Fara í efni

Sveitarstjórn

194. fundur 04. janúar 2007 kl. 09:00 - 10:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar Ingvarsson
  • Sigurður Jónsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Sigurður Jónsson fundarritari
Fundargerð var færð í tölvu og hana ritaði Sigurður Jónsson

Ingvar Ingvarsson oddviti setti fund og kynnti dagskrá fundarins.
Í upphafi afundar leitar oddviti afbrigða:

A. Afskriftir á óinnheimtanlegum kröfum.
B. Samningur við Fasteignarmat ríkissins.

1. Fundargerð hreppsnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps. Frá 21. desember 2006. Liggur frammi á fundinum.

2. Heimild til að ráða tímabundið aðstoðarmann/ritara.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila oddvita að ráða Sigurð Jónsson hrl., sem verktaka , tímabundið sem aðstoðarmann og ritara.
Tillagan er samþykkt af meiri hluta en fulltrúar C-lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

3. Endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. (Fskj. 1) Hugmynd að verk- og kostnaðaráætlun.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila oddvita að hefja vinnu við undirbúning samninga á grunni fyrirliggjandi hugmyndar að verk og kostnaðaráætlun frá Oddi Hermannssini landslagsarkitekt og Pétri H. Jónssini skipulagsfræðingi ,arkitekt. Samþykkt samhljóða. 

4. Leikfimissalur – lokun á opi á efri hæð.
(Fskj. 2)
Hreppsnefnd felur oddvita að ganga frá samningum um verkið og finna lausn í samráði við verktaka. Samþykkt samhljóða.

5. Leiga á húseignum Fasteign hf.
(Fskj. 3)
Hreppsnefnd samþykkir greiða ekki að svo stöddu leigu á húsnæði sem er ekki tilbúið til notkunnar og lokaúttekt hefur ekki farið fram. Íþróttasalur þolir ekki að bolta sé sparkað í veggi , veggklæðning springur og molnar við festingar á mörkum og körfum. Sundlaug er ekki tilbúin til afhendingar og eftir er að stilla ýmis stjórntæki. Oddvita er falið að ræða við leigusalann/verktakann og að kanna lokaúttek t og stöðu hreppsins að þessu leyti. Samþykkt samhljóða.

6. a Afskriftir á óinnheimtum kröfum.
Sveitarstjórn heimilar að afskrifa óinnheimtanlegar kröfur að fjárh kr 554.061, samkvæmt fylgiblaði sýslumannsins á Selfossi sem liggur frammi. Samþykkt samhljóða.

6. b. Samningur við Fasteignarmat ríkissins.
Sveitarstjórn felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

6. c. Starfslokasamningur við Sigfríði Þorsteinsdóttur.
Samningurinn liggur frammi á fundinum.og er hann staðfestur. Samþykkt samhljóða.

Til kynningar:
Brunavarnir Árnessýslu ársreikningur 2005.
Sent 3 bls. Liggur frammi á fundinum í heild.

Getum við bætt efni síðunnar?