Fara í efni

Sveitarstjórn

282. fundur 15. júní 2011 kl. 09:00 - 10:15 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Ingibjörg Harðardóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Ingvar G. Ingvarsson
  • Guðmundur Ármann Pétursson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir

 1.   Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.  
Fundargerð sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 1. júní 2011 lá frammi á fundinum.

 

2.   Fundargerðir.

a)   Fundargerð framkvæmdarhóps um byggingu nýs skólahúsnæðis.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

b)  Fundargerð 3. fundar samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.       Bréf frá Hollvinum Grímsness vegna móttöku uppgerðra fornra búvéla.
Fyrir liggur bréf frá Hollvinum Grímsness, dags. 25. maí 2011, þar sem Hollvinir Grímsness bjóða Grímsnes- og Grafningshreppi að gjöf fornar uppgerðar búvélar. Um er að ræða Farmall Cub með sláttuvél árg. 1952, Massey Harris með ámoksturstækjum og sláttuvél árg. 1947 auk annarra véla svo sem hestarakstarvél, hestaplóg, hestavaltara og hestasláttuvélar. Hægt er að afhenda sveitarfélaginu Farmall Cup við opnun Brú til Borgar 2011, laugardaginn 25. júní n.k. Sveitarstjórn samþykkir að taka við Farmall Cup að gjöf og varðveislu. Varðandi aðrar búvélar sér sveitarstjórn sér ekki fært að þiggja þær og vísar á Búvélasafnið á Hvanneyri eða Minjasafnið í Gröf.

 

4.       Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. vegna kynningarfundar þann 21. júní n.k.
Fyrir liggur bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf., dags. 29. maí 2011, þar sem boðað er til kynningarfundar þann 21. júní n.k. um niðurstöður viðræðna um endurskipulagningu á félaginu. Að auki verða lagðar fram tillögur að endurskipulagningu félagsins.

 

5.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Grænukönnunni kaffihúsi, Sólheimum, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingarstaðar í flokki II í Grænukönnunni kaffihúsi, Sólheimum, 801 Selfoss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 

6.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingastaðar í flokki II í Nærandi, Sólheimum, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs veitingarstaðar í flokki II í Nærandi, Sólheimum, 801 Selfoss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 

7.       Beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Gistiheimili Sólheima, Sólheimum, 801 Selfoss.
Fyrir liggur beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Gistiheimili Sólheima, Sólheimum, 801 Selfoss. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

 

8.       Bréf frá Advel lögfræðiþjónustu vegna hlutfjárhækkunar Uxahryggja ehf.
Fyrir liggur bréf frá Advel lögfræðiþjónustu fyrir hönd Uxahryggja ehf., dags 24. maí 2011, þar sem sveitarfélaginu er boðið að taka þátt í hlutafjáraukningu Uxahryggja ehf. Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningunni að fjárhæð kr. 500.000 þar sem ekki varð af hlutafjárkaupum í Límtré Vírnet ehf. á síðusta ári.

 

9.       Beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar byggingarreglugerðar.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar byggingarreglugerðar. Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

10.    Beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um framkvæmdarleyfi.
Fyrir liggur beiðni frá Umhverfisráðuneyti um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um framkvæmdarleyfi. Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

 

11.    Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða.
Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð voru teknar fyrir umsóknir félaga frístundabyggða og sumarhúsaeiganda þar sem óskað er eftir styrk til vegabóta.  23 umsóknir bárust og var leitað umsagnar samgöngunefndar. Höfð var hliðsjón af úthlutun síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og hús í hverfinu.  Samþykkt er að eftirtaldir aðilar fái styrki til vegabóta árið 2011, samtals að fjárhæð kr. 2.800.000.

      Félag sumarlóðaeigenda Ásabyggð Grímsnesi                                                 kr. 100.000

      Selhóll, félag sumarhúsaeigenda                                                                       kr. 200.000          

      Félag landeigenda í Vaðnesi v/Markarbraut                                                    kr. 300.000          

Kerhraun, félag sumarhúsaeigenda, Grímsnesi                                                 kr. 100.000          

Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn                                    kr. 100.000

Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi                                                 kr. 300.000          

Búfell II ehf.                                                                                                        kr. 100.000                     

Félag sumarhúsalóðaeigenda við Þórsstíg                                                        kr.   50.000

Öndverðarnes ehf.                                                                                                          kr. 250.000    

Félag sumarhúsaeigenda í Lyngmóum, í landi Þórisstaða                                kr.   50.000

Þrastarungarnir                                                                                                 kr. 100.000          

Félag lóðareigenda í Miðborgum                                                                                   kr. 100.000    

Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi                             kr. 300.000

Félag sumarhúsaeigenda við Kjarrmóa                                                            kr. 100.000          

Félag sumarhúsalóðaeigenda Syðri-Brú                                                           kr.   50.000

Klausturhóll félag sumarhúsaeigenda                                                               kr. 100.000

Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi                                                                   kr. 100.000

Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti                                                           kr. 200.000

Vaðlækur-félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjarveg, Grímsnesi                    kr. 100.000          

Félag lóðareigenda í landi Minna-Mosfells                                                      kr. 100.000          

 

12.    Verksamningur við M2 teiknistofu ehf. vegna teikninga á nýju skólahúsnæði.
Fyrir liggja drög að verksamningi við M2 teiknistofu ehf.  vegna teikninga á fyrirhugaðri skólabyggingu. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

 

13.    Sumarlokun á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verði lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 25. júlí til og með 5. ágúst 2011.

 

14.    Sumarleyfi sveitarstjórnar og næstu fundir hennar.
Samþykkt að sveitarstjórn verði í sumarleyfi seinni fund í júlí og  fyrri fund í ágúst. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi er því 17. ágúst 2011.

 

 

Til kynningar
ü  Fundargerð 54. fundar Héraðsnefndar Árnesinga, 06.05 2011.
ü  Brunavarnir Árnessýslu.  Fundargerð  102. stjórnarfundar  30.05 2011.
ü  Fundargerð 11. fundar Almannavarnarnefndar Árnessýslu 17.05 2011.
ü  SASS.  Fundargerð  444. stjórnarfundar 10.06 2011.
ü  Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 134. stjórnarfundar 01.06 2011.
ü  Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 129. stjórnarfundar 02.05 2011.
ü  Skólaskrifstofa Suðurlands. Fundargerð 130. stjórnarfundar 08.06 2011.
ü  Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, janúar til maí 2011.
ü  Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð 787. stjórnarfundar, 27.05 2011.
ü  Bréf frá Umhverfisráðuneyti um dag íslenskrar náttúru 16. september 2011.
ü  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um öryggi á sundstöðum.
ü  Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt skipulagslögum.

ü  Tíund, fréttablað RSK, júní 2011.

-liggur frammi á fundinum-.

ü  Börn með krabbamein, blað styrktarfélags krabbameinssjúkra barna 1. tbl 17. árg 2011.

-liggur frammi á fundinum-.

 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:15

Getum við bætt efni síðunnar?