Fara í efni

Sveitarstjórn

461. fundur 03. júlí 2019 kl. 09:00 - 12:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Karl Þorkelsson í fjarveru Björns Kristins Pálmarssonar
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. júní 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. júní 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)   Fundargerð 15. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 13. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)   Fundargerð 179. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. júní 2019.

Mál nr. 17, 18, 19, 20, 21 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 179. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 26. júní 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 17: 1905064 - Nesjar L170882 og Nesjar Klumbunes L194990; Klumba; Sameining og breytt skráning lóðar.

Lögð er fram að nýju umsókn Péturs J. Jónassonar, dags. 17. maí 2019 um að sameina lóðirnar Nesjar Klumbunes L199490 og lóðina Nesjar L170882 í eina lóð sem verður eftir mælingu 54.000 m2. Gunnar Jónasson eigandi lóðarinnar Nesjar Klumbunes L199490 hefur afsalað lóðinni til Péturs. Umsækjandi óskar eftir að hin nýja sameinaða lóð fái heitið Klumba og landnúmer verði L 170882. Fyrir liggur samþykki lóðahafa aðliggjandi lóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða sameiningu lóðanna og ekki eru gerðar athugasemdir við heitið Klumba.

Mál nr. 18: 1906041 - Búgarður lóð 1 L190894 (Ásgarðslandi); Skógrækt; Ný vegtenging; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn Ingibjargar Sigmundsdóttur, dags. 18. júní 2019 f.h. Oddfellowstúkanna Hásteins og Þóru um mögulega aðkomu að opnu svæði félagsins í Ásgarðslandi L190894. Með breytingu á Búrfellsvegi lokaðist aðkoman frá Búrfellsvegi að þessu landi og er eina aðkoman í gengum Þórsstíg.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við Vegagerðina.

Mál nr. 19: 1906056 - Hamrar 3 L224192; Stofnun þriggja lóða; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar, dags. 5. júní 2019 f.h. Gyðuborga ehf., um deiliskipulag Hamra 3, L224192. Umsókninni fylgir deiliskipulagsuppdráttur þar sem gert er ráð fyrir þrem samliggjandi lóðum. Á tveimur lóðanna hvorri fyrir sig er gert ráð fyrir byggingu allt að 95 m2 sumarhúss og allt að 40 m2 gestahúsi. Einnig er sótt um að þessar lóðir fái nafnið Lón og Lón 2. Á þriðju lóðinni verður heimilt að staðsetja til lengri tíma tjöld, hjólhýsi, stöðuhýsi og allt að 15 m2 salernishús. Sótt er um að lóðin fái nafnið Gyðuborgir.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar sem deiliskipulagstillaga er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Mál nr. 20: 1906057 - Bjarkarlækur L224049; Íbúðarhús, gestahús og skemma; Lögbýli; Deiliskipulag.

Fyrir liggur umsókn Halls Símonarsonar, dags. 14. júní 2019 um deiliskipulag Bjarkarlækjar L224049, ca. 9,5 ha að stærð. Umsókninni fylgir skipulags- og matslýsing, dags. 11. júní 2019.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulags- og matslýsing verði send Skipulagsstofnun til umsagnar og hún verði einnig kynnt almenningi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 21: 1906022 - Hallkelshólar lóð 79 (L200741); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Heimis Jónassonar og Erlu Heimisdóttur, dags. 27. maí 2019 um byggingarleyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús 44,8 m2 á sumarhúsalóðinni Hallkelshólar lóð 79 (L200741) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð hússins eftir stækkun verður 111,4 m2. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu byggingarfulltrúa þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftir nánari skoðun á málinu að fela byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn leggur til að unnið verði deiliskipulag fyrir þetta svæði ásamt þeim svæðum þar sem gildandi deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Mál nr. 24: 1906002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19 – 102.  

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 20. júní 2019.

 

c)    Fundargerð oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS),

7. júní 2019.

Mál nr. 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram fundargerð nefndar oddvita/sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi (NOS), dags. 7. júní 2019. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 3: Tillaga um aukningu á stöðugildi sálfræðings.

Fyrir liggur tillaga að auknu stöðuhlutfalli sálfræðings við Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Nefndin leggur til að ráðið verði í 100% stöðu sálfræðings. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

 

d)   Fundargerð 16. fundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. 10. maí 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

e)    Fundargerð 9. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 25. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

f)    Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar Búðarstígs, 25. júní 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.        Íbúaskrá.

Farið var yfir íbúaskrá Grímsnes- og Grafningshrepp frá 14. júní 2019 frá Þjóðskrá Íslands. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að skila inn athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

 

4.        Laun sveitarstjórnarmanna og nefndarlaun.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 

5.        Viðbragðsáætlun Almannavarna, Samfélagsleg áföll – langtímaviðbrögð Grímsnes- og    Grafningshrepps.

Fyrir liggur viðbragðsáætlun Almannavarna vegna samfélagslegra áfalla, langtímaviðbrögð Grímsnes- og Grafningshrepps. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða.

 

6.        Bréf frá Tónsmiðju Suðurlands með ósk um samstarf.

Fyrir liggur bréf frá Tónsmiðju Suðurlands, dagsett 27. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um aukið val er kemur að tónlistarnámi í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka val í tónlistarnámi og felur oddvita að skrifa undir samstarfssamning við Tónsmiðju Suðurlands.

 

7.        Bréf frá Þjóðskrá Íslands um fasteignamat 2020.

Fyrir liggur bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 24. júní 2019 þar sem kynnt er fasteignamat 2020. Fasteignamat eigna í Grímsnes- og Grafningshreppi mun hækka um 2,1% á árinu 2020. Bréfið lagt fram til kynningar.

 

8.        Bréf frá Karli Björnssyni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga um samþykkt stjórnar vegna erindi ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2019 þar sem upplýst er um samþykkt stjórnar sambandsins við erindi ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga við þeirri þróun. Bréfið lagt fram til kynningar

 

9.        Bréf frá Karli Björnssyni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvatningu stjórnar til sveitarfélaga um að samþykkja yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. júní 2019 þar sem kynnt er yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bæta við öðrum tengilið verkefnisins, Smára Bergmann Kolbeinssyni.

 

10.    Bréf frá Vigdísi Häsler lögfræðingi hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að kynna sér drög að leiðbeiningum um skólaakstur frá Menntamálaráðuneytinu.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Vigdísi Häsler lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. júní 2019 þar sem kynnt er mál Mennta- og menningarmálaráðuneytis um atriði varðandi ökumenn sem sinna skólaakstri grunnskólabarna. Verið er að skoða kröfur um að bifreiðastjórar hafi réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni skv. lögum um farþega og farmflutninga og einnig kröfur um heilsufar ökumanna. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 

11.    Bréf frá Skógræktinni varðandi landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagmálum.

Fyrir liggur bréf frá Hreini Óskarssyni og Hrefnu Jóhannesdóttur f.h. Skógræktarinnar, dagsett í júní 2019 þar sem kynnt er landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Jafnframt er óskað eftir fundi með sveitarstjórnum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vera í sambandi við Skógræktina um fundartíma.

 

12.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 26. júní 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 

 

 

13.    Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2019, „Áform um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998“.

Fyrir liggur að Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2019, „Áform um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998“. Lagt fram til kynningar.

 

14.    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 148/2019, „Áform um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995“.

Fyrir liggur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 148/2019, „Áform um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995“. Afgreiðslu málsins frestað.

 

15.    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2019, „Jafnvægisás ferðamála - fyrstu niðurstöður“.

Fyrir liggur að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 145/2019, „Jafnvægisás ferðamála - fyrstu niðurstöður“. Lagt fram til kynningar.

 

16.    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 149/2019, „Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030“.

Fyrir liggur að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 149/2019, „Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til 2030“. Lagt fram til kynningar.

 

Til kynningar

ü  Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 281. stjórnarfundar 11.06.2019.

ü  Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 197. stjórnarfundar 11.06.2019.

ü  Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 872. stjórnarfundar, 21.06 2019.

Getum við bætt efni síðunnar?