Fara í efni

Sveitarstjórn

471. fundur 27. nóvember 2019 kl. 13:00 - 15:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.        Fjárhagsáætlun 2020-2023, fyrri umræða.

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir fjár­hags­árin 2020 – 2023 sbr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 var farið yfir hverja deild fyrir sig og hún skoðuð ítarlega með tilliti til þess hver áætlun var vegna 2019 og staða deildarinnar eftir 9 mánuði. Þessar forsendur voru svo aðlagaðar aðstæðum.

Við mat á útsvarstekjum var stuðst við upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, upplýsingum úr bókhaldi sveitarfélagsins og íbúaþróun en vísbendingar eru um að íbúasamsetning í sveitarfélaginu leiði ekki til mikilla breytinga á útsvarstekjum.

Útsvarsprósenta er sú sama og árið 2019 eða 12,44%.

Fasteignaskattur er byggður á upplýsingum um álagningastofn frá Þjóðskrá Íslands og prufukeyrslu úr Fasteignaskrá. Álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A, lækkar í 0,465% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki C er sú sama og árið 2019, 1,65%.

Ekki eru áætlaðar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Í áætluninni er gert ráð fyrir 15% hækkun á gjaldskrá sorpeyðingar og seyrulosunar, 2,5% hækkun á gjaldskrá sorphirðu og hitaveitu, gjaldskrá vatnsveitu lækkar um 0,02% af fasteignamati eigna og 50% afsláttur verður af gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður óbreytt, gjaldskrá Félagsheimilisins Borgar hækkar lítillega, dagvistunargjöld leikskóladeildar Kerhólsskóla lækka töluvert og hressing í frístund verður gjaldfrjáls í samræmi við gjaldskrá mötuneytis Kerhólsskóla.

Ekki er gert er ráð fyrir lántökum vegna fjárfestinga á árinu né sölu eigna.

Sveitarstjórn vísar áætluninni til annarrar umræðu.

 Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 15:50

Getum við bætt efni síðunnar?