Sveitarstjórn
1. Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 14. júní 2010.
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 14. júní 2010 lá frammi á fundinum.
2. Fundargerðir.
a) 25. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 25.06.2010.
Fundargerðin lögð fram og farið yfir mál nr. 1, 7, 11, 12, 13, 14, 15, 24, 25, 26, 27, 28, 44 og 45. Varðandi mál nr. 1 þá var lögð fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells 2. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa hús með þakhalla 0-45 gráður en skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þakhalli sé 14-45 gráður. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir núverandi lóðarhöfum á svæðinu.
Varðandi mál nr. 25 er gerður fyrirvari með tengingu að vatni og staðsetningu á sorpílátum.
Varðandi mál nr. 26 er samþykkt að heimila allt að 400m2 byggingamagni.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
b) Fundargerð 126. fundar Félagsmálanefndar 08.06.2010.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
3. Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Ráðningarsamningur sveitarstjóra lagður fram til staðfestingar og samþykktur með þremur atkvæðum. Ingibjörg Harðardóttir vék sæti við afgreiðslu málsins en Sverrir Sigurjónsson tók sæti sem varamaður.
Fulltrúar K lista mótmæla því harðlega að meirihluti sveitarstjórnar greiði úr sjóðum sveitarfélagsinns án heimildar. Sveitarstjóra, oddvita og varaoddvita hafa verið greidd laun samkvæmt samningi sem ekki hefur verið staðfestur í sveitarstjórn.
Fulltrúar K lista mótmæla því harðlega að sveitarstjórnarmenn C lista semji við sjálfa sig um laun, eins og þeir gera með því að tengja eigin laun við laun sveitarstjóra sem þeir sjálfir ákvarða hver eigi að vera, auk þess sem allir 3 sveitarstjórnarmenn C lista eru orðnir launþegar sveitarfélagsinns.
Fulltrúar C-lista vilja taka fram að á síðasta sveitarstjórnarfundi var samþykkt að fela oddvita að ganga til samninga við Ingibjörgu Harðardóttur um ráðningu sveitarsjóra. Jafnframt vísast til 50. Gr. Sveitarstjórnarlaga.
4. Drög að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps
Endurskoðaðar samþykktir um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps lagðar fram til fyrri umræðu. Málinu vísað til seinni umræðu að teknu tilliti til athugasemda á fundinum.
5. Laun yfirstjórnar sveitarfélagsins og nefndarlaun.
Sveitarstjórn samþykkir að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði eftirfarandi:
Almennar nefndir fá kr. 8.000 fyrir hvern fund en formaður kr. 16.000.
Ekki verður greitt sérstaklega fyrir akstur.
Kjörstjórn fær kr. 8.000 fyrir hvern fund en formaður kr. 16.000.
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur samkvæmt aksturdagbók.
Laun sveitarstjórnar verði 8% af þingfararkaupi og ekki greitt sérstaklega fyrir aðra auka fundi. Greitt verður sérstaklega fyrir akstur.
Fulltrúar K – lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
6. Skipan í nefndir.
Kosning fastanefnda og skoðunarmanna til fjögurra ára.
Kjörstjórn til alþingis- og Til vara:
sveitarstjórnarkosninga
Pétur Ingi Frantzson, formaður Árni Þorvaldsson
Guðmundur Jóhannesson Hannes G. Ingólfsson
Þórunn Drífa Oddsdóttir Birna Guðrún Jónsdóttir
Húsnefnd félagsheimilsins Borg Til vara:
Hörður Óli Guðmundsson Björn Kristinn Pálmarsson
Böðvar Pálsson Friðsemd Erla S. Þórðardóttir
Umhverfisnefnd Til vara:
Sigríður E. Sigmundsdóttir, formaður Halldór Bjarni Maríasson
Særún Stefánsdóttir Eiríkur Steinsson
Hólmfríður Árnadóttir Kristín Konráðsdóttir
Samgöngunefnd Til vara:
Hannes G. Ingólfsson, formaður Björn Kristinn Pálmarsson
Baldur Sigurjónsson Björn Snorrason
Ágúst Gunnarsson Hólmar Bragi Pálsson
Atvinnumálanefnd Til vara:
Eiríkur Steinsson, formaður Auður Gunnarsdóttir
Pétur Ingi Frantzson Benedikt Gústavsson
Ólafur Jónsson Ásdís Ársælsdóttir
Fræðslunefnd Til vara:
Guðný Tómasdóttir, formaður Gunnar Þorgeirsson
Benedikt Gústavsson Sverrir Sigurjónsson
Vigdís Garðarsdóttir Bjarni Þorkelsson
Æskulýðs og menningarmálanefnd Til vara:
Björn Kristinn Pálmarsson, formaður Kristín Guðmundsdóttir
Antonína Helga Guðmundsdóttir Áslaug F. Guðmundsdóttir
Ursula Filmer Friðsemd Erla S. Þórðardóttir
Fjallskilanefnd Til vara:
Kolbeinn Reynisson, formaður Sverrir Sigurjónsson
Auður Gunnarsdóttir Björn Snorrason
Ingólfur Jónsson Guðrún Sigurhjartardóttir
Ólafur Ingi Kjartansson Bjarni Þorkelsson
Sigrún Jóna Jónsdóttir Hannes G. Ingólfsson
Forðagæsla
Óðinn Örn Jóhannsson en hann hefur aðsetur á Selfossi hjá Búfjáreftirliti Árnes- og Rangárvallasýslu.
