Fara í efni

Sveitarstjórn

236. fundur 19. febrúar 2009 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

1.   Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 5. febrúar 2009 liggur frammi á fundinum-

 2.   Löggæslumál.
Á fundinn mæta Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn en þeir hafa verið að heimsækja sveitarfélögin í Árnessýslu   Rædd eru löggæslumál og önnur mál sem tengjast sýslumannsembættinu á Selfossi og samskiptum við sveitarfélagið.  Sveitarstjórn þakkar gestum fyrir gott framtak og gagnlegar upplýsingar.

3.   Fundargerðir.
      a)   1. fundur  Almannavarnarnefndar Árnessýslu, 30.01.2009.
Fundargerðin lögð fram og staðfest. 

4.  Þriggja ára fjárhagsáætlun
Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins lögð fram til 1. umræðu.   Málinu vísað til 2. umræðu.

 5.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2009-2020 og umhverfismat áætlunarinnar
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi 2009-2020 og umhverfismat áætlunarinnar.

 6.  Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kynnt er að landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verði haldið þann 13 mars nk.

 7.  Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.
Kynnt er að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga verði haldið þann 13 mars nk.

8.  Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í málinu E-385/2008.
Lagður er fram úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í málinu E-385/2008.

9.  Beiðni um styrk frá Golfkúbbnum Kiðjabergi vegna íslandsmótsins í holukeppni og sveitarkeppni unglinga 16 ára og yngri.
Lögð er fram beiðni frá Golfklúbbnum Kiðjabergi vegna íslandsmóts í holukeppni og sveitarkeppni unglinga 16 ára og yngri.   Sveitarstjórn samþykkir að styðja Golfklúbbinn um kr. 180.000 vegna mótanna.

 10.  Beiðni um umsögn frá Umhverfisnefnd Alþings vegna laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
Lögð fram beiðni frá Umhverfisnefnd Alþingis hvort sveitarfélagið kjósi að gera sérstakar athugasemdir um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna.   Sveitarstjórn telur að ekki sé ástæða að gera sérstakar athugasemdir við frumvarpið.

11.  Innheimtuviðvaranir.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Lögheimtuna um að gera viðauka við gildandi innheimtusamning til að uppfylla skilyrði nýrra innheimtulaga um innheimtuviðvaranir

12.  Yfirtökusamningur vegna kaldavatnsveitu í Snæfoksstöðum.
Yfirtökusamningur vegna kaldavatnsveitu í Snæfoksstöðum lagður fram.

13. Umsögn um rekstrarleyfi til veitinga í Hótel Hengli, Nesjavöllum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning Hótels Hengils á Nesjavöllum sé skv. reglum sveitarfélagins. 

14. Ný vegaskrá og snjómokstur á tengi- og héraðsvegum.
Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar sveitarstjórnar.  Sveitarstjórn ítrekar skoðun sína á að það þurfi að vinna að endurbótum á nýrri vegaskrá þannig að tekið verði tillit sveitarfélagana.  Samþykkt er að senda erindi vegna samskipta við vegagerðina til Sambands íslenskra sveitarfélaga og SASS og leita stuðnings við þetta veigamikla hagsmunamál sveitarfélagsins.  

15. Beiðni um styrk vegna félagsstarfs Hollvina Grímsness.
Lögð fram beiðni frá Hollvinum Grímsness um styrk vegna félagsstarfa.   Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000 í verkefnin.  

16. Til kynningar
a)   Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um húsaleigubætur.
b)   Aðalfundarboð Landsamtaka landeiganda á Íslandi.
c)   Fundarboð vegna landsráðstefnu um Staðardagskrá 21.
d)   Kostnaðar- og efnahagsyfirlit Byggingar- og skipulagsfulltrúaembættisins v/2008.
e)   Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.  Fundargerð 281. stjórnarfundar, 04.02.2009.
f)   Skólaskrifstofa Suðurlands.  Fundargerð 112. stjórnarfundar, 09.02.2009.
h)   Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð 93. stjórnarfundar, 06.02.2009.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:25.

 

Getum við bætt efni síðunnar?