Fara í efni

Sveitarstjórn

225. fundur 17. júlí 2008 kl. 09:00 - 10:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ásdís Ársælsdóttir
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Jón G. Valgeirsson

Oddviti leitaði afbrigða

a) Salernisaðstaða við Kerlingu.

b) Sogsbakkar.

b) Vegtenging við Eyvík.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps frá 3. júlí 2008 liggur frammi á fundinum 

2. Fundargerðir.
a) Fundur skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, 11.07.2008.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

b) 89. fundur Brunavarna Árnessýslu, 05.06.2008.
Fundargerðin lögð fram. 

3. Umsókn um styrk frá Hjálparsveitinni Tintron.
Lagt er fram erindi Hjálaparsveitinni Tintron þar sem beðið er um styrk vegna rekstrar og bílakaupa. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk upp að fjárhæð kr. 900.000 og felur sveitarstjóra að leita jafnframt eftir samningi við hjálparsveitini um að taka að sér á móti ákveðin verkefni fyrir sveitarfélgið. Gert verður ráð fyrir þessu í endurskoðun fjárhagsáætlun. 

4. Tilboð vegna vatnsveitu í Minna-Mosfell –dreifikerfi.
Lögð er fram niðurstaða tilboðs í dreifikerfi vatnsveitu í Minna- Mosfell. Eftirfarandi tilboð bárust. Tæki og Tól kr. 10.668.000 og Kristján Ó. Kristjánsson kr. 8.361.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 11.508.750. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við lægstbjóðanda Kristján Ó. Kristjánsson.

5. Tilboð vegna fráveitumannvirkja á Borg- siturbeð.
Lögð er fram niðurstaða tilboðs í siturbeð vegna fráveitumannvirkja á Borg. Eftirfarandi tilboð barst. Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar kr. 6.730.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 5.806.000. Samþykkt að fela sveitarstjóra eða oddvita að ganga til samninga við Vinnuvélar Sigurjóns Hjartarsonar. 

6. Beiðni um umsögn vegna skipulagslaga, laga um mannvirki og brunavarnir.
Lögð er fram beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsögn um skipulagslög, lög um mannvirki og brunavarnir. Sveitarstjórn undrast tímasetningar á umsagnarfresti á sumarleyfistíma embættismanna og sveitastjórnarmanna í jafn mikilvægu máli sem snertir sveitarstjórnarstigið. Sveitarstjórn áskilur sér rétt að svara þessu erindi að sumarleyfi loknu.

7. Umsögn um rekstrarleyfi til veitinga í Þrastarlundi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðan afgreiðslutíma skv. umsókninni og staðfestir að staðsetning veitingastaðarins í Þrastarlundi sé skv. reglum sveitarfélagins. 

8. Héraðsdómsmálið nr. E-3987/2006, Haraldur Ellingsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagðir eru fram minnispunktar Óskars Sigurðssonar hrl vegna niðurstöðu í héraðsdómsmálinu nr. E-3987/2006, Haraldur Ellingsen gegn Grímsnes- og Grafningshreppi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 

9. Önnur mál.
a) Salernisaðstaða við Kerlingu.
Lögð er fram beiðni frá Ferðafélagi Íslands um að fá að setja upp salernisaðstöðu við Kerlingu. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

b) Sogsbakkar.
Sveitarstjóri gerir grein fyrir verkáætlun um lagningu bundins slitlags á hluta vegar og gámaplans að frístundabyggð á Sogsbökkum í samstarfi við sumarhúsafélagið á svæðinu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi vegna verksins. 

c) Vegtenging við Eyvík.
Fyrir liggur framkvæmdaáætlun um vegtengingu við Eyvík. Sveitarstjórn fagnar því að komin er niðurstaða í málinu.

10. Til kynningar
a) Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi vegna deiliskipulags fyrir einstakar lóðir
b) Stöðuskýrsla 26. júní vegna Suðurlandsskjálftans.
c) Eignarhaldsfélag Suðurlands ehf. Fundargerð aðalfundar þann 11.04.2008.
d) Veiðifélag Árnesinga. Fundargerð aðalfundar þann 29.04.2008.
e) Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð 158. stjórnarfundar.
f) Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Fundargerð 277. stjórnarfundar.

Getum við bætt efni síðunnar?