Skoðunarmenn sveitarsjóðs Til vara:
Guðmundur Þorvaldsson Hildur Magnúsdóttir
Erlendur Pálsson Kjartan Guðmundsson
Skipulags- og byggingarnefnd Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
Héraðsnefnd Árnessýslu Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Hörður Óli Guðmundsson
Almannavarnarnefnd Árborgar Til vara:
og nágrennis
Ingibjörg Harðardóttir Gunnar Þorgeirsson
Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu Til vara:
Gunnar Þorgeirsson Ingibjörg Harðardóttir
Félagsmálanefnd Laugaráslæknishéraðs Til vara:
Hörður Óli Guðmundsson Ingibjörg Harðardóttir
Veitunefnd Til vara:
Sveitarstjórn fer með málefni veitunefndar þar til að nýtt skipurit liggur fyrir.
Jafnréttisnefnd
Sveitarstjórn fer með málefni jafnréttisnefndar.
Aðalfundur Fasteignar Til vara:
Ingibjörg Harðardóttir Gunnar Þorgeirsson
Samþykkt samhljóða.
7. Fulltrúar á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fulltrúar á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010. Samþykkt er að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins á þinginu og Hörður Óli Guðmundsson, varaoddviti til vara.
8. Ákvörðun um hvernig fundir sveitarstjórnar verða auglýstir og með hvaða fyrirvara.
Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar verði auglýstir á heimasíðu sveitarfélagsins með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Jafnframt mun dagskrá fundarins hanga uppi í Verlsuninni Borg og Versluninni Völu með sama fyrirvara.
9. Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 26. júlí til og með 6. ágúst 2010.
10. Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 18. ágúst 2010.
11. Umhverfisvika.
Sveitarstjórn samþykkir að hafa umhverfisviku í sveitarfélaginu vikuna 19. – 23. júlí n.k. Öllum er þá heimilt að losa sig við sorp á gámastöðinni við Seyðishóla án endurgjalds. Jafnframt er vísað til umhverfisnefndar að útfæra frekar hvernig umhverfisvika verði til frambúðar.
12. Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 8/2009.
Fyrir liggur úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 8/2009 frá úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir. Fengið var álit frá JP lögmönnum, Óskari Sigurðssyni hrl. um það hver réttarstaða sveitarfélagsins væri og hvort úrskurðurinn feli í sér einhverjar athafnaskyldur fyrir sveitarfélagið. Samþykkt var að vinna að málinu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og félögum sumarhúsaeigenda að lausn málsins.
13. Landskiptagerð og umsögn um stofnun nýbýlis í landi Stærri-Bæjar.
Fyrir liggur bréf frá Má Pétursyni hrl. um ítrekaða beiðni landeigenda Stærri-Bæjar um að sveitarstjórn samþykki landskiptagerð fyrir jörðina og umsagnar um stofnun nýbýlis á hinu útskipta landi. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti landamerkin og mælir með stofnun nýbýlisins.
14. Þjónustusamningur við íþróttafélagið Gný.
Fyrir liggur þjónustsamningur við íþróttafélagið Gný á Sólheimum upp á kr. 400.000 á ári til eflingar á æskulýðs- og tómstundastarfi barna í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
15. Niðurfelling kvaða á trjátegundum í Ásborgum.
Fyrir liggur erindi frá íbúum í Ásborgum í Grímsnes- og Grafningshreppi um fella niður kvaðir á hvaða trjátegundum má planta á svæðinu. Sveitarstjórn hafnar erindinu..
16. Mótmæli vegna gjaldskrá Hitaveitu Grímnes- og Grafningshrepps.
Fyrir liggur bréf frá Lögmannsstofu Reykjavíkur f.h. Gísla Þorsteinssonar vegna mótmæla á gjaldtöku Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir að leita álits JP lögmanna, Óskars Sigurðssonar hrl. vegna bréfsins.
17. Auglýsingatökur á Skjaldbreið.
Fyrir liggur erindi Kvikmyndafyrirtækisins Truenorth um að leyfa auglýsingatökur á Skjaldbreið. Ekkert varð af erindinu.
18. Kauptilboð í Gilveg 6 og 9.
Fyrir liggur kauptilboð í lóðirnar við Gilveg 6 og 9 upp á kr. 1.000.000 staðgreitt. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
19. Skil á lóðum á Borg.
Fyrir liggja óskir Ingvars G. Ingvarsonar og Valdimars Árnasonar um riftun lóðaleigusamninga að Hraunbraut 8 og Hólsbraut 18. Sveitarstjórn samþykkir lóðaskilin á grundvelli fyrirliggjandi samninga. Ingvar G. Ingvarsson víkur af fundi.
20. Beiðni iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
Fyrir liggur beiðni iðnarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Frestað til næsta fundar.
21. Verðkönnun á vinnu vegna endurskoðunar.
Þann 1. janúar 2010 rann út samningur við endurskoðunarfyrirtækið KPMG. Í ljósi þess er samþykkt að fara í verðkönnun hjá eftirtöldum endurskoðunarfyrirtækjum, Deloitte, Ernst & Young og PricewaterhouseCoopers. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Til kynningar
Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 191. stjórnarfundar 29.06.2010.
Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endurgreiðslu vegna hækkunar á tryggingargjaldi.
Árskýrsla RARIK 2009.
SASS. Fundargerð 434. stjórnarfundar 25.06.2010.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 127. stjórnarfundar 02.06.2010.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 775. stjórnarfundar, 25.06.2010.
Grunnur, félag stjórnenda á skólaskrifstofum. Fundargerð vorfundar.
Jafnréttisstofa; skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr 10/2008.
Sorphirða og sorpeyðing, þróun fyrstu fimm mánuðina.
Umhverfisráðuneytið; „Ávallt á vegi” aðgerðaráætlun til að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanvega aksturs.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:00