.
j)    Heilbrigðisnefnd Suðurlands.  Fundargerð 116. stjórnarfundar, 27.01.2009.
 
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:10.

 

Getum við bætt efni síðunnar?