Fara í efni

Sveitarstjórn

489. fundur 02. september 2020 kl. 09:00 - 11:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Sveitarstjórn
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Smári Bergmann Kolbeinsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir í fjarveru Bjarna Þorkelssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

Oddviti leitar afbrigða.

Samþykkt samhljóða

a)      Uppfærðar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19.

 Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

 1.  Fundargerðir

a)      Fundargerð 200. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita, 26. ágúst 2020.

            Mál nr. 10, 11, 12, 12 og 19 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

Lögð fram 200. fundargerð Skipulagsnefndar Uppsveita, dagsett 26. ágúst 2020. Eftirfarandi dagskrárliðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar;

Mál nr. 10: 2008042 - Krókur L170822, Virkjun, Borhola, Lóð, Fyrirspurn.

Lögð er fram fyrirspurn frá Suðurdal ehf. varðandi uppbyggingu á jarðvarmavirkjun á Folaldaháls í samræmi við greinargerð sem fylgir fyrirspurn.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í fyrirspurnina og að málið fari í lögbundið skipulagsferli að teknu tilliti til hugsanlegra breytinga á aðalskipulagi, mats á umhverfisáhrifum, gerð deiliskipulags á svæðinu o.s.fr.

Mál nr. 11: 2008044 - Ferjubraut 11 L224508; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Andrési B.L. Sigurðssyni og Önnu Valdimarsdóttir er varðar breyting á deiliskipulagi fyrir lóð Ferjubrautar 11 í landi Öndverðarness. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits nær lóðarmörkum vegna mikils landhalla innan lóðar, hversu djúpt er niður á fast og bleytu innan núverandi byggingarreits.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða. Ekki er talið forsvaranlegt að færa byggingarreit svo nálægt lóðarmörkum þar sem það gengur gegn skipulagsreglugerð og aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Mál nr. 12: 2008051 - Farbraut 11 L169453 og 13 L169470; Norðurkot; Breyting á byggingarreitum; Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram umsókn frá Grími Þ. Valdimarssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Norðurkoti sem snýr að lóðum Farbraut 11 og 13. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðar nr. 13 er skilgreindur og dreginn í 7 metra fjarlægð frá lóðarmörkum milli lóðar 11 og 13. Byggingarreitur lóðar nr. 11 er minnkaður og dreginn í 13 metra fjarlægð frá lóðarmörkum. Samþykki lóðarhafa lóðar nr. 11 liggur fyrir.

Sveitarstjórn hafnar erindinu samhljóða. Ekki er talið forsvaranlegt að færa byggingarreit svo nálægt lóðarmörkum þar sem það gengur gegn skipulagsreglugerð og aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Mál nr. 13: 2006084 - Neðra-Apavatn lóð (L169306); umsókn um byggingarleyfi; gestahús.

Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Jóns P. Jónssonar og Jónínu Rútsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25 m2 á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169306) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir gestahúsi að Neðra-Apavatni lóð (L169306), með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál nr. 19: 2008001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 20 – 125.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2020.

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál.

Syðri-Brú. lóð (L169625); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Ágústs Bjarnasonar og Christina Miller, móttekin 10.08.200 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 14,6 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Syðri-Brú. lóð (L169625) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 57,6 m2.

Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

Herjólfsstígur 1 (L202494); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi.

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur, móttekin 06.07.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir sumarbústað á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.

Herjólfsstígur 1 (L202494); stöðuleyfi; gámur.

Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur, móttekin 14.07.2020 um stöðuleyfi fyrir gám á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt að veita stöðuleyfi vegna framkvæmda til 1.08.2021.

Hallkelshólar lóð 113 (L198346); sótt er um bílgeymslu.

Fyrir liggur umsókn Guðmundar A. Adolfssonar, móttekin 10.08.2020 um að byggja bílageymslu 35,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 113 (L198346) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Kerhraun B 138 (L208924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd B.Ó. smiðir ehf., móttekin 10.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnloft að hluta 134,5 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 138 (L208924) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús - viðbygging og gestahús.

Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar dags. 13.09.2019 móttekin 25.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 og 18 m2 gestahús á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976), lóðarstærð 2.565 m2 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Borg sundlaug (L202468); tilkynningarskyld framkvæmd; íþróttahús – breyting.

Fyrir liggur umsókn Ragnars Guðmundssonar fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps, móttekin 29.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að breyta gluggum og hurðum á Borg sundlaug (L202468) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt.

Miðengi lóð (L188031); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging.

Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Bjarna Guðmundssonar og Ingu Karólínu Guðmundsdóttur, móttekin 29.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd að lagfæra og byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Miðengi lóð (L188031) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 33,8 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Hestur lóð 5a (L198894); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu.

Fyrir liggur umsókn Smára Björnssonar fyrir hönd Ingibjargar L. Ármannsdóttur, móttekin 02.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 m2 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 5a (L198894) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað með áfastri geymslu er 125,5 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Hestur lóð 12 (L168525); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu.

Fyrir liggur umsókn Smára Björnssonar fyrir hönd Sigríðar O. Árnadóttur, móttekin 02.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 12 (L168525) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað ásamt geymslu er 125,5 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Hestur lóð 56 (L168565); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu.

Fyrir liggur umsókn Þorvalds Ingvarssonar og Ingibjörgu L. Ármannsdóttur, móttekin 02.07.20 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,9 m2 með áfastri geymslu 10,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 56 (L168565) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Kerhraun B 120 (L208907); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu.

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Þorvalds H. Jónssonar, móttekin 10.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta og áfastri geymslu 73,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 120 (L208907) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

Ásborgir 14 (L199020); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – breyting.

Fyrir liggur umsókn Kristinn Ragnarssonar fyrir hönd Rögnu Guðmundsdóttur, móttekin 20.07.2020 um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi og útliti á íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Ásborgir 14 (L199020) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt.

Kerhraun 30 (L168905); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður.

Fyrir liggur umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, móttekin 31.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 168,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun 30 (L168905) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.

Kerhraun C 84 (L176133); umsókn um byggingarleyfi; geymsla.

Erindið sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn frá hönnuði hafa verið móttekin. Fyrir liggur umsókn Árna Þorvaldar Jónssonar fyrir hönd Peter Probozny, móttekin 04.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 15 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 84 (L176133) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Heimaás (L226734); umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 04 – breyting.

Erindið sett að nýju fyrir fund, sótt er um að byggja gistihús mhl 04, 39,2 m2 í stað 32,6 m2 á lóðinni Heimaás (L226734) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 Heimaás (L226734); umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 05 – breyting.

Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt er um að byggja gistihús mhl 05, 39,2 m2 í stað 32,6 m2 á lóðinni Heimaás (L226734) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Neðan-Sogsvegar A-B 13 (L169330); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging.

Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Jóns K. Einarssonar, móttekin 17.07.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 15 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegur A/B 13 (L169330) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun er 69,4 m2.

Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

Neðra-Apavatn lóð (L169306); umsókn um byggingarleyfi; gestahús.

Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Jóns P. Jónssonar og Jónínu Rútsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25 m2 á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169306) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

 b)     Fundargerð 78. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 12. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 c)      Fundargerð 79. fundar stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs., 26. ágúst 2020.

Lögð fram 79. fundargerðstjórnar Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita, dagsett 26. ágúst 2020. Þar sem húsnæði embættisins stenst engar kröfur um aðgengi fyrir alla ásamt því að starfsaðstaða er óviðunandi óskar sveitarstjórn eftir því að vinnu við húsnæðismál UTU verði flýtt sem kostur er.

 d)     Fundargerð 206. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 18. ágúst 2020.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 2.  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Litla-Hálsi.

Fyrir liggur bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 21. ágúst 2020 um umsögn vegna leyfis til sölu gistingar í flokki II að Litla-Hálsi, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu.

 3.  Skipan fulltrúa í fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps.

Fyrir liggur að aðalmaður í fjallskilanefnd, Björn Snorrason, hefur beðist lausnar frá störfum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Guðjón Kjartansson sem aðalmann og Bjarna Þorkelsson sem varamann í nefndina. Ingibjörg Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 4.  Greining SASS á atvinnulífi á Suðurlandi.

Fyrir liggur greining á vegum SASS um atvinnulíf á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustuna, ásamt grein um málefnið.

Lagt fram til kynningar.

5.  Bréf frá umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.

Fyrir liggur bréf frá umboðsmanni barna, dagsett 26. ágúst 2020, þar sem fjallað er um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga. Í bréfinu er þeim tilmælum beint til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða, og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi í töku ákvarðana og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.

Lagt fram til kynningar.

6.  Námsstyrkir starfsfólks Kerhólsskóla.

Fyrir liggur umsókn starfsmanns Kerhólsskóla um styrk til að stunda nám í kennarafræðum. Umsóknin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um fjölgun faglærðra starfsmanna við Kerhólsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna umsókn.

7.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna samstarfssamninga sveitarfélaganna.

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 24. ágúst 2020, þar sem fjallað er um annmarka á samstarfssamningum sveitarfélagsins sem varða samvinnu við önnur sveitarfélög.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita / sveitarstjóra að vinna málið áfram.

8.  Birt til umsagnar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Lagt fram til kynningar.

9.  Birt til umsagnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2020.

Lagt fram til kynningar.

10.  Önnur mál.

a)             Uppfærðar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19.

Fyrir liggja uppfærðar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna covid-19. Helstu uppfærslur eru að Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt almenna undanþágu vegna nándar í fjallakofum með skilyrðum. Einnig hefur ráðuneytið veitt almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkunum við réttarstörf. Um slíka undanþágu þarf að sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is.

Uppfærðar leiðbeiningarnar lagðar fram til kynningar.

Sveitarstjórn áréttar að hún ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir. Á sama tíma og sveitarstjórn beinir því til bænda að fara eftir leiðbeiningum vill hún árétta nokkur atriði.

Áhersla er lögð á að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum og að „Við erum öll almannavarnir“. Allir einstaklingar sem taka þátt í göngum og réttum, eru hvattir til að viðhalda 2 metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Almenna reglan er jafnframt að eins fáir fari í göngur og hægt er. Þrátt fyrir að Heilbrigðisráðuneytið hafi veitt almenna undanþágu vegna nándar í fjallakofum með skilyrðum mælist sveitarstjórn til þess að ekki verði viðhöfð sú venja að gista í gangnamannakofum í leitum að undanskildu því leyfi sem veitt hefurverið fyrir Auði og Ingólf til að gista í kofanum inn við Kerlingu í eina nótt til að sinna hestum sem verða geymdir þar. Þar sem því verður við komið er mælt með ferðabílum/tjöldum til að minnka samneyti.

Fjallmenn verða að vera einkennalausir þegar farið er til fjalls. Þeir sem gefa kost á sér sem fjallmenn gera það á eigin ábyrgð. Veikist fjallmaður í fjallferð ber honum að fara til byggða og óska eftir sýnatöku. Sé viðkomandi sýktur ber honum að fara í einangrun. Þá ber einnig öðrum fjallmönnum að fara í sóttkví. Hópurinn getur sótt um undanþágu til að ljúka leitum. Fjallmenn geta ekki tekið þátt í réttarstörfum komi upp sýking í þeirra hópi.

Sveitarfélagið bera enga ábyrgð né kostnað komi upp smit í fjallferð eða réttum. Sá kostnaður sem kann að verða af einangrun og tekjumissi ber fjallmaðurinn/einstaklingurinn sjálfur.

Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.  

Viðkomandi fjallkóngur ber að upplýsa sína fjallmenn og aðra sem sækja réttir um þær reglur og tilmæli sem eru í gildi vegna ástandsins. Reglur þessar gilda um allar leitir nema annað verði tilkynnt.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?