Fara í efni

Sveitarstjórn

277. fundur 06. apríl 2011 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitaði afbrigða

 a)     Fundargerð 4. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22.03 2011.

 

1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 16. mars 2011 lá frammi á fundinum.

 

2.     Fundargerðir.

a)     33. fundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 24.03 2011.

Mál nr. 3, 4, 5, 6, 7, 14, 15, og 25 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.
     Fundargerðin lögð fram.  Farið yfir mál nr. 3, 4, 5, 6, 7, 14, 15 og 25. Varðandi mál nr. 15 þá gerir sveitarstjórn athugasemdir við orðalag þar sem bókað er sveitarstjórn en á að vera skipulagsnefnd. Önnur mál voru rædd og staðfest af sveitarstjórn.

 
b)    Fundargerð 135. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 09.03 2011.
Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

 
c)     Fundargerð 1. fundar æskulýðs- og menningarmálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. febrúar 2011.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.     Erindi frá Hallgrími Sigurðssyni.
Fyrir liggur erindi frá Hallgrími Sigurðssyni fyrir hönd 3c ehf. um það hvort sveitarfélagið hafi 4 – 6 hektara af landi til afnota fyrir skemmti- og afþreyingarsvæði. Sveitarstjóra falið að fá nánari upplýsingar.

 

4.   Kjörskrá og kjörfundur.
Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl n.k. verði í stjórnsýsluhúsinu á Borg í fundarsal sveitarstjórnar á 2. hæð.   Einnig er samþykkt að bjóða upp á kaffiveitingar á meðan kjörfundi stendur.

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu er lögð fram og yfirfarin.  Á kjörskrá eru 296 aðilar, 165 karlar og 131 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að árita kjörskrá um samþykki sveitarstjórnar. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins til 8.apríl n.k.

 

5.     Lóðaskil á Borg.
Fyrir liggur ósk frá Viðari Braga Þórðarsyni um riftun lóðaleigusamninga að Hraunbraut 6. Sveitarstjórn samþykkir lóðaskilin á grundvelli fyrirliggjandi samnings.

 

6.     Gjaldskrá efnis úr námum í Seyðishólum.
Sveitarstjórn samþykkir að verð á rauðamöl úr Seyðishólunum verði kr. 120 pr. m3 án vsk og tengt byggingarvísitölu með grunn 1. janúar 2011. Verð verður uppreiknað 1. janúar ár hvert.

 

7.     Bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar vegna lóðar nr. 44 í Ásborgum.
Fyrir liggur bréf frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar fyrir hönd Þór Þórssonar og Hrafnhildar Magnúsdóttur vegna riftunar á lóðarsölu lóðar nr. 44 í Ásborgum. Lögmanni  sveitarfélagsins Óskari Sigurðssyni hrl. var falið að svara bréfinu og staðfestir sveitarstjórn bréf Óskars.

 

8.   Beiðni Iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923 með síðari breytingum.
Lögð er fram beiðni Iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923 með síðari breytingum.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

9.   Beiðni Iðnaðarnefndar Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar um ferðamáláætlun 2011-2020.
Tillagan lögð fram.

 

10.  Hólaskarðsvegur.
Fyrir liggja margar kvartanir vegna umferðar malarbíla í gegnum Hólaskarðsveg til vesturs. Þar sem Vegagerðin er búin að taka veginn út af vegaskrá og sér því ekki um viðhald á honum samþykkir sveitarstjórn að loka veginum.

 

11.  Kjörstjórn vegna þjóðaratkvæðgreiðslu þann 9. apríl n.k.
Fyrir liggur að fjórir fulltrúar í kjörstjórn geta ekki verið við þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 9. apríl n.k. Vegna þessara sérstakra aðstæðna þá samþykkir sveitarstjórn að skipa einn fulltrúa sem aðalmann í kjörstjórn og tvo til vara vegna þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðalmaður í kjörstjórn verður Anna Margrét Sigurðardóttir og til vara verða Guðmundur Þorvaldsson og Linda Sverrisdóttir.

 

12.  Erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna.
Fyrir liggur erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna um auglýsingar í Ferðafélaganum 2011, blaði Íþróttasambands lögreglumanna og íslenska lögregluforlagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

13.  Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kiðjabergs.
Málið hefur verið afgreitt af skipulagsnefnd.

 

14.  Samningur um félagsþjónustu.
Fyrir liggur samstarfssamningur um starfrækslu sameiginlegrar félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa, Hveragerði og Ölfusi. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur oddvita, Gunnari Þorgeirssyni að undirrita samninginn.

Jafnframt liggur fyrir lokaskýrsla vinnuhóps um sameiginlega félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa, Hveragerði og Ölfusi. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra Hrunamannahrepps að ganga frá uppsögn og starfslokum félagsmálastjóra fyrir 1. maí n.k. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig að Gunnar Þorgeirsson, oddviti verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn félagsþjónustunnar (NOS) og Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri verði til vara.

 

15.  Erindisbréf fyrir velferðarnefnd.
Fyrir liggur erindisbréf fyrir Velferðarnefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.

 

16.  Önnur mál

a)     Fundargerð 4. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 22.03 2011.
Fundargerðin lögð fram. Í dagskrárlið 4 leggur  fræðslunefnd til að sveitarstjórn skipi fimm manna nefnd sem móti leiðbeinandi fæðu- og næringarstefnu í mötuneyti skólans sem og hreinlætisstefnu. Hópurinn yrði skipaður fulltrúa fræðslunefndar, fulltrúa foreldra, fulltrúa starfsfólks skólans, skólastjóra og matráði. Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að skipa þennan hóp og leggja fram fæðu- og næringarstefnu fyrir  mötuneyti skólans.

Í dagskrárlið 7 óskar fræðslunefnd eftir að sveitarstjórn kaupi hitaborð fyrir mötuneyti skólans. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá kaupum á hitaborði.

 

Til kynningar
Minnisblað frá Gunnari Þorgeirssyni um hugsanleg kaup á landi við vatnsból á Björk.
Úrskurður Innanríksráðuneytisins í stórnsýslumáli nr 77/2009.
SASS.  Fundargerð  442. stjórnarfundar 18.03 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  199. stjórnarfundar 11.03 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  200. stjórnarfundar 17.03 2011.
Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 785. stjórnarfundar, 24.03 2011.
Bréf frá umboðsmanni barna um niðurskurð í skólum.
Fræðslunet Suðurlands, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Fræðslunet Suðurlands, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Landsnet, fimm ára kerfisáætlun.
-liggur frammi á fundinum-.
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf., ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Skýrsla frá Háskóla Íslands, rannsókn á ofbeldi gegn konum, lögreglan.
-liggur frammi á fundinum-.

 

           

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:00

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?