Fara í efni

Sveitarstjórn

190. fundur 23. nóvember 2006 kl. 09:00 - 10:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Sveitarstjórn
  • Ingvar G. Ingvarsson oddviti
  • Sigurður K. Jónsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Gunnar Þorgeirsson
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Sigfríður Þorsteinsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Sigfríður Þorsteinsdóttir

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða:
a) Réttarháls 7 í landi Nesja. Breyting á deiliskipulagi.
b) Færa lið d) í „Til kynningar“ undir „Önnur mál.“
Hreppsnefnd samþykkir að taka erindin á dagskrá undir liðnum önnur mál.

1. Fundargerð sveitarstjórnar. Frá 9. nóvember 2006. Liggur frammi á fundinum.

2. Fundargerðir.
a) 061117/09211. 31. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 15. nóvember 2006.
Varðandi 13. lið fundargerðarinnar hefur borist leiðrétt umsókn frá Jóni Arnarri fyrir hönd lóðarhafa. Samkvæmt leiðréttingunni átti ekki að gera ráð fyrir gróðurhúsum og tengdum byggingum í deiliskipulagstillögunni. Þau óskast því tekin út og tillagan auglýst þannig breytt.
Hreppsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst þannig breytt. skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þar sem þetta svæði liggur vel við umferð. Tillagan verður auglýst þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
Fulltrúar C-lista sitja hjá við afgreiðslu liðarins.
Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps staðfestir fundargerð skipulagsnefndar að öðru leyti.

b) 061118 og 19/020101. 85. og 86. fundur félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu frá 20.10. og 7.11.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

3. Skipulagsmál.
a) 061120/0922. Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2002-2014.
Seyðishólar – Klausturhólar. Frístundabyggð breytist í landbúnaðar- og frístundabyggð, með ósk um að tillagan verði auglýst.
Hreppsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingalaga.
Fulltrúar C-lista sátu hjá við afgreiðslu liðarins.

b) 061121/0923. Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar sem kallast Vaðholt í landi Ormsstaða. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 10 lóðum á bilinu 6.300 – 30.000 m² á um 18 ha svæði sem afmarkast af Grjótá að vestan, Sólheimavegi að norðan og vegi að Vatnsnesi að austan. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 200 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús, en nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03.
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir. Hreppsnefnd bendir á villu í númerum lóða við Vaðholt.

4. Styrkumsókn.
061122/0682. Lögð var fram umsókn frá Héraðssambandinu Skarphéðni þar sem óskað er eftir viðbótarstyrk frá Grímsnes- og Grafningshreppi en styrkir hafa farið gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Á síðasta ári var styrkurinn 71 króna á íbúa.
Hreppsnefnd samþykkir að greiða HSK kr. 15.000 í styrk á árinu 2007. Styrkurinn verður tekinn inn á fjárhagsáætlun 2007.

5. Leik- og grunnskólaráð.
Stofnun leik- og grunnskólaráðs sbr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, ásamt kosningu þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í ráðið.
Hreppsnefnd samþykkir að stofna leik- og grunnskólaráð í samræmi við 7. mgr. 40. gr. laga nr. 45/1998 og skipar Ingvar G. Ingvarsson, Bjarna Þorkelsson og Gunnar Þorgeirsson sem aðalmenn í leik- og grunnskólaráð og Kristínu Ólafsdóttur, Ásdísi Ársælsdóttur og Hildi Magnúsdóttur til vara.

6. Til kynningar:
a) 93. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. (Liggur frammi.)
b) Starfsemi leikskóla-starfsmannahald, námsskrá og mat. (Liggur frammi).
c) Málþing í tengslum við endurskoðun grunnskólalaga. (Liggur frammi).
d) Fjölbrautaskóli Suðurlands - áframhaldandi uppbygging. Bréf. (Liggur frammi).

7. Önnur mál.
a) Réttarháls 7 í landi Nesja – breyting á deiliskipulagi.

Breytingin felst í því að bætt er við nýrri lóð Réttarhálsi 7. Einnig er skilmálum skipulagsins breytt.
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

b) Fjölbrautaskóli Suðurlands - áframhaldandi uppbygging. Bréf.
Meðan óvissa ríkir um aðild Árborgar að Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi tekur hreppsnefnd ekki afstöðu til erindisins.

Fleira ekki tekið fyrir.

Getum við bætt efni síðunnar?