Fara í efni

Sveitarstjórn

482. fundur 06. maí 2020 kl. 09:00 - 11:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Bjarni Þorkelsson í fjarfundarbúnaði
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Ársreikningur Grímsnes- og Grafningshrepps.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mættu Ólafur Gestsson og Elín Jónsdóttir, endurskoðendur Pwc og fóru yfir reikninginn.  Ársreikningi vísað til annarrar umræðu.

2.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. mars 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 18. mars 2020 liggur frammi á fundinum.

3.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. mars 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 23. mars 2020 liggur frammi á fundinum.

4.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. apríl 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. apríl 2020 liggur frammi á fundinum.

5.  Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. apríl 2020.  

Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 22. apríl 2020 liggur frammi á fundinum.

6.  Fundargerðir.

a)      Fundargerð 20. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. apríl 2020.

Mál nr. 1, 2 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 20. fundargerð samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 21. apríl 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1: Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, aldur svæðanna og fjölda lóða og húsa á svæðunum.      33 umsóknir bárust, 32 gildar og 1 sem ekki uppfylla skilyrði styrkúthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2020, samtals að fjárhæð kr. 2.300.000.

Félag Lóðareigenda í landi Minna Mosfells (FLUMM)                                              37.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Öldubyggð                                                                         37.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Þórsstíg                                                                          37.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði                                                             37.500 kr.

Félag Frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi                                      37.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda Syðri Brú                                                                              57.500 kr.

Félag lóðareigenda við Birkibraut í Vaðneslandi                                                         57.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu                                                             57.500 kr.

Félag land- og frístundahúsaeigenda við A og B götu úr Norðurkotslandi            57.500 kr.

Systraásar, félag í frístundabyggð                                                                                57.500 kr.

Ásar, frístundabyggð í Búrfelli II                                                                                   57.500 kr.

Vaðlækur – félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg                                        57.500 kr.

Brekkubúar, félag sumarhúsaeigenda í Víðibrekku                                                 57.500 kr.

Skógarholtið okkar                                                                                                       57.500 kr.

Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa                                                                   57.500 kr.

Félag landeigenda í Nesi við Apavatn                                                                      75.000 kr.

Klausturhóll sumarhúsafélag                                                                                    75.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni                              75.000 kr.

Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda                                                                         75.000 kr.

Selhóll                                                                                                                            75.000 kr.

Öndverðarnes ehf.                                                                                                       75.000 kr.

Þristurinn – félag landeigenda við Klausturgötu                                                    75.000 kr.

FÉSO – Félag sumarhúsaeigenda í Oddsholti                                                        75.000 kr.

Kerengi                                                                                                                          75.000 kr.

Félag lóðarhafa í Miðborgum                                                                                    75.000 kr.

Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn                                        75.000 kr.

Þrastaungarnir                                                                                                             75.000 kr.

Félag lóðareigenda í Farengi í landi Miðengis                                                         112.500 kr.

Sumarhúsafélagið Víðihlíð                                                                                         112.500 kr.

Fururborgir, félag í frístundabyggð                                                                            112.500 kr.

Félag lóðarhafa Kiðjabergi                                                                                         150.000 kr.

Hestur, landeigendafélag                                                                                           150.000 kr.

Mál nr. 2: Úthlutun styrkja til uppbyggingu flóttaleiða í frístundabyggð.

Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um uppbyggingu flóttaleiða í frístundabyggðum voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk vegna flóttaleiða. Ein umsókn barst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þessi umsókn frá Félagi lóðareigenda í Farengi fái alla styrkupphæðina, þ.e. 500.000 kr.

 Mál nr. 3: Tillaga að reglum um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.

Fyrir liggur tillaga samgöngunefndar um reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu, og verkefnið þannig tekið upp að nýju. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

b)     Fundargerð 52. fundar atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 24. apríl 2020.

Mál nr. 1 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 52. fundargerð atvinnumálanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, dagsett 24. apríl 2020. Eftirfarandi dagskrárliður þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 1  Borg í sveit.

Atvinnumálanefnd leggur til, í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu (covid-19), að aflýsa Borg í sveit þetta árið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Borg í sveit verði ekki árið 2020.

c)      Fundargerð 194. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 29. apríl 2020.

Mál nr. 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 24 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 194. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 29. apríl 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 16: 2004032 - Hamrar 3 (224192); umsókn um byggingarleyfi; gestahús.

Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar f.h. Gyðuborgir ehf. um byggingarleyfi til að byggja gestahús 54,1 m2 á jörðinni Hamrar 3 (L224192) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi og að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Sveitarstjórn telur ekki þörf á grenndarkynningu þar sem um enga aðra hagsmunaaðila er að ræða en landeigendur.

Mál nr. 17: 2004038 - Hestur lóð 90 L168596; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa Hests lóð 90 L168596 um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að skilmálum er varðar byggingarefni og hámarks grunnflöt bygginga er breytt. Tekin er út kvöð er varðar skilmála um að hús skuli vera úr timbri eða öðru léttu byggingarefni en steinsteypa sé leyfileg til að laga hús að landslagi. Gerð byggingarefnis húsa er því gefin frjáls en kvaðir um litaval eru óbreytt. Skilmálar er varða að hámarks grunnflötur húsa breytist úr 150 m2 í 200 m2. Skilmálar deiliskipulagsins breytast ekki að öðru leiti að deiliskipulagsbreyting verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og að málið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Sveitarstjórn mælist til þess að málið verði sérstaklega kynnt sumarhúsafélagi svæðisins.

Mál nr. 18: 2004023 - Villingavatn (L170963); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar f.h. Krystian Jerzy Sadowski og Alicja Brygida Sadowski um niðurrif á sumarhúsi 46 m2, byggingarár 1973 og byggja nýtt 140 m2 sumarhús með 6,6 m mænishæð og svefnlofti. Húsið er staðsett innan sumarhúsalandsins Villingavatn (L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða niðurrif á núverandi sumarhúsi innan lóðarinnar og að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir allt að 140 m2 sumarhúsi á viðkomandi lóð L170963 í samræmi við framlagða umsókn með fyrirvara um málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Málið skal grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 19: 2004042 - Brúnavegur 4 L168343; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting.

Fyrir liggur umsókn Heimis Björgvinssonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Ásgarðs í Grímsnesi. Í breytingunni felst að lóð Brúnavegar 4 verður ein lóð í stað tveggja. Breytingin er í takt við núverandi skráningu lóðarinnar.

Sveitarsjórn samþykkir samhljóða að málið fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreyting verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Breyting á deiliskipulagi er í samræmi við núverandi skráningu lóðarinnar.

Mál nr. 20: 2004058 - Kiðjaberg Hlíð 27 L227823; Tilfærsla lóðar; Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn Péturs Jónssonar f.h. eigenda, dags. 15. apríl 2020 þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að lóðin Kiðjaberg Hlíð 27 L227823 verði hliðruð um 60 m til austurs sem verður þá við hlið lóðar nr. 28 skv. deiliskipulagi. Eftir að farið var á staðinn og landið mælt upp og aðstæður skoðaðar kom í ljós að lega lóðar nr. 27 eins og hún er skv. skipulagi liggur lágt í landi og því hætta á flóði á því svæði.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við framlagða fyrirspurn og að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Mál nr. 21: 2004060 - Gámasvæði Seyðishólar; Stækkun svæðis og tilfærsla aðkomu; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi gámasvæðis við Seyðishóla, Grímsnes- og Grafningshreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn 7. maí 2009. Svæðið er staðsett við Búrfellsveg (351) rétt norðan við Biskupstungnabraut. Í breytingunni felst m.a. stækkun skipulagssvæðis, sameining lóða og breyting byggingarreita.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Mál nr. 24: 2004002F – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 119.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2020.

d)     Fundargerð 38. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 25. febrúar 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

e)      Fundargerð 39. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 26. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 f)       Fundargerð 40. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, 20. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 g)      Fundargerð 6. fundar vettvangsstjórnar uppsveita Árnessýslu, skv. viðbragðsáætlun um inflúensu og alvarlega sjúkdóma, 28. apríl 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.  Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2020, Sogsbakki 15 Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir liggur úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar frá 20. apríl s.l. í máli nr. 2/2020 vegna kæru eigenda Sogsbakka 15, Grímsnes- og Grafningshreppi um álagningu fasteignaskatta. Úrskurðurinn lagður fram til kynningar.

8.  Aðalfundur Límtré Vírnet ehf.

Fyrir liggur bréf frá stjórnarformanni Límtré Vírnets ehf., dagsett 27. apríl 2020 um að aðalfundur

félagsins verði haldinn þann 13. maí n.k. í Reykjavík. Bréfið lagt fram til kynningar.

9.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

10.  Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi ofl.), 715. mál.

Frumvarpið lagt fram til kynningar.

11.  Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.

Samþykkt er samhljóða að sveitarstjórn verði í sumarleyfi fyrri fund í ágúst. Næstu fundir sveitarstjórnar verða því 20. maí klukkan 13:00, 3. júní, 16. júní, 1. júlí, 15. júlí, 19. ágúst kl: 9:00.

12.  Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 20. júlí til og með 7. ágúst 2020.

 Til kynningar

  • Sorpstöð Suðurlands.  Fundargerð  292. stjórnarfundar 22.04 2020.
  • SASS. Fundargerð 557. stjórnarfundar 22.04 2020.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 881. stjórnarfundar, 24.04 2020.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:25

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?