Fara í efni

Sveitarstjórn

463. fundur 21. ágúst 2019 kl. 09:00 - 12:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða við útsenda dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

a)      Bréf frá Gunnari Á. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns þar sem auglýstur er aðalfundur félagsins.

 1.    Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. júlí 2019.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 17. júlí 2019 liggur frammi á fundinum.

 2.        Fundargerðir.

a)      Fundargerð 181. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 14. ágúst 2019.

Mál nr. 13, 14, 15, 16 og 17 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 181. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dags. 14. ágúst 2019. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 13: 1908021 - Neðra-Apavatn lóð L169299, L169301-303; 2, 4, 6 og 8; Lækjarbyggð; Breytt heiti lóða.

Fyrir liggur umsókn Agnesar Þ. Guðmundsdóttur, dagsett 19. júlí 2019 um breytingu á heiti fjögurra lóða, Neðra-Apavatn lóð L169299 og L169301-303 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að aðkomuvegurinn fái nýtt heiti, Lækjarbyggð, og að númer lóðanna verði 2, 4, 6 og 8. Nafnið vísar í læk sem rennur um lóðirnar (Hrossalækur) og seinni hluta götuheitisins Öldubyggð sem er á frístundasvæði í landi Svínavatns sem liggur í suðurátt frá Neðra-Apavatni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi beiðni um heitið (staðvísinn) Lækjarbyggð og númer lóðanna. Senda skal tilkynningu um breytt heiti til allra lóðahafa.

Mál nr. 14: 1907036 - Bjarkarbraut 3 (L169153); Umsókn um byggingarleyfi; Gestahús.

Fyrir liggur umsókn BJBR3 ehf., dagsett 4. júlí 2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarhúsalóðinni Bjarkarbraut 3 (L169153) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir gestahúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 15: 1907060 - Öndverðarnes; Kambsbraut og Stangarbraut; Breytt stærð húsa; deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Sigurðar H. Sigurðssonar f.h. Öndverðarness ehf., dagsett 15. júlí 2019 um breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags frístundabyggðar í Öndverðarnesi. Breytingin fellst í að færðir eru inn eldri skilmálar fyrir Kambsbraut og Stangarbraut þar sem leyfð verður hámarksstærð húsa allt að 250 m2, eins og var í gildandi skilmálum deiliskipulags svæðisins frá árinu 2005. Einungis er breyting á Kambsbraut og Stangarbraut en hámarksnýtingarhlutfallið 0.03 skal gilda fyrir aðrar lóðir á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Mál nr. 16: 1906072 - Stærri-Bær 1; Umsókn um byggingarleyfi; fjós – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Ágústs Gunnarssonar og Önnu Margrétar Sigurðardóttur, dagsett 13. júní 2019 um byggingarleyfi til að byggja við fjós 638.5 m2 á jörðinni Stærri-Bær I (L168283) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu fjóss með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 17: 1908018 - Lyngborgir 43; Breytt stærð aukahúss; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Ástríðar Thorarensen, dagsett 23. júlí um breytingu á gildandi skilmálum frístundabyggðar í Lyngborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Óskað er eftir að gerð verði breyting á hámarksstærð aukahúsa, úr 25 m2 í 40 m2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

 3.        Ráðgjafasamningur við Consello ehf.

Fyrir liggja drög að samningi við Consello ehf., um ráðgjöf og umsjón með verðkönnun í vátryggingar fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 4.        Samkomulag um yndisskóg.

Fyrir liggja drög að samkomulagi sveitarfélagsins, Kerhólsskóla og Skógræktarfélags Grímsneshrepps um sameiginlegan yndisskóg í landi Grímsnes- og Grafningshrepps að Borg. Markmið verkefnisins er að gera yndisskóg þar sem íbúar og gestir sveitarfélagsins geti notið útiveru í skjólgóðu og fallegu umhverfi. Með þessu verkefni er fólki annars vegar gert kleift að njóta útivistar með það að markmiði að efla lýðheilsu og hins vegar að stuðla að fræðslu og efla félagslega innviði samfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning með fyrirvara um breytingar á aðalskipulagi og felur oddvita / sveitarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 5.        Leiðbeiningar við verklag um skráningu lóða og staðfanga.

Fyrir liggja drög að verklagsreglum um skráningu lóða og staðfanga í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verklagsreglur og felur sveitarstjóra að senda þær til Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs. til notkunar.

 6.        Bréf frá Lísu Thomsen um Gömlu Borg.

Fyrir liggur bréf frá Lísu Thomsen, dagsett 1. júní 2019 þar sem rakin er saga Gömlu Borgar og athugað er með áhuga sveitarstjórnar að kaupa húsið og varðveita þannig merka sögu hússins og sveitarinnar, þannig að sómi sé að. Málinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 19. júní s.l. þar sem fulltrúum sveitarstjórnar var falið að hitta forsvarsmann/menn Gömlu Borgar og fá frekari upplýsingar. Einnig er lagt fram minnisblað oddvita sveitarfélagsins frá fundinum og var niðurstaða fundarins að ásett verð til sveitarfélagsins ásamt innbúi yrði 26 milljónir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna kaupum Gömlu Borgar á þessum kjörum.

 7.        Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er afturköllun stjórnvaldsákvörðunar ráðuneytisins um skerðingar á úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árunum 2017 og 2018.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 5. júlí 2019 þar sem tilkynnt er afturköllun stjórnvaldsákvörðunar ráðuneytisins um skerðingar á úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árunum 2017 og 2018. Þar er farið yfir fjárhæðir úthlutunarinnar ásamt vöxtum og tilkynnt að fjárhæðin hafi verið greidd til sveitarfélagsins. Sveitarstjórn áréttar við ráðuneytið að lögmaður sveitarfélagsins, Óskar Sigurðsson hrl. er með umboð til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í þessu máli. Sveitarstjórn telur ekki ásættanlegt að ráðuneytið fari á bak við umboðsaðila með bréfi og greiðslum beint til sveitarfélagsins þegar umboðsaðili lagði fram tillögu um samkomulag, dagsett 8. ágúst 2019. Samkvæmt þeirri tillögu er enn ógreiddur innheimtukostnaður. Sveitarstjórn felur lögmanni sveitarfélagsins og umboðsaðila, Óskari Sigurðssyni hrl. að vinna áfram að hagsmunum sveitarfélagsins.

 8.        Bréf frá Sverri Sigurjónssyni hdl. f.h. Víðibrekku 3 ehf. þar sem farið er fram á leiðréttingu á skráningu stærðar hússins að Víðbrekku 3 og leiðréttingu á fasteignagjöldum.

Fyrir liggur bréf frá Sverri Sigurjónssyni hdl. f.h. Víðibrekku 3 ehf., dagsett 15. júlí 2019 þar sem farið er fram á leiðréttingu á skráningu stærðar hússins að Víðbrekku 3 og leiðréttingu á fasteignagjöldum. Sveitarstjórn felur Umhverfis- og tæknisviði uppsveita bs. ásamt lögmanni sveitarfélagsins, Óskari Sigurðssyni hrl. að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

 9.        Frístundaheimili Kerhólsskóla, samantekt fyrir veturinn 2018-2019.

Fyrir liggur samantekt Gerðar Dýrfjörð, tómstunda- og félagsmálafulltrúa sveitarfélagsins á starfi frístundaheimilis Kerhólsskóla veturinn 2018-2019. Samantektin lögð fram til kynningar.

 10.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 16. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Gelti, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

11.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 13. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Golfskálanum Kiðjabergi. Einnig er lagt fram bréf Ingibjargar Harðardóttur, sveitarstjóra, dagsett 20. ágúst 2019 þar sem gefin er jákvæð umsögn f.h. sveitarfélagsins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt og staðfestir bréf  sveitarstjóra.

 12.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Grænu könnunni, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Grænu könnunni, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 13.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Sesseljuhúsi, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Sesseljuhúsi, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 14.    Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Vigdísarhúsi, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 1. ágúst 2019 um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Vigdísarhúsi, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 15.    Bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um jafnlaunavottun.

Fyrir liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 15. júlí 2019 þar sem minnt er á að sveitarfélögin hafi öðlast vottun á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess eigi síðar en 31. desember 2019. Lagt fram til kynningar.

 16.    Tölvupóstur frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra greininga- og áætlunarsviðs Íbúðalánasjóðs um tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs og félagsmálaráðuneytisins.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra greininga- og áætlunarsviðs Íbúðalánasjóðs dags. 25. júlí 2019 þar sem farið er yfir tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs og félagsmálaráðuneytisins. Jafnframt er lögð fram stöðuskýrsla um húsnæðismál á landsbyggðinni.  Lagt fram til kynningar.

 17.    Tölvupóstur frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins við leiðbeiningum til endurskoðunar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Tryggva Þórhallssyni, lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. júlí 2019 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins við leiðbeiningum til endurskoðunar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta. Lagt fram til kynningar.

 18.    Tölvupóstur frá Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar er leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA).

Fyrir liggur tölvupóstur frá Tryggva Þórhallssyni, lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. júlí 2019 þar sem kynntar er leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA). Lagt fram til kynningar.

 19.    Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.

Fyrir liggur að birt er til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Málinu frestað.

 20.    Tölvupóstur frá Rúnari Guðmundssyni, skipulagsfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs. þar sem óskað er umsagnar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Rúnari Guðmundssyni, skipulagsfulltrúa Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs., dags. 14. júlí 2019 þar sem óskað er umsagnar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 21.    Önnur mál.

a)      Bréf frá Gunnari Á. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns þar sem auglýstur er aðalfundur félagsins.

Fyrir liggur fundarboð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður 27. ágúst n.k. í Reykjavík. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Kristinn Pálmarsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  282. stjórnarfundar 09.07 2019.
  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  283. stjórnarfundar 13.08 2019.

 

Getum við bætt efni síðunnar?