Fara í efni

Sveitarstjórn

477. fundur 04. mars 2020 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Steinar Sigurjónsson í fjarveru Ingibjargar Harðardóttur
  • Bjarni Þorkelsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson

1.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2020. 

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 19. febrúar 2020 liggur frammi á fundinum.

 2.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 86. fundar fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 b)     Fundargerð 192. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. febrúar 2020.

Mál nr. 5, 6, 7, 8, 9 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 192. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 26. febrúar 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 5: 2002028 - Villingavatn (L170955); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður.

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 19. febrúar 2020 er lögð fram umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar f.h. Krystian Jerzy Dadowski og Alicja Brygida Sadowska um hvort megi fjarlægja núverandi sumarbústað 46 m2, byggingarár 1973 ásamt byggja sumarhús á tveimur hæðum, grunnflötur um 90 m2 á sumarhúsalóðinni, Villingavatn L170963 í Grímsnes- og Grafningshreppi með nýtingarhlutfalli 0,049. Skráð stærð landeignar er 3.059 m2. Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag á svæðinu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út leyfi fyrir niðurrifi á núverandi húsi og að gefið verði út byggingarleyfi fyrir nýju húsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 6: 2002044 - Vatnslind Björk; Þrjár tilraunaholur og ein vinnsluhola; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn Ragnars Guðmundssonar, dags 14. febrúar 2020 f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps um framkvæmdaleyfi til borunar þriggja skáhallandi tilraunahola og einnar vinnsluholu sem mun verða 7 5/8", í landi Bjarkar 1. Einnig er óskað eftir leyfi til að gera um 25m langt vegstæði ásamt borplani tengt framkvæmdinni.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi UTU gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Mál nr. 7: 2002047 - Vaðstígur 1 L227910, 3 L227911 og 5 L227912; Breyting á skilmálum; Deiliskipulagsbreytingu.

Fyrir liggur umsókn Ingibjargar G. Geirsdóttur, dags. 19. febrúar 2020 um óverulega breytingu deiliskipulags frístundasvæðis í landi Kringlu 2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan nær yfir skilmálabreytingu deiliskipulagsins. Í tillögunni felst að nýtingarhlutfall er sett 0,03, þakhalli megi vera 0-45 gráður og á hverri lóð megi auk aðalhúss reisa eitt aukahús allt að 40 m2 og kalt skýli/smáhýsi allt að 15 m2.

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin ástæða til að grenndarkynna breytinguna þar sem lóðir innan deiliskipulags eru í eigu tengdra aðila sem eru allir samþykkir breytingunni.

Mál nr. 8: 1909031 - Kringla 4 L227914; Frístundabyggð; Deiliskipulag.

Fyrir liggur tillaga Más Jóhannssonar og Sveins Yngva Valgeirssonar, dags. 19. nóvember 2019 að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kringlu 4, L 227914 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulagið tekur til um 22.6 ha svæðis á jörðinni Kringlu 4. Tillagan gerir ráð fyrir 32 nýjum frístundahúsalóðum frá 5.000-8.753 m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Sólheimaveg og inn Árveg. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 m.s.br. og hefur skilgreiningu sem frístundasvæði (F52b).

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu.

Mál nr. 9: 2002051 - Nesjavallavirkjun L170925; Borun uppbótarholu; Framkvæmdaleyfi.

Fyrir liggur umsókn Heiðu Aðalsteinsdóttur f.h. Orku Náttúrunnar, dags. 19. febrúar 2020 auk greinargerðar með lýsingu um leyfi til að bora vinnsluholu á svæði Nesjavallavirkjunar. Framkvæmdaleyfið tekur til vinnsluholu NJ-32 sem staðsett er á borsvæði núverandi lagersvæðis, nálægt Stangarhálsnámu. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Nesjavallavirkjun.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi UTU gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Mál nr. 24: 2002002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 115.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2020.

 c)      Fundargerð frá fundi Oddvitanefndar UTU, 21. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 d)     Fundargerð 5. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 12. desember 2019.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 e)      Fundargerð 6. verkfundar um Seyrustaði – vinnsluhús, 16. janúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 3.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Bílsfelli II veiðihús, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 28. febrúar 2020 um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Bíldsfelli II veiðihús, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

Ása Valdís Árnadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 4.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Goðhólsbraut 11, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 17. febrúar 2020  um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Goðhólsbraut 11, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn gerir athugasemdir við að leyfið verði veitt þar sem lóðin er í skipulagðri frístundabyggð.

5.  Tölvupóstur frá Sólmundi M. Sigurðarsyni formanni íþróttafélagsins ÍBU þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sólmundi M. Sigurðarsyni formanni íþróttafélagsins ÍBU, dags. 1. mars 2019 þar óskað er eftir styrk til uppbyggingar á félaginu. Oddvita falið að vinna áfram að málinu.

6.  Tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er námsferð fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn til Noregs.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2020 þar sem kynnt er námsferð fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn til Noregs. Ferðin er dagana 30. ágúst  til 2. september 2020 og er yfirskrift námskeiðsins „sameiningar sveitarfélaga“. Tölvupósturinn lagður fram til kynningar.

 7.  Tölvupóstur frá Marínu Rós Eyjólfsdóttur, verkefnisstjóra barnvænni sveitarfélaga þar sem Grímsnes- og Grafningshreppi er boðin þátttaka í verkefninu „barnvæn sveitarfélög“.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Marínu Rós Eyjólfsdóttur, verkefnisstjóra barnvænni sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2020 þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í verkefninu „barnvæn sveitarfélög“.  Oddvita falið að vinna áfram að málinu.

 8.  Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019.

Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2020 þar sem sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019. Sveitarstjóra falið að senda nefndinni umbeðnar upplýsingar.

 9.  Tölvupóstur frá stjórn Landssamtaka landeigenda á Íslandi með samantekt og hugleiðingum stjórnarinnar á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna.

Fyrir liggur tölvupóstur frá stjórn Landssamtaka landeigenda á Íslandi, dags. 23. febrúar 2020 með samantekt og hugleiðingum stjórnarinnar á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna. Lagt fram til kynningar.

 10.  Tölvupóstur frá nokkrum félögum í Félagi húsbílaeigenda og 4x4 vegna 22. gr. laga nr. 60/2013 um náttúrvernd.

Fyrir liggur tölvupóstur frá nokkrum félögum í Félagi húsbílaeigenda og 4x4, dags. 18. febrúar 2020 þar sem greint er frá breytingartillögu þeirra á 22. gr. laga nr. 60/2013 um náttúrvernd. Lagt fram til kynningar.

 11.  Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps um eignarhald og nýtingu bújarða.

Fyrir liggur umsögn Guðjóns Bragasonar fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga vegna frumvars til laga um eignarhald og nýtingu bújarða. Umsögnin lögð fram til kynningar.

 12.  Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 13.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

Þingsályktunartillagan lögð fram til kynningar.

 14.  Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

 15.  Birt til umsagnar frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn.

Lagt fram til kynningar.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  290. stjórnarfundar 18.02 2020.
  • SASS.  Fundargerð  554. stjórnarfundar 07.02 2020.
  • Kvenfélag Grímsneshrepps, ársreikningur og ársskýrsla 2019.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?