Fara í efni

Sveitarstjórn

475. fundur 05. febrúar 2020 kl. 09:00 - 11:05 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

1.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. janúar 2020. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 15. janúar 2020 liggur frammi á fundinum.

 2.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 51. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 5. janúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 15. fundar ungmennaráðs Grímsnes- og Grafningshrepps, 22. janúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 190. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 22. janúar 2020.

Mál nr. 10, 11, 12 og 14 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 190. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 22. janúar 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 1912037 - Bjarkarbraut 34 (L169180); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging.

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. janúar 2020 er lögð fram umsókn Sigurðar Sigurðssonar og Hjördísar U. Rósantsdóttur um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 30,8 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 34 (L169180) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 86 m2. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Bjarkarbraut 34, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 11: 2001033 - Litli-Háls L170823; Breyting á byggingarmagni og mænishæð; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Hannesar Ingólfssonar, dags. 16. janúar 2020 um hvort heimiluð verði breyting á gildandi deiliskipulagi Litla-Háls, L170823, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagssvæðið stækkar úr 16 ha í 17 ha eða um 1 ha, byggingarreitur merktur 4 færist austar og stækkar einnig til suðurs,úr 1.350 m2 í 3.200 m2. Skilmálar fyrir reitinn breytast og þar er gert ráð fyrir útihúsi (skemmu) sem má vera allt að 750 m2 í stað 150 m2 fjárhúss í gildandi deiliskipulagi. Mænishæð útihúss skal ekki vera meiri en 8 m frá botnplötu og þakhalli má vera á bilinu 0 - 45 gráður. Drög að breyttu skipulagi fylgja umsókninni. Umsóknin er lögð fram í stað áður innlagðrar fyrirspurnar, dags. 10. janúar 2020.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki eru neinir nálægir hagsmunaaðilar.

Mál nr. 12: 2001009 - Rimamói 7 (L169866); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. janúar 2020 er lögð fram umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar f.h. Kolbrúnar Jónsdóttur um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti, 85,4 m2 í stað sumarhúss sem var fyrir á sumarbústaðalandinu Rimamói 7 (L169866) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir nýju sumarhúsi að Rimamóa 7 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 14: 2001002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 113.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2020.

 d)     Fundargerð 74. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 8. janúar 2020.    

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, 13. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 3. fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu, 13. nóvember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 13. fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga, 14. janúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.  Fulltrúi í umhverfisnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur að aðalmaður umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, Jónas Hallgrímsson er fluttur úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Rebekka Lind Guðmundsdóttir verði aðalmaður í umhverfisnefnd út kjörtímabilið 2018-2022.

 4.  Tjaldsvæðið Borg.

Fyrir liggja þrjár umsóknir um reksturinn á Tjaldstæðinu á Borg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Guðmund Jónsson.

 5.  Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.

Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja umsækjanda til náms í kennarafræðum skv. lið nr. 1 í reglum sveitarfélagsins. Að auki er samþykkt samhljóða að veita styrk skv. 4. lið reglnanna um kostnað við skólagjöld og til bókakaupa.

 6.  Viðauki við samning um endurskoðun fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp.

Fyrir liggur viðauki við samning PricewaterhouseCoopers ehf. og Grímsnes- og Grafningshrepps um endurskoðun sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og gera þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.

 7.  Samningur um hirðingu túna sveitarfélagsins í landi Stóru-Borgar.

Tún sveitarfélagsins í landi Stóru-Borgar voru auglýst til afnota í desember s.l. Ein umsókn barst frá  Félagsbúinu Miðengi og liggja fyrir drög að samningi við Félagsbúið um hirðingu túnanna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra / oddvita að undirrita samninginn.

 8.  Reglur um afslátt á leikskóla- og frístundaheimilisgjöldum.

Fyrir liggja drög að uppfærðum reglum um afslátt á leikskóla- og frístundaheimilisgjöldum fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

 9.  Tölvupóstur frá Hannesi Ingólfssyni um möguleika þess að fá keyptan hlut sveitarfélagsins í borholu í landi Stóra-Háls.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hannesi Ingólfssyni, dags. 16. janúar 2020 um möguleika þess að fá keyptan hlut sveitarfélagsins í borholu í landi Stóra-Háls. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

 10.  Fyrirhuguð ferð sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur.

Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SASS, Bjarna Guðmundssyni, dags. 8. janúar 2020 vegna skipulagðrar ferðar sveitarstjórnarmanna á vegum SASS til Danmerkur. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ása Valdís Árnadóttir og Smári Bergmann Kolbeinsson verði fulltrúar sveitarfélagsins.

 11.  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXV. landsþing Sambandsins.

Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. janúar 2020 þar sem tilkynnt er að XXXV. landsþing Sambandsins verði haldið þann 26. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.

 12.  Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem minnt er á að skila inn uppfærðum húsnæðisáætlunum sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá Einari Þ. Eyjólfssyni f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem minnt er á að skila inn uppfærðum húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Bréfið lagt fram til kynningar.

13.  Bréf  frá Umhverfisstofnun þar sem minnt er á að skila skýrslu með úrgangstölum til Umhverfisstofnunar.

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 10. janúar 2020 þar sem minnt er á að skila skýrslu með úrgangstölum til Umhverfisstofnunar. Bréfið lagt fram til kynningar.

 14.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál.

Fyrir liggur beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um menningarsal Suðurlands, 55. mál. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fagnar framkominni þingsályktunartillögu um menningarsal Suðurlands og styður hana heilshugar.

 15.  Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, með síðari breytingum (óbyggt víðerni).

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 16.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 17.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð ofl., með síðari breytingum                      (ókeypis lóðir), 50. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

18.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 19.  Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum ásamt samþykktri þingsályktunartillögu um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.

Lagt fram til kynningar.

 20.  Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu drög að lýsingu Landgræðsluáætlunar.

Lýsingin lögð fram til kynningar.

 21.  Tölvupóstur frá Kristni Pálssyni f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfus þar sem kynnt er skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Ölfuss.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Kristni Pálssyni f.h. skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfus þar sem kynnt er skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Ölfuss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  289. stjórnarfundar 15.01 2020.
  • SASS. Fundargerð 552. stjórnarfundar 13.12 2019.
  • Hestamannafélagið Trausti, ársskýrsla 2018.
  • Hestamannafélagið Trausti, ársreikningur 2018.
Getum við bætt efni síðunnar?