Fara í efni

Sveitarstjórn

278. fundur 26. apríl 2011 kl. 09:00 - 11:40 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 

Á símafundi þann 15. apríl 2011 var ákveðið að fresta sveitarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 20. apríl til þriðjudagsins 26. apríl.

 
1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 6. apríl 2011 lá frammi á fundinum. Vegna liðar 2 a) þar sem tekin var fyrir fundargerð 33. fundar skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þann 24. mars s.l. féll niður bókun um að mál nr. 15 hafi verið staðfest og er það gert hér með.

 

2.   Ársreikningur Grímssnes- og Grafningshrepps 2010.
Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mættu Ólafur Gestsson og Elín Jónsdóttir endurskoðendur Pwc og útskýrðu reikninginn.  Ársreikningi vísað til annarar umræðu.

 

3.   Fundargerðir.

a)      Fundargerð 136. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, 06.04 2011.
       Fundargerðin lögð fram og hún staðfest.

b)      Fundargerð 5. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 11. apríl 2011.

            Fundargerðin lögð fram. Varðandi lið 3 um að skóladagar skólaársins 2011-2012 verði 179 þá staðfestir sveitarstjórn þann daga fjölda. Óskað er eftir að skólastjóri komi á næsta sveitarstjórnarfund þann 4. maí n.k. og geri grein fyrir kennslukvóta næsta skólaárs.

c)       Fundargerð 3. fundar umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 15.03 2011.
       Fundargerðin lögð fram til kynningar.

d)      Fundargerð 3. fundar kjörstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, 09.04 2011.
       Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4.       Beiðni frá skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar um fjárframlag vegna Danmerkurferðar 10. bekkinga Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Fyrir liggur beiðni frá Arndísi Jónssdóttur, skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar um að Grímsnes- og Grafningshreppur taki þátt í kostnaði fararstjóra við Danmerkurferð 10. bekkjar Grunnskóla Bláskógabyggðar. Nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 38,8% af nemendum 10. bekkjar og samþykkir sveitarstjórn að greiða framlag að fjárhæð kr. 136.883 vegna þessa.

 

5.   Beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Styrktarsjóði Sólheima til byggingar nýs gróðurhúss að Sólheimum. Sveitarstjórn hafnar erindinu. Guðmundur Ármann vék sæti við afgreiðslu málsins.

 

6.   Erindi frá Guðjóni Stefánssyni.
Fyrir liggur bréf frá Guðjóni Stefánssyni um lækkun á hitaveitureikningi því hiti vatnsins þykir ekki nægjanlegur og umfram magn af vatni þurfi til að kynda upp húsið. Einnig er farið fram á að sveitarfélagið greiði hluta af frostskemmdum sem urðu þegar heitavatnið fór af án fyrirvara í tvær klukkustundir.

Hitastig vatnsins er um 60° eins og vitað var þegar vatnsinntak var keypt og á að vera hægt að hita öll venjuleg hús upp með því hitastigi og því lágmarksmagni sem þarf að greiða fyrir. Sveitarstjórn hafnar því að lækka reikninginn og að greiða frostaskemmdir þar sem hús eiga að þola bilanir í heitaveitunni sé rétt frá öllu gengið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

7.       Kostnaðaráætlun í gerð minnisblaðs vegna forathugunar á ljósleiðarakerfi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Eflu hf. í gerð minnisblaðs vegna forathugunar á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu.

 

8.   Kjör fulltrúa á aðalfund Veiðifélags Árnesinga.
Fyrir liggur að tilnefna þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður 28. apríl n.k. í Þingborg. Samþykkt er að Kjartan Helgason verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinn og Guðmundur Þorvaldsson til vara.

 

9.   Beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Kerhólsskóla að fjárhæð kr. 45.000 vegna fyrirlesturs fyrir foreldra og kennara um internetnotkun barna og unglinga. Sveitarstjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 

10.    Beiðni um styrk frá Gunnari Gunnarssyni.
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Gunnari Gunnarssyni að fjárhæð kr. 150.000 vegna ljósmyndaþrautarinnar „sumar og sveit“. Sveitarsjórn samþykkir að veita þennan styrk.

 

11.    Beiðni Félags- og tryggingamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
Lögð er fram beiðni Félags- og tryggingamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

12.    Beiðni Iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923, með síðari breytingum og lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.
Lögð er fram beiðni Iðnaðarnefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á vatnalögum nr. 15/1923, með síðari breytingum og lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

13.    Beiðni Félags- og tryggingamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 30/1987 um orlof, með síðari breytingum.
Lögð er fram beiðni Félags- og tryggingamálanefndar Alþingis um umsögn frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 30/1987 um orlof, með síðari breytingum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

14.    Beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn frumvarps til sveitarstjórnarlaga.
Lögð fram beiðni Samgöngunefndar Alþingis um umsögn frumvarps til sveitarstjórnarlaga. Málinu frestað.

 

15.    Kauptilboð í Borgarbraut 34.
Fyrir liggur kauptilboð í Borgarbraut 34 að fjárhæð kr. 3.500.000 staðgreitt. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamninginn.

 

Til kynningar
Bréf frá stjórnarformanni Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, dags. 11.04 2011.
Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  201. stjórnarfundar 08.04 2011.
Fundargerð 10. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 06.04 2010.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  299. stjórnarfundar 28.11 2011.
Atvinnuþrónuarfélag Suðurlands.  Fundargerð  300. stjórnarfundar 04.04 2011.
Minnisblað frá framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf., fundargerð aðalfundar dags. 28.03 2011.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um umsagnir vegna frumvarps til nýrra sveitarstjórnarlaga.
Afrit af bréfi til Fjárlaganefndar Alþingis um ríkisframlög til safnastarfs.
Bréf frá Hérðassambandinu Skarphéðni um þakkir til héraðsnefnda og sveitarfélaga.
Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Bréf frá Landmælingum Íslands um gerð nýrrar stefnumótunar fyrir Landmælingar Íslands.
Landmælingar Íslands, stefnumótun 2011 – 2015.
-liggur frammi á fundinum-.
Landmælingar Íslands, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, ársreikningur 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Samband íslenskra sveitarfélaga, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Rarik, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.
Ísor, ársskýrsla 2010.
-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 11:40

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?