Fara í efni

Sveitarstjórn

276. fundur 16. mars 2011 kl. 09:00 - 11:20 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 2. mars 2011 lá frammi á fundinum.

 

 

2.     Fundargerð 4. fundar samráðshóps vegna sameiningar leik- og grunnskóla, 23.02 2011.
Fundargerðin lögð fram. Í  dagskrárlið 2 liggur fyrir tillaga frá samráðshópnum til sveitarstjórnar um að sameinaður leik- og grunnskóli sveitarfélagsins verði frá 12 mánaða aldri til og með 7. bekk. Einnig leggur samráðshópurinn áherslu á að auðvelt verði að stækka skólahúsnæðið fyrir 8. – 10. bekk ef forsendur breytast. Því er einnig beint til sveitarstjórnar að óska eftir því að fulltrúi úr fræðslunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps fái sæti sem áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd Bláskógabyggðar.

Í umsögn skólaráðs leik- og grunnskólans vegna tillögu samráðshópsins er lögð áhersla á að tillagan um aldur nemenda verði unnin áfram og hugað að því hvaða áhrif það hafi á faglegt starf skólans að flytja 8. bekk í Reykholt. Í núverandi stefnu skólans hefur verið byggt upp faglegt starf fyrir 8. bekk og telur skólaráð óþarft að veikja starf skólans.

Sveitarstjórn samþykkir að skólinn verði frá 12 mánaða aldri til og með 8. bekk næstu tvö árin eins og áður hefur verið ákveðið. Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að vinna skólastefnu fyrir sveitarfélagið á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hefur verið.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að óska eftir því við Bláskógabyggð að formaður fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps fái sæti sem áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd Bláskógabyggðar.

 Í dagskrárlið 3 leggur samráðshópurinn til að sveitarstjórn skipi þriggja manna framkvæmdarhóp sem mun  útfæra nánar húsnæðið í samráði við arkitekt og yrði þessi hópur starfræktur á meðan skólinn er í byggingu. Í framkvæmdarhópnum yrði yfirmaður framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins, formaður fræðslunefndar og skólastjóri.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa þiggja manna framkvæmdarhóp en í honum verði formaður fræðslunefndar, Guðný Tómasdóttir, oddviti sveitarstjórnar, Gunnar Þorgeirsson og fulltrúi minnihluta sveitarstjórnar, Guðmundur Ármann Pétursson . Hópnum er falið að koma með tillögu að nýbyggingu og/eða breytingum á núverandi húsnæði sem rúmað getur áður nefnda starfsemi og möguleg önnur verkefni. Þessi hópur mun svo leita ráða og fá álit þeirra aðila sem þeir telja að þurfi.

 

 3.     Úrsögn fulltrúa úr samráðshóp um sameiningu leik- og grunnskóla.
Lögð er fram úrsögn þriggja fulltrúa úr samráðshóp um sameiningu leik- og grunnskóla þeim Birnu Guðrúnu Jónsdóttur, Pétri Thomsen og Vigdísi Garðarsdóttur. Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir vel unnin  störf.

 

 4.     Fundargerð 5. fundar samráðshóps vegna sameiningar leik- og grunnskóla, 07.03 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar samráðshópnum  fyrir vel unnin  störf.

 

 5.     Húsnæðismál Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fyrir liggur skortur á húsnæði hjá Skiplags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnesýslu og Flóahrepps. Sveitarstjórn samþykkir að senda Byggðasamlagiskipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps tilboð um að embættið geti leigt húsnæði fyrir starfsemina á Borg 12 mánuðum eftir að Byggðasamlagið samþykki tilboðið. Gert verði ráð fyrir 200 fm2 viðbótarplássi vegna þessa.

 

 6.   Beiðni um styrk frá Hollvinum Grímsness.
Fyrir liggur beiðni Hollvina Grímsness um styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna hátíðarinnar Brú til Borgar 2011 sem haldin verður  þann 25. og 26. júní n.k. á Borg.  Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk auk þess að leggja til Félagsheimilið Borg án endurgjalds vegna hátíðarinnar.

 

 7.     Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um ógreitt útsvar.
Fyrir liggur afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um  ógreitt útsvar þar sem innheimtutilraunir hafa verið án árangurs. Sveitarstjórn samþykkir afskriftarbeiðnina og felur sveitarstjóra að árita beiðnina.

 

 8.   Gjaldskrá efnis úr námum í Seyðishólum.
Sveitarstjóra falið afla frekari gagna fyrir næsta fund.

 

 9.   Beiðni um styrk frá Specialisterne á Íslandi.
Fyrir liggur beiðni frá Specialisterne á Íslandi um að Grímsnes- og Grafningshreppur gerast stofnfjáraðili að Specialisterne á Íslandi með fjárframlagi sem nemur 50 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

 10.  Erindi frá Golfklúbbnum í Öndverðarnesi.

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Golfklúbb Öndverðarness vegna íslandsmóts 35 ára og eldri, kvennaflokk og sveitarkeppni GSÍ eldri kylfinga, kvenna sem haldin verða sumarið 2011. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 og jafnframt að halda áfram samstarfi við Golfklúbbinn um unglingavinnu líkt og sumarið 2010. Sveitarstjórn hafnar hins vegar beiðni þeirra um að sjá um slátt í sveitarfélaginu.

 

 11.  Beiðni um styrk til Díönu K. Sigmarsdóttur.
Fyrir liggur beiðni um styrk til Díönu K. Sigmarsdóttur vegna ferða á landsliðsæfingar með U-17 ára landsliði Íslands í handbolta. Díana æfir og leikur með félagsliði Fram í Reykjavík. Einnig er óskað eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur styrki U-17 landslið Íslands í handbolta með auglýsingu í leikskrá liðsins. Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni á grundvelli þess að umsækjandi á ekki lögheimili í sveitarfélgainu.

 

 12.  Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.         
Frumvarpið lagt fram og vísað til Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

 13.  Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis.
Þingsályktunartillagan lögð fram og vísað til Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

 14.  Beiðni Menntamálanefndar Alþingis um umsögn tillögu til þingsályktunar um ljóðakennslu og skólasöng.
Þingsályktunartillagan lögð fram og vísað til Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

15.  Útboð á seyrulosun.
Fyrir liggja drög að útboðsgögnum vegna seyrulosunar í samstarfi við Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir að fela verkfræðingi sveitarfélagsins, Berki Brynjólfssyni að auglýsa útboð vegna seyrulosunar á grundvelli útboðsgagnanna í samstarfi við Bláskógabyggð.

 

16.  Erindi frá Gunnari K. Gunnarssyni.
Fyrir liggur erindi frá Gunnari K. Gunnarssyni um hugmynd að ljósmyndaþraut þar sem sveitarfélagið myndi leggja fram afnot af veggjum í Íþróttamiðstöðinni Borg, afnot af heimasíðu sveitarfélagsins, gogg.is og lítilsháttar fjárstyrk. Verkefnið felst í að öllum gæfist kostur á að senda inn myndir á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst n.k. og yrði nýtt þema í hverjum mánuði. Myndirnar yrðu svo til sýnis í íþróttamiðstöðinni og gestum og gangandi gefinn kostur á að gefa sinni uppáhalds mynd atkvæði og  í lok hvers mánaðar yrði tilkynnt hvað myndir fengju flest atkvæði. Þetta ætti að ýta undir sköpunargleði, styðja félagsvirkni sveitunga og sumarbústaðafólks með því að hittast á óformlegan hátt og síðast en ekki síst til að stuðla að aukinni hreyfingu með því að fá fólk til að koma í íþróttamiðstöðina, skoða myndir og skreppa í sund. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum.

 

 

Til kynningar
Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 132. stjórnarfundar 04.03 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  197. stjórnarfundar 05.01 2011.
Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  101. stjórnarfundar  25.02 2011.
Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 128. stjórnarfundar 07.03 2011.
Afrit af minnisblaði til Innanríkisráðuneytisins frá KPMG vegna umsagnar um frumvarps til sveitarstjórnarlaga, 09.02 2011.
Minnisblað frá Herði Óla Guðmundssyni um kynningarfund á verkefninu Búorka.
Minnisblað frá Herði Óla Guðmundssyni um fund þjógarðsvarðar á  Þingvöllum til að kynna hugmyndaleit um nýtingu og starf þjóðgarðarins.
Bréf frá umboðsmanni barna um áhyggjur af niðurskurði sem bitnar á börnum.
Samband íslenskra sveitarfélaga. Greinargerð með niðurstöðum könnunar á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.

 

           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:20

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